þriðjudagur, 28. nóvember 2006

heima

það var gaman í Ameríku. Ítarlegar upplýsingar má finna á síðum Dodda og Ásdísar. M.a. var brúðgumi skotinn til bana af lögreglu í Queens-hverfinu í New York að því er virðist að algjörlega ástæðulausu en annars fylgdist ég lítið með fréttum í Ameríku. Nú er þetta helst í fréttum: Mér er heitt í upphandleggjunum.
Nú er lag að vinna hratt og örugglega á lokaspretti þessarar skólaannar.
Gobbedí gobb.

Af nýútkomnum bókum langar mig m.a. að lesa: Snákar og Eyrnalokkar, Sendiherrann, Drekafræði og Tryggðapantur.

Og að lokum: Er það list að þjappa 70 mínútna langri sinfóníu látins manns í 28 sekúndur?
Ath. að það er gert í tölvu, og afurðin notuð sem brotabrot af nútíma-verki. Svör óskast. Engin verðlaun.

þriðjudagur, 21. nóvember 2006

IMG_3079

svona var útsýnið út um gluggann á sunnudagsmorguninn fyrir þá sem eru kannski í Svíþjóð, Lúxemborg eða Danmörku eða Boston. Þangað fer ég á morgun. Í þakkargjörðar-dinner. Og sprell og vonandi á tónleika. Veit ekki hvernig ég á að smygla jólaöli eftir að allar nýju hryðjuverka-vænissýkisreglurnar voru settar. Auðvitað vill maður vel og tekur niður pantanir þegar nýbúunum í Boston vanhagar um eitthvað frá heimalandinu. Þau báðu bara um jólaöl. Ekki malt & appelsín. Einhverra hluta vegna þori ég ekki að láta dósir í ferðatöskuna.... nema þá ég pakki þeim rosa rosa rosa rosa vel inn.

Nú hljómar undir geislanum selló-drone Hildar Ingveldardóttur Guðnadóttur. Mér finnst ótækt að hlusta á það í tölvu, það verður að vera hátt stillt og á meðan mallar súpan. Síðan er ég bara svo heppin. Ákkúrat þegar ég var úti í dag að þramma um og sinna erindum á bilinu 10 - 14 (sumardekkin duga skammt núna) þá skein sólin svo ljúf og góð. Og hún lá svo lágt. Þá var mér hugsað til hnattstöðu, veturs og sumars, hvernig hnötturinn snýst í hringi og hringi hirngi hringit hirngi.... þangað til ég var ringluð og datt í snjóinn og það kom bíll og keyrði yfir mig, og það kom ekkert blóð en ég er hetja, úr teiknimyndinni þar sem ég á mörg líf og töfra sem ég get óspart notað. Zimzalabimm.

(Þarna má kannski gæta áhrifa úr teiknimynda-raunveruleika þættinum Drawn Together, þar sem ólíkar staðalmynda-teiknimyndapersónur búa saman í 1 húsi, en nú hef ég lokið við að horfa á 2 seríur þessa afar djúpa sjónvarpsefnis).
Ást og friður.

fimmtudagur, 16. nóvember 2006

meira afmæli

já já já. Takk elskurnar mínar fyrir straumana. Það er æði að eiga afmæli. Ég bara elska það. Einn dagur á ári. Ég bið ekki um meira.

innbyrði t.d. 2 kökur. 1 bláberjaostaköku og heita súkkulaðiköku og rafræna súkkulaðiköku sem ég fékk senda í símann. Humar og hvítvín og danskt smörrebröd og hvaðeina. Prinsessan ég. Gjafir fékk ég líka. Margar alveg hreint. geisladiskinn Sýnið tillitssemi ég er frávik, bókina Reykjavík Málaranna, hálsmen og aðra bók Gullkorn um einfalt líf!

Ég er ekkert á því að vera úti. Þar er kalt og nöturlegt. Sá samt sólina þegar ég var úti í dag. Draugurinn spilaði á eina nótu á píanóinu í yoga-salnum í tímanum í dag.

sunnudagur, 12. nóvember 2006

afmæli

í fyrsta lagi sendi ég afmæliskveðjur til köbenhavn.
Á sama tíma og mér finnst glatað að hafa ekki haft samband við góða vinkonu og óskað henni til hamingju með daginn þá finnst mér það líka ok. Málið er að internetið er staðurinn. Þar fara fram ógrynnin öll af samskiptum vina og allra hinna og þar myndi ég helst hafa haft samband á afmælisdeginum sjálfum við viðkomandi. En.

Ég er bara alltaf á netinu. Straumar þess líðast í kringum líkama minn heima hjá mér, á kaffihúsum, í skólanum. Ég fer á netið nokkrum sinnum á dag í gegnum tölvuna, hlusta, horfi og tjái mig. Ég hef ekkert slæmt um það að segja og elska hraðan aðgang að hvers kyns dóti, en dagar eins og í gær, eru góðir. Þá var ég bara í fríi. Fór ekkert á internetið. Hugsaði samt um það, að ég ætti nú að senda afmæliskveðju. Þannig að internetið var smá með mér, hluti af mér, hugsunum mínum og líkamsstraumrafbylgjum. Ég var semsagt í fríi frá því að setjast gagngert niður fyrir framan tölvuna og pikka, músast, sitja skringilega og stara. Það má alveg nefna að ég átti yndislegan dag og ég sá sólargeisla og fullt af fuglum í trjánum.

Annars er mitt afmæli bráðum á miðvikudaginn. Afmælistónleikar á föstudaginn. Og núna, eftir góðan dag lærdóms og lista ætla ég á fara inn í Drawn Together heiminn as seen on TV.

Ást og friður.

mánudagur, 6. nóvember 2006

flavours are electric

Þessa dagana umlykur mig læri-dómur. Hann er bara frekar góður, með jarðaberjabragði. Veðrið og aðrar ytri aðstæður virka ekki hvetjandi til þess að eyða tíma á götum úti. Best að hlusta á smá PUblic Enemy.

Í gærkvöldi var ég boðuð á barinn sem var þó hressileg tilbreyting. Inn á barinn kom maður, líklega á milli fertugs og fimmtugs. Hann var í gallabuxum og hvítri straujaðri skyrtu, einn á ferð. Þegar hann kom inn fann maður strax að hann var ekki með sjálfum sér, því klukkan var svona um 19-20, og stemningin var mjög róleg. Hann dansaði við stólana, hló upphátt við sjálfan sig, ýtti endurtekið í súluna við barborðið, sullaði með puttunum í vatnsglasinu (þar sem barþjónninn neitaði að afgreiða hann Tekíla), bað ítrekað um áfenga drykki, lét vatn í hárið á sér með höndinni og raðaði barstólunum út á gólf áður en hann dansaði smá meira. Þá notaði barþjónnin mjög sálfræðilega aðferð á manninn til þess að bjóða honum út, því ekki vildi hann notast við líkamlegt afl. Sveppir eða sýra var niðurstaða umræðna eftir að maðurinn gekk sjálfviljugur út. Stuð á sunnudagskvöldi hvítflibbanna.

Annars var þorskur í kvöldmatinn, kaffið er orðið kalt, mér langaði alveg í sígó áðan. Fékk mér einmitt smók í matarboðinu á föstudaginn með bjórnum. Er jafnvel að fara að ganga inn í þá hugarvillu að ég geti alveg fengið mér sígó þegar ég fæ mér í glas... Er þetta algengt eftir rúma 2 mánuði? Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri.

Fór í fyrsta sinn á bókasafnið í Listaháskólanum á Sölvhólsgötu í dag. Þar fann ég margar gersemar þrátt fyrir að bókasafnið sé ótrúlega lítið, the Cultural Study of Music, disruptive divas, music and gender og african american music. Mjög spennó.

annars bið ég að heilsa Hjördísi í dag, annaðhvort fékk ég hugboð, eða bara sendi eitt hér með.
Já maður, vaknaði syngjandi í morgun. How weird is that? Lag sem meikar engan sens og er ekki til skv. bólfélaga mínum. Eins gott að ég sé ekki listamaður sem reiðir sig á drauma sína við framleiðslu sköpunargáfunnar því ekki man ég bofs hvernig lagið hljómar.

Búin að vera með bólur á hægri kinninni upp við hárrót/eyrað í rúma 2 mánuði. Pirrandi. Ætli það tengist hægra og vinstra heilahveli? Af hverju koma þær ekki vinstra megin? Hvaða dæmi leiðir út í þennan stað? Hvaða ójafnvægi er í gangi? unglingabólur my ass. H ha ha ha kannski þarf ég bara að byrja aftur að reykja... ha ha yo terminator... Góðar stundir.