föstudagur, 2. mars 2007

ljomandi koppur

Í gær fór ég í lautarferð upp í Heiðmörk. Einnig var farið í skógarleiðangur eins og gefur að skilja. Fyrst var byrjað að planta 1949. Sem gerir trén sem ég var með 58 ára gömul. Viðmiðið var skógurinn í Kanada. Já þar er bara einn skógur..., eða allaveganna þær minningar sem sitja í mér og ég er eitt stykki kona með eitt stykki líkama. Eða ég get líka sagt að líkaminn sé ég. Það er samt soldið erfitt því líkaminn er oft bara einhver hlutur sem fer með manni allt. En ég held nú samt ekki. Ætla ekkert að fabúlera meira um líkamann sem geymir svo margt. Leiðangurinn var í stuttu máli skemmtilegur og mjög gaman að fara í Heiðmörk. Ég sá ekki verksummerki eyðileggingar eins og hefur verið í fréttunum að undanförnu og ég tók ekki með mér hund inn á vatnsverndarsvæðið.

En í dag gekk ég fram á gröfumann, sitjandi inni í stjórnklefanum sínum. Hann var með naglaþjöl að pússa á sér neglurnar.
Í dag barst líka bæklingur Nexus (fyrsti sem ég hef séð) inn um lúguna. Mér langaði í allt. Líka að fara að læra að spila hlutverkaleiki. Þar er skipt í hópa eftir aldri með þaulvönum stjórnendum. Hvort Nexus sé orðið að stórfyrirtæki veit ég ekki. En fyrirsagnirnar voru grípandi æsilegar. Turtles Bíll. Kawabunga. Leonardo var minn uppáhalds. Sverðið hans Luke. Warhammer kallar. Dót til þess að mála þá og náttúrulega bækur og dvd. Kawa bunggggaaaa.

Nú ætla ég að gæða mér á uppáhaldsmat Turtles sem er? (verðlaun verða veitt fyrir rétt svar).
góða helgi til þín. Ég sé allaveganna fram á eina góða...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

pizza pizza pizza,
verðlaun verðlaun verðalun,
ég vil verðlaun, gémmér verðlaun, VEEEERRRRRÐÐÐÐÐLAAAAUUUUUUNNNNNNNNN

armida sagði...

já pizza - pepperoni pizza var það ekki!
petra
fæ ég pizzu í verðlaun?????