föstudagur, 7. október 2005

mamman

þar sem ég er í hlutverki móður eða fullorðins þessa dagana vil ég koma með eina ábendingu varðandi uppeldi og heimilisbrag. Nú á dögum er það staðreynd að sökum tímaleysis eru fjölskyldur minna saman en áður. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar náið en þær eru margar og flóknar. Hagkerfi, atvinnumarkaður, skólinn, tómstundir o.s.frv. Sjónvarpið er hluti af menningu okkar. Það er mikið framboð af ýmis konar sjónvarpsefni. Oft eru nokkur sjónvarpstæki á heimili. Stundum eru sjónvarpstæki inni í herbergjum barnanna. Allir á heimilinu geta horft á það sem þeir vilja. Ég held að með því að börn og unglingar hafi sjónvarpstæki inni í herbergjum sínum minnka samverustundir fjölskyldunnar. Hver og einn getur tekið upp ef eitthvað annað svo nauðsynlegt er í boði í sjónvarpinu á sama tíma. Með því að hafa aðeins 1 sjónvarpstæki myndi fjöldi samverustunda fjölskyldna aukast og foreldrar gætu ,,mónitorað" og sigtað út meira af ruglinu, þó þær eyddu tíma saman yfir sjónvarpinu sem er kannski ekki ákjósanlegast að mínu mati. En það er önnur saga.

Annað kvöld verður þetta í kvöldmat, en ég þarf að elda um hádegið því ég er að fara að sjá Born in Brothels á hátíðinni í Tjarnarbíói. Jibbí.

Pastasalat.
1/2 pakki þrílitt pasta (slaufur eða skrúfur)
3 paprikur - 3 litir
1/2 Iceberg salathaus
1 dós Feta ostur
1 mexíkó ostur
1 piparostur
Ostarnir smátt brytjaðir
Blá og græn vínber, steinlaus eða steinhreinsuð
1 pakki Nacho Tortillas flögur

Pastað soðið og kælt. Blandað saman við smátt skornar paprikur, osta og vínber. Rétt áður en salatið er borið fram er iceberg salatinu blandað saman við og flögurnar brotnar yfir.

Sósa sem er nauðsynleg með.
1/2 dós sýrður rjómi (10%)
1/2 lítil dós létt mæjónes
1/2 dl matarolía
Safi úr 1/2 sítrónu
Smátt skorinn hvítlaukur (eftir smekk)
Smátt skorið engifer (eftir smekk)
1/2 til 1 tsk karrý
Hunang.

Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi uppskrift sæti stöðlum manneldisráðs en þetta er mjög gott.
síðan sendi ég speskveðju til bróðurs besta í boston.

1 ummæli:

Hrefna sagði...

Mér heyrist þetta ganga rosa vel hjá þér. Knús hrelli