sunnudagur, 4. júní 2006

Stjörnuspa

sannkölluð tónlistarveisla í eyrum mér, afmælisveisla í maga mér og gleði, eintóm í hjarta. Þetta er allt eins og stjörnuspáin boðar, sporðdrekinn er félagslyndur í meira lagi þessa dagana. Fékk vöfflu að norskum hætti í afmælinu, búin að sjá góða og skemmtilega skáta, Apparat, The foghorns sem höfðu sérstakan mann til að spila á þríhorn undir heldur leiðinlegri tónlist, Jeff Who voru í feiknastuði og spiluðu a.m.k. 1 nýtt lag með synthana í fínum fíling. Kimono þéttir að vanda. Ég ródaði í fyrsta sinn á ævinni í gær. Það var gaman. Notaði vöðvana. Leaves leiðinlegir en með góð vídeó og Supergrass ekkert spes. En ég skemmti mér ógeðslega vel. Sjaldan tek ég svona til orða en læt bara allt flakka ógeðslega ógeðslega mikið. Hitti ógó mikið af fólki. Gaman gaman.

Nú er stefnan tekin inn á Nasa. Póli-tíkin leyfir ekki að halda útisamkomutónleika á heilögum degi, what´s up with that? Ábyggilega soldið önnur stemning. En stemning engu að síður. Skakkamanage verður fyrsta upplifun mín af lifandi tónlist á eftir... hvað svo veit ég ekki.

Gengið frá og lokað klukkan 19:37.

1 ummæli:

baba sagði...

maður lifandi hvað ég vildi að ég væri á tónlistarhátíð í reykjavíkinni...bið að heilsa..