illinn ég. kaupi alltaf einn skringilegan disk á útsölu í stórum plötubúðum. Í þetta skiptið varð fyrir valinu AFTER HOURS 3- more northern soul masters. En ég viðurkenni það að ég fíla þetta. Síðan bætti ég nú aðeins við á festivalinu sjálfu þar sem ég keypti diska með Need New Body, Hot Chip (þó þeir væru ekki að spila), jú og líka Sage Francis í búðinni. Festivalið var til fyrirmyndar í alla staði. Það vantaði bara að öll fjölskyldan mín væri þarna og að við værum að halda t.d. upp á jólin. Ég skemmti mér konunglega.
Var það vegna spilasalarins?
Þó hann hafi verið massívur með ógrynnin öll af mis-skemmtilegum tækjum til að láta pening í, þá var ég undir lokin byrjuð að upplifa mig mjög skringilega að hafa reynt ýmsa leiki og spil aftur og aftur. M.a. eyddum við Alex dágóðri stund í að reyna að vinna Care Bear lyklakippu. Ég vildi sko fá þennan appelsínugula með blóminu framan á eins og ég átti í bangsaformi frá Ameríku. Það gekk ekki. Fór í öll levelin í bílaleik, þar sem ég varð alltaf í öðru sæti. Í sumum spilum vann maður miða sem hægt var að skipta inn fyrir dót úr ákveðinni búð sem var aldrei opin. Leonardo da Vinci teiknaði mynd af okkur fyrir lítinn pening í kassa sem hann var ábyggilega orðinn mjög þreyttur á að húka innaní, en ég sá hann aldrei. Hvur þremillinn.
Var það vegna fólksins?
Ja, hvað skal segja. Sannarlega var fólkið forvitnilegt. Ábyggilega helmingur tónleikarhátíðargesta var stöðugt undir áhrifum mislöglegra lyfja, en aldrei sá ég neinn æla né berja annan. Ég elska fólk, þó ég hafi fundið til ákveðinnar löngunar um það að vera bara ein að chilla. Mér finnst það gott. En ég átti ekki í erfiðleikum með að höndla fólkið sem ég umgekkst því það var svo yndislegt og staðráðið í því að halda uppi fallegu andrúmslofti.
Var það vegna tónlistarinnar?
Púff. Magnað. Maður á bara fá orð yfir þá list sem var fyrir eyru borin. Uppúr stóðu: Deerhof, Need New Body, Mogwai, og Matmos. Nóg um það.
Var það vegna Staremaster?
Já, það hafði líklega áhrif að horfa á störukeppni milli einstaklinga úr hljómsveitunum í lok kvölds sitja á móti hvor öðrum uppi á sviði undir tónlist og andlitum þeirra varpað upp á skjái. Mjög skemmtileg skemmtun. Ég held að dómararnir hafi verið soldið ósamkvæmir sjálfum sér en það er annað mál.
Var það vegna tómatsósunnar?
Ja, ég fékk einu sinni fína tómatsósu í bréfi í mötuneytinu, en annars var eldaður matur í vistarverum okkar og argentínskt rauðvín með. En nokkur önnur bréf inni í annarri íbúð rötuðu upp á vegg í formi slagorða á borð við ,,go back to school". Það var fyndið. Og sérstaklega það að a plottaði þetta allt og lét aðra, b og c vinna vinnuna. D lenti síðan í því að hreinsa þetta af með tannbursta. En húsráðandi útvegaði tómatsósuna í bréfum úr farangri sínum.
Ég gæti spurt mig álíka spurninga endalaust en verð að minnast á strandferðina (hvítur sandur, goshvítvín, teppi og sól) og kraftleysi enskra sturtna. Atp er festival fyrir mig. Hver veit nema þangað rati ég aftur og aftur og aftur...