mánudagur, 27. febrúar 2006

what is hip?

hip: a history er sparibókin þessar stundirnar og þar segir blaðamaðurinn og höfundurinn john leland:

It is a dated word, nonconfirmity. In today´s splintered pop culture, it is hard to imagine a norm that anyone might conform to; the very notion is unhip. This marks in part the triumph of hip as a national organizing principle, and in part the inevitable absorbtion of hip into market demographics. Yet in the 1940s, nonconformism still echoed Emerson and Thoreau. In his essay “Self-Reliance”, Emerson prescribed creative individualism against the mediocrity of the masses. “Who so would be a man must be a nonconfirmist”, he wrote. To Emerson, the approval of society was the stamp of the second-rate. “To be great”, by contrast, “is to be misunderstood.” This is a nonconfirmism as a relinquishing of priviledge, opting out of the state in order to shed responsibiltiy for its actions.”

bolla bolla bolla
fékk norska gerbollu fyllta með vanillukremi í skólanum í dag.
Allt kreisí í kjötborðinu í melabúðinni um fjögurleytið. Sprengi sprengi.

sunnudagur, 26. febrúar 2006

break

á lækjartorgi í gær um klukkan 19 lágu margar framlengingarsnúrur tengdar hvor við aðra út úr fröken Reykjavík í ghettoblaster út á torgi. Þar voru þrír dansarar að dansa. Break. Gotudansa? Í áttunda bekk og það var alveg við það að detta í dimmt. Ég stóð og gapti og gaf 141 krónu í hattinn á götunni. 2 strákar og 1 stelpa. Varst þú ekki kennarinn minn? Jú þið eruð frábær. Gerðu þetta líka í fyrradag og fengu 14000 krónur í hattinn. Kunna að bjarga sér og æfa dans eins og aðrir æfa íþróttir, en aðeins einn dansar í einu. I like.

Kveðjustund:
Í þessari stund fá nokkrir kveðjur,
Nýi heimilisandinn í keflavík.
Og útlandabúar, t.d. í skotlandi, englandi, danmörku, bna, lúxemborg og naturlich í þýskalandi.

Er heimurinn rosa lítill?

Afmælisbarninu fannst það ekki fyndið þegar ég spurði hvort hann væri 6 ára (en nían sneri bara öfugt fyrir mér) Verð að fara að taka meira tillit til fólks. Þarf að jafna mig eftir sykurafmælisboðssnittusjokkið.

mánudagur, 20. febrúar 2006

bio

Það er gott að hafa svona leik eins og þennan að neðan. Takk þeir sem hafa gert.

Þær 24 klukkustundir sem ég hef dvalið á skrifstofunni minni í húsinu þessa helgi hafa eftirfarandi setningar heyrst frá mismunandi aðilum:

kk:,, og fyrir ríkinu er ég bara krimmi"
kvk:,, ég hef semsagt sofið í hóruhúsi"
kk: ,,hvað borgarðu af íbúðinni á mánuði?"
kk: ,, við erum nefnilega kærleiksvaktinni" ekki sami og sagði:
kk: .. og eins og segir í annarri mósesbók..."
kvk: ,, ég nenni ekkert að vera að co-a með honum vegna framhjáhaldsins"
kk: ,, ég trúi því að maður getur valið sér bylgjulengd til þess að vera á, jákvæða eða neikvæða"
kk: ,,hún þarf bara að láta ríða sér almennilega"
kk: ,, við í ásatrúarfélaginu viljum fá að gefa samkynhneigða saman"
kvk: .. ég veit ekki hvaða skilaboð Silvía Nótt sendir varðandi sambönd kvenna og karla" (þegar S.N. var nýbúin að segja kærastann sinn Romario, verða brjálaðan ef hún drifi sig ekki út úr viðtalinu í Kastljósi fyrr í kvöld)

Einnig spilaði ég við tvo menn 1 spil af gerðinni Eufrat & Tigris. Vann ekki. Þýskt gæða-borðspil. Kannski heppilegt fyrir nörda. Og fékk borgað fyrir það. Fékk ís að gjöf. Las skóla fullt. T.d. hálfrar blaðsíðu langar setningar frá Bourdieu (þýtt úr frönsku í ensku). Eins sjúskuð og ég er alltaf eftir svona helgar þá er alltaf gott að koma heim og verð að minna mig á að þetta er fín vinna.

sunnudagur, 19. febrúar 2006

hvað finnst þer

um mig?

goður matur

Grænt og hvítt lasagna

2 hausar brokkólí (skorið í munnbita)
1 Zucchini (skorið í sneiðar)
og settir í sjóðandi vatn í 5 mínútur.
Sigtað, og í skál.

1 græn pestó krukka útá.
100 grömm saxaðar furuhnetur
100 grömm saxaðar valhnetur.
Salt og pipar. Allt hrært, þetta er semsagt fyllingin.

Aðaldæmið er bechamel sósan á fínu nafni...
9 dl mjólk í pott.
Útí hana:
1 smátt skorinn laukur
Negulnaglar 3
Timjan
Múskat
salt
pipar
og fleira krydd ef þig langar.
Suðan látin koma upp pínku, tekið af hellunni, lok á og hitinn látinn halda sér í mjólkinni. Ég fattaði þegar þetta var allt að gerast að þetta er kannski bara efnafræði. Það að elda. Og kannski elska...

1 skammtur hugsun af ást og friði og þolinmæði og þakklæti í þetta.

85 gr smjör - brætt í potti sem passar undir mjólkina.
75 gr hveiti sem er bætt hægt út í bráðnað heitt smjörið og alltaf hrært.
Ekkert má brenna.

Sigti - og mjólkin sigtuð. Nú ættu kryddin að vera búin að færa sig yfir í mjólkina (efnafræði?)
Hægt og bítandi hellir maður mjólkinni út í smjör/hveitihræruna.
Hægt.
Þolinmæði.
Hræra.
Alltaf hræra og láta fína deigið??? sem myndast nánast sjóða á milli þess að maður hellir meiri mjólk útí.
Að lokum ættir þú að standa frammi fyrir dásamlegri beigehvítri skrítinni sósu, soldið þykkri.

Lasagna í botninn.
Sósa ofaná.
Græna gumsið.
og svo þar fram eftir götunum...
Efsta lagið er lasagna-sósa-ostur.
Bake till golden...

(fyrir ostunnendur, má láta ost líka á milli, yfir græna dótið)

Næst kemur uppskrift að grænu guacamole...
Ekki núna, því ég var að koma heim úr vinnunni
Kaus Sylvíu einu sinni úr vinnusímanum. Hreinlega varð að fá að taka þátt með atkvæði mínu.

fimmtudagur, 16. febrúar 2006

melting a skynjun

getur það verið að:

1. að það sem maður sér með augunum sé hlutgert og sé ,,þarna úti"
2. að það sem maður heyrir sé persónugert og fari ,,innan í mann"
3. að sjón sé talin ofar en heyrn?

Ef svo er þá gæti menning okkar verið að mismuna skynfærum okkar. Ætla ekki að fara út í lyktarskyn, bragð og snertingu hér. En það lætur mig líka hugsa til þeirrar ofuráherslu sem er á texta (sem verður hlutbundinn í ritum) í stað t.d. verklagskunnáttu í vestræna heiminum, kennslukonan kemur stundum upp í mér varðandi nám ungs fólks. Það sem er innan í okkur tengist líka tilfinningum til dæmis og fáheyrt er að fólk virkilega hlusti á þær, hvað þá sinn innri mann og innsæi. En það fer nú vonandi batnandi og vil ég ekki gera lítið úr þeim sem virkilega hlusta því ég veit að þið eruð til.

Eins og kannski sést! þá er ég að stúdera fyrirbærafræði þessa dagana. Sem leiðir mig að því að performansinn í stað fyrirlesturs með prestinum gekk mjög vel, fékk góðar undirtektir og mjög góðar umræður. Já, þessi upphafning kemur líka fram í orðanotkun og máli eins og sést eins og sést eins og sést, þá er ég alin upp...

Verð að kommentera á orkuátak latabæjar. Er það gott mál, fyrir tímabundna foreldra að fá utanaðkomandi aðstoð við það að ala upp börnin sín á ,,réttu" fæði og skapa tilbúna samverustund með börnunum við að líma miða inn í bók eða er verið að múgæsa, níðast enn meira á börnum sem neytendum og móta alla í sama formið? Hvað með þau börn sem fíla að dunda sér og spila á hljóðfæri?

Drekk te í tíma og ótíma, tek inn svona 5000 grömm af c-vítamíni á dag ásamt því að staupa mig á sólhatti því einhver skratti var við það að taka sér bólfestu í hálsinum mínum. Hann kæri ég mig ekki um að hafa. En þá, fyrst ég er svona rosalegur pælari, er skrattinn ekki tilkominn vegna einhverja andlegra krankleika, stresss, mataræðis? Veit ekki.

Rosalegur vindur hérna í höfuðborginni.
Góða nótt.

föstudagur, 10. febrúar 2006

lotteri

var ekkert að vinna neinn vinning en ég er bara ýkt heppin týpa.
Þar sem sunnudagar eru blómavökvunardagar er ég að spá í að gera föstudaga að sundferðardögum. Það er langt síðan ég fór í sund. Verð bara að fara... hvað er það?

Vantar líka gömlu orðabókina í tölvuna mína, hún fór með gamla word og einhver ný dúndur www týpa kom í staðinn sem ég fíla bara ekki jackshit.
Epistemology anyone...

Hef ákveðið að flytja látbragðsgjörning í stað fyrirlesturs í kenningartíma á mánudaginn. Umræður á eftir. Þarf að redda andlitsmálningu fyrir prestinn (sko alvöru) sem ætlar að gera þetta með mér. I dig.

miðvikudagur, 8. febrúar 2006

gaman að leika

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
The body shop
Hótelkona í afgreiðslu og öllu mögulegu
Liðveisla hjá Félagsþjónustunni
Mötuneytiskona

4 bíómyndir sem ég get horft á oft:
Spirited Away
Síðan er ég bara ekkert að horfa meir...

4 staðir sem ég hef búið á:
Selbraut 80
Valhúsabraut
9, rue laurent fauchier
6210 Allan Street

4 tv þættir sem ég digga:
24
weeds
the sex inspectors
tommi og jenni

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Seyðisfjörður
Cape Breton eyja í Nova Scotia
Disneyland
París

4 staðir í vefheimum sem ég heimsæki reglulega:
alls konar blogg meira en 4, inn á tengla mína og síðan inn á suma aðra þar í gegn.
tölvupóstur.
Banki.
og síðan kann ég voða lítið að hanga á netinu.

4 týpur af mat sem ég held uppá:
te
grjónagrautur
popp
súkkulaði

4 staðir sem ég vildi helst vera núna:
úti í geimnum með geimverunni
á honolulu með blómakrans
í Alaska,
Á Péturstorginu.

4 bloggarar sem ættu að gera svona lista því það er gaman:
Særún
Gugga
Thelma
Gylfi

Sá Caché í kvöld. Les bækurnar Hip: the history. My life with Bob Marley eftir Ritu M. Anthropological Theory: Issues in Epiestemology (=sem mér vantar þýðingu á). Og er að fara að lesa Anthropological Locations. Einbúinn er aftur orðinn einn. Sem er fínt, nú var auðveldara að detta inn í það... segi ég 24 tímum seinna, en við sjáum hvað setur.

þriðjudagur, 7. febrúar 2006

gluggun

Ég hlæ þegar hún gengur niður götuna og skimar. Stoppar, lyftir fætinum tígullega upp á vel valinn stað og reimar. Ég fyllist undrun þegar hann gengur niður götuna borðandi júmbó-samloku. Plastið liðast af samlokunni og fellur á götuna þar sem það dansar fyrir framan hann í nokkra stund án þess að hann taki það upp, en borðar samlokuna með bestu lyst.

fimmtudagur, 2. febrúar 2006

auglysing

væri ekki tilvalið að skella sér á tónleika í kvöld... hvað er svosem annað að gerast? nýjar upplifanir eru yfirleitt af því góða ekki satt?
Fimmtudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan tíu spilar Seabear, Jakobínarína og Kimono.
Föstudagskvöld í Hellinum klukkan átta, Tónlistarþróunarmiðstöðinni úti á granda = meira hardcore. I adapt, leyni (skemmtilegt) og kimono. All ages show.
Út með þig...