jahérna hér. Hélt að ég væri að fara að hlusta á nýjustu Cinematic Orchestra en allt kom fyrir ekki. Hér er margt að gerast enda lögboðið vor fyrst sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn. Nýjir einstaklingar hafa fæðst í þennan heim sem ég hlakka ógurlega til að kynnast. Velkomin í heiminn Emily og Moritz. 2 fersk krútt í Kanada til viðbótar. Mig langar til að fara og sjá vorbörnin í Húsdýragarðinum. Meeee. Baaaa.
Sinfóníutónleikar fjölskyldunnar þetta misserið voru sl.laugardag með SÍ og Maxímús Músíkmús. Fyrsta átrúnaðargoðið?
Vinnuvikan mín er ánægjuleg. Best er þó hvað hún líður hratt. Það er gaman og í gær lágum við á gólfinu í slökun og sólin skein inn um þakgluggana. Heví næs. Face er samt aðalorðið. Fail er líka svolítið að koma inn. Nemendur reyna að nota Face við öll möguleg tækifæri þó þau yngri skilji ekki alveg út á hvað orðatiltækið gengur.
Hér fer fram líkamleg-, tilfinningaleg- og hugarhreinsun sem virkar vel svona á vordögum þegar vindarnir blása og eldgosið gýs og askan svífur. Ég svíf.
Hlýddi á 2 erindi nýlega um vistvænan femínisma. Ég vil vera vistvæn. Er femínisti. Núna bíður mín tebolli og grein um fegurð í fyrirbærafræðilegum og femínískum skilningi. Lifið heil.
þriðjudagur, 20. apríl 2010
miðvikudagur, 24. mars 2010
lítil afrek
Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Smá yoga á stofugólfinu í morgunsárið. Notaleg hafragrautssamvera og síðan út í skóla. Við röðuðum í stafrófsröð, orðunum sem við vorum að vinna með úr drekasögunni. Svaraði e-mail. Töluðum um þegar Jesús var handtekinn og Júdas Ískaríot sem sveik hann með kossi. Töluðum um eilífðina og endurfæðinguna, vorið og eggin og byrjuðum á páskaföndurskransi í kjölfarið. Átti fund með foreldra, annan með samkennara. Kenndi tölvur og tæknimennt í tvo tíma og komst m.a. að því að gott skipulag gerir allt betra fyrir mig. Fór á kennarafund og fékk köku. Fór heim og þvoði þvott. Hugsaði um hvað barnið skyldi heita. Hringdi til að stuðla að endurnýtingu barnafata. Út á leikskóla og síðan út í garð að tína köngla sem þekja grasflötina eftir storminn. Blés úr tveimur eggjum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá leikskólakennurunum. Horfði út um gluggann og fékk mér rúsínu með s. sem var klóruð til blóðs í dag. Var þarna búin að þrífa sárin og bera smyrsl á. Horfði á parta úr Jungle Book á milli þess sem ég las blaðið og e-mail. Komst að því þegar a. kom heim að barnið heitir Anna Lee Mason. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn í Kanada, velkomin í heiminn. Borðaði chili pasta. Kúrði á teppinu með fjölskyldunni. Gekk frá eldhúsinu og bakaði brauð. Nú Ali Farka Touré á fóninum og sjónvarpsgláp í startholunum.
Þessi færsla er tileinkuð bróður d. sem ég er svo stolt af og vinum mínum sem hjálpa mér að sjá ljósið. ást og friður.
Þessi færsla er tileinkuð bróður d. sem ég er svo stolt af og vinum mínum sem hjálpa mér að sjá ljósið. ást og friður.
mánudagur, 8. mars 2010
píkur og snjór
8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti - áfram konur og líka karlar! Kominn tími á nýtt hugsunarferli þar sem t.d. konur og menn bræðast saman í verur sem hafa bæði ,,kvenkyns- og karlkyns eiginleika" ef þeir verða enn fyrir hendi í framtíðinni (sem ég vona ekki) og t.d. að hugtakið ofbeldi gegn konum verði gamaldags hugtak sem var notað þegar heili mannkynsins náði ekki lengra... Friður fyrir alla. Er að byrja að lesa Á mannamáli sem ég nældi mér í á markaðinum ásamt Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn og Hjómið eitt. Mæli síðan með nýja dagblaðinu Róstur. Róstur-róstur-róstri-róstra? Róstur - róstur - róstrum - róstra?
Í þessu augnabliki þegar snjórinn hefur bráðnað hefur vorandinn blásið í mig nýju lífi. Fyllir mig von um vor. Sóldýrkandinn með vörn 30. Svo hlakka ég til tónleika kimono í Íslensku Óperunni á fimmtudaginn. Láttu sjá þig!
Í þessu augnabliki þegar snjórinn hefur bráðnað hefur vorandinn blásið í mig nýju lífi. Fyllir mig von um vor. Sóldýrkandinn með vörn 30. Svo hlakka ég til tónleika kimono í Íslensku Óperunni á fimmtudaginn. Láttu sjá þig!
miðvikudagur, 10. febrúar 2010
febrúarhrím
Vindurinn feykir vetrinum á brott. Vindurinn minn feykir mér aftur í skólann. Í þetta sinn grunnskólann sem er a.m.k. frá árinu 1909. Nú í hlutverki umsjónarkennara með margt á sínum snærum. Nýtt fólk, nýir draugar, ný saga. Ég er mjög spennt og hlakka til. Skólabjallan hringir eftir hvern tíma og inn í þann næsta eftir hlé. Býð vind tímans velkominn að vera með mér.
Nýjustu afrek afkvæmisins eru að kunna að segja heimilisfangið sitt, telja upp á 10 og syngja endalaust. Að gráta er henni hugleikið þessar vikurnar. Móðurmálsblöndu má stundum greina eins og í: Dog þarna. Hún fer sjaldan í bað og er alveg frábær að öllu leyti. Nema þegar nei nei nei nei nei er þulið upp í belg og biðu og þegar hún tekur öskurköst sem yfirleitt má auðveldlega afvegaleiða.
Síðan bíð ég spennt eftir að heyra nýju Massive Attack plötuna. Annars er það bara eldhúsið sem bíður mín núna og undrauppþvottavélin sem þvær og þurrkar án þess að blikna.
Ást og friður.
Nýjustu afrek afkvæmisins eru að kunna að segja heimilisfangið sitt, telja upp á 10 og syngja endalaust. Að gráta er henni hugleikið þessar vikurnar. Móðurmálsblöndu má stundum greina eins og í: Dog þarna. Hún fer sjaldan í bað og er alveg frábær að öllu leyti. Nema þegar nei nei nei nei nei er þulið upp í belg og biðu og þegar hún tekur öskurköst sem yfirleitt má auðveldlega afvegaleiða.
Síðan bíð ég spennt eftir að heyra nýju Massive Attack plötuna. Annars er það bara eldhúsið sem bíður mín núna og undrauppþvottavélin sem þvær og þurrkar án þess að blikna.
Ást og friður.
laugardagur, 23. janúar 2010
púslið
Margir hlutar úr púslinu hafa nú smollið saman. Samvera og samskipti okkar S.M.M. eru enn sem áður í stöðugri þróun og endurnýjun, en tempóið sem hefur skapast er gott. Hún er að verða meiri einstaklingur. Einkar ánægjulegt að fylgjast með því. Heill sé henni á morgun, 2ja ára. Ef til vill urðu þessi tímamót okkar í kjölfar búsetuflutnings sem gefur óneitanlega öllum í fjölskyldunni meira rými sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Stórfenglegt.
Vegna alls þess góða sem umlykur mig er ég orðin endurvinnslufrúin til heiðurs umhverfinu og náttúrunni. Nú er blá pappírstunna í garðinum sem allur daglegur pappír + fernur fer í og önnur tunna fyrir rusl (annað en pappír, gler, plast, ál) og það er strax mikill munur á fjölda ruslapoka. Þetta er gaman og ég vil gera meira. Eitt skref í einu. Sé samt alveg moltugerð úr lífrænum úrgangi í garðinum í sumar.
Veðrabrigðin í Janúar hafa verið með ólíkindum. Það er spennandi en jafnfræmt ógnvekjandi að vera í miðri klíð þegar jörðin er að kljást við áhrif hlýnunarinnar. Er ekki búin að sjá Avatar en mig langar pínu en mig langar ekki neitt á Facebook. Afmælisundirbúningur í fullum gangi. Gleði og hlýja og ilmandi ilmur úr eldhúsinu.
Vegna alls þess góða sem umlykur mig er ég orðin endurvinnslufrúin til heiðurs umhverfinu og náttúrunni. Nú er blá pappírstunna í garðinum sem allur daglegur pappír + fernur fer í og önnur tunna fyrir rusl (annað en pappír, gler, plast, ál) og það er strax mikill munur á fjölda ruslapoka. Þetta er gaman og ég vil gera meira. Eitt skref í einu. Sé samt alveg moltugerð úr lífrænum úrgangi í garðinum í sumar.
Veðrabrigðin í Janúar hafa verið með ólíkindum. Það er spennandi en jafnfræmt ógnvekjandi að vera í miðri klíð þegar jörðin er að kljást við áhrif hlýnunarinnar. Er ekki búin að sjá Avatar en mig langar pínu en mig langar ekki neitt á Facebook. Afmælisundirbúningur í fullum gangi. Gleði og hlýja og ilmandi ilmur úr eldhúsinu.
laugardagur, 16. janúar 2010
Nýtt tungl
Lamb í holu
Nauðsynlegt við eldamennskuna:
Lambalæri
Slétt yfirborð
Skóflu
Steina neðst í holu
Álpappír sem lærunum er margvafið inní eftir að það er búið að marinera lærin í einhverjum gordjöss jurtum og olíu.
Kol
Kolavökva
Góða hanska til þess að tína kartöflur uppúr holu og snúa læri.
1. Grafa holu. Geyma torfuna fyrir lok.
2. Steinar neðst
3. Álpappír
4. Góð Kol (5 pokar f. 3 læri) 1 kolapokinn er látinn í holuna í bréfpokanum, sem nýtist sem eldkveikur
5. 1 l kolavökvi
6. Kveikt í eftir að kolavökvinn hefur vætt kolin. Kol eiga að vera a.m.k. grá, jafnvel rauð áður en lamb er sett á og holu lokað með torfunni sem var skorin til við gerð holu.
7. Lamb og kartöflur sett á kolin á sama tíma. Lambi snúið á 20 mínútna fresti 3svar sinnum / eða lambi snúið 2svar sinnum á 30 mínútna fresti. Gott að hafa kjöthitamæli.
Ég get svarið það að mér finnst nánast vera vor. Þannig gæti maður næstum því gert uppskriftina hér að ofan, þó meiri sé stemmarinnn að gera hana á sumrin. Var sumsé að afrita þessa uppskrift úr dagbók 2009 í annað haldbærara form. Get látið mig hlakka til að grafa lamb í holu 2010.
Gleðilegt nýtt ár.
Nauðsynlegt við eldamennskuna:
Lambalæri
Slétt yfirborð
Skóflu
Steina neðst í holu
Álpappír sem lærunum er margvafið inní eftir að það er búið að marinera lærin í einhverjum gordjöss jurtum og olíu.
Kol
Kolavökva
Góða hanska til þess að tína kartöflur uppúr holu og snúa læri.
1. Grafa holu. Geyma torfuna fyrir lok.
2. Steinar neðst
3. Álpappír
4. Góð Kol (5 pokar f. 3 læri) 1 kolapokinn er látinn í holuna í bréfpokanum, sem nýtist sem eldkveikur
5. 1 l kolavökvi
6. Kveikt í eftir að kolavökvinn hefur vætt kolin. Kol eiga að vera a.m.k. grá, jafnvel rauð áður en lamb er sett á og holu lokað með torfunni sem var skorin til við gerð holu.
7. Lamb og kartöflur sett á kolin á sama tíma. Lambi snúið á 20 mínútna fresti 3svar sinnum / eða lambi snúið 2svar sinnum á 30 mínútna fresti. Gott að hafa kjöthitamæli.
Ég get svarið það að mér finnst nánast vera vor. Þannig gæti maður næstum því gert uppskriftina hér að ofan, þó meiri sé stemmarinnn að gera hana á sumrin. Var sumsé að afrita þessa uppskrift úr dagbók 2009 í annað haldbærara form. Get látið mig hlakka til að grafa lamb í holu 2010.
Gleðilegt nýtt ár.
miðvikudagur, 23. desember 2009
ljósahátíðin
Elsku vinir nær og fjær. Jólakortið í ár er þetta:
Megi hátíðarnar vera ykkur friðsælar.
Og síðan er alltaf plús að vera svona heppin eins og ég að hafa nóg að borða, hita, ljós og vatn og ást. Og auðvitað stemning að fá pakka. Gleði í poka frá leikskólaeinstaklingnum sem ég deili lífinu með. Fyrsta utanaðkomandi gjöfin til mömmu. Ný hlutverk hlaðast á mig og ég kasta gömlum á áramótunum. Brenni þau kannski með eldinum. Já, ég er dreki. Sporðdreki.
Að öðru jólastússi. Þá eru óopnuð jólakort í eldhúsinu. Veit ekki hvenær við búum til reglu um þau, en það er þó búið að opna nokkur snemmborin. Nú er ráð að ganga rösklega til verka, pakka inn jólagjöfum, fara í ísskápinn, ná sér í bita og njóta.
Gleðileg jól.
ak
Megi hátíðarnar vera ykkur friðsælar.
Og síðan er alltaf plús að vera svona heppin eins og ég að hafa nóg að borða, hita, ljós og vatn og ást. Og auðvitað stemning að fá pakka. Gleði í poka frá leikskólaeinstaklingnum sem ég deili lífinu með. Fyrsta utanaðkomandi gjöfin til mömmu. Ný hlutverk hlaðast á mig og ég kasta gömlum á áramótunum. Brenni þau kannski með eldinum. Já, ég er dreki. Sporðdreki.
Að öðru jólastússi. Þá eru óopnuð jólakort í eldhúsinu. Veit ekki hvenær við búum til reglu um þau, en það er þó búið að opna nokkur snemmborin. Nú er ráð að ganga rösklega til verka, pakka inn jólagjöfum, fara í ísskápinn, ná sér í bita og njóta.
Gleðileg jól.
ak
miðvikudagur, 9. desember 2009
litlir kassar
Bara 17 kassar eftir til að taka upp.
Kannski ætti ég að gera 1 á dag til jóla... en þá yrðu 2 eftir.
Annars er jólaserían komin upp í setustofunni og ég búin að kaupa í konfekt. Mér finnast þessir dagar notalegir þegar dagsljósið lifir ekki lengi og maður getur notið kertaljóssins. Síðan er það bara gleði og gaumur í hjarta mínu og nýja plata kimono er flott, Easy music for difficult people.
Ljós og friður.
Kannski ætti ég að gera 1 á dag til jóla... en þá yrðu 2 eftir.
Annars er jólaserían komin upp í setustofunni og ég búin að kaupa í konfekt. Mér finnast þessir dagar notalegir þegar dagsljósið lifir ekki lengi og maður getur notið kertaljóssins. Síðan er það bara gleði og gaumur í hjarta mínu og nýja plata kimono er flott, Easy music for difficult people.
Ljós og friður.
mánudagur, 30. nóvember 2009
Kertaljós
Gamlir veggirnir hafa verið málaðir. Þrekvirki. En ég er góður málari. Svo finnst mér líka mjög gaman að mála. Í nýafstöðnum flutningum hafði ég mottóið This is a simple move til hliðsjónar. Það virkaði vel. Enda umlykur okkur fjölskylduna ekkert nema gott fólk sem finnst gaman að hjálpa og taka þátt í mikilvægum breytingum fjölskyldunnar. Án ykkar hefði flutningurinn ekki verið eins smooth. Takk fyrir okkur. Mér finnst líka gaman að deila þessum breytingum með ástvinum. Nýtt rými til athafna. Stórkostlegt.
Hér er ég semsagt stödd við gamla eldhúsborðið í algjörlega nýju samhengi. Vá hvað það er gaman. Nýjir litir, ný horn, ný loft, nýjir gluggar, nýjar hurðir, nýtt klósett, nýtt eldhús og ný gleði.
Á morgun verður skápurinn olíuborinn. Kannski ég ryksugi uppúr honum fyrst. Dæmi um dæmigerðar hugsanir nýbakaðrar flutningskonu. Aðlögun fjölskyldumeðlima gengur vel. Sá yngsti sefur nú aðra nóttina sína vært í eigin herbergi. Mjög gott mál. Rými til að stækka á alla kanta.
Allt gott og blessað héðan frá kertaljósinu. Gleðilegan jólaundirbúning.
Hér er ég semsagt stödd við gamla eldhúsborðið í algjörlega nýju samhengi. Vá hvað það er gaman. Nýjir litir, ný horn, ný loft, nýjir gluggar, nýjar hurðir, nýtt klósett, nýtt eldhús og ný gleði.
Á morgun verður skápurinn olíuborinn. Kannski ég ryksugi uppúr honum fyrst. Dæmi um dæmigerðar hugsanir nýbakaðrar flutningskonu. Aðlögun fjölskyldumeðlima gengur vel. Sá yngsti sefur nú aðra nóttina sína vært í eigin herbergi. Mjög gott mál. Rými til að stækka á alla kanta.
Allt gott og blessað héðan frá kertaljósinu. Gleðilegan jólaundirbúning.
föstudagur, 2. október 2009
bláberjarokk
Undrin gerast í eldhúsvaskinum.
Til þess að ná bláberjablettum úr fötum gerði ég eftirfarandi með undraverðum árangri:
1. sjóða vatn í katli
2. taka flíkina og strengja yfir skál, þannig að efnið er strekkt, gott að nota teygju til að festa.
3. hella sjóðandi vatninu úr hárri bunu beint á blettinn, láta renna vel og muna að hafa bununa hátt uppi.
4. endurtaka nokkrum sinnum þar til bletturinn hverfur. Ég notaði svona 3 katla af vatni á nokkra bletti.
5. þvo flíkina strax í vél.
Einföld húsráð fyrir einfalda náttúrulega bletti.
Ást og gleði og friður til ykkar. Góða helgi.
Til þess að ná bláberjablettum úr fötum gerði ég eftirfarandi með undraverðum árangri:
1. sjóða vatn í katli
2. taka flíkina og strengja yfir skál, þannig að efnið er strekkt, gott að nota teygju til að festa.
3. hella sjóðandi vatninu úr hárri bunu beint á blettinn, láta renna vel og muna að hafa bununa hátt uppi.
4. endurtaka nokkrum sinnum þar til bletturinn hverfur. Ég notaði svona 3 katla af vatni á nokkra bletti.
5. þvo flíkina strax í vél.
Einföld húsráð fyrir einfalda náttúrulega bletti.
Ást og gleði og friður til ykkar. Góða helgi.
miðvikudagur, 30. september 2009
In the infinity of life where I am,
all is perfect, whole, and complete. My life is ever new.
Each moment of my life is new and fresh and vital.
I use my affirmative thinking to create exactly what I want.
This is a new day. I am a new me.
I think differently. I speak differently. I act differently.
Others treat me differently.
My new world is a reflection of my new thinking.
It is a joy and a delight to plant new seeds,
For I know these seed will become my new experiences.
All is well in my world.
Louise L. Hay: You Can Heal Your Life.
all is perfect, whole, and complete. My life is ever new.
Each moment of my life is new and fresh and vital.
I use my affirmative thinking to create exactly what I want.
This is a new day. I am a new me.
I think differently. I speak differently. I act differently.
Others treat me differently.
My new world is a reflection of my new thinking.
It is a joy and a delight to plant new seeds,
For I know these seed will become my new experiences.
All is well in my world.
Louise L. Hay: You Can Heal Your Life.
fimmtudagur, 24. september 2009
appelsínugult dúndur frá Japan
2 rifnar gulrætur
2 mtsk. hrísgrjónaedik eða eitthvað annað edik
2 mtsk. vatn
1 mtsk. soya sósa
1/2 tsk. sesam olía
2 cm Rifin engiferrót -
Allt í mixer og úr verður gómsætt appelsínumauk sem er frábært sem saladdressing. Hægt að bæta við pínu mjúku tofu til að fá meiri pung í dæmið. Dressingin geymist í viku ef maður er ekki með tofu í henni. Slurp.
Annars er ég bara í réttum og fíla það vel.
Gleði og friður.
2 mtsk. hrísgrjónaedik eða eitthvað annað edik
2 mtsk. vatn
1 mtsk. soya sósa
1/2 tsk. sesam olía
2 cm Rifin engiferrót -
Allt í mixer og úr verður gómsætt appelsínumauk sem er frábært sem saladdressing. Hægt að bæta við pínu mjúku tofu til að fá meiri pung í dæmið. Dressingin geymist í viku ef maður er ekki með tofu í henni. Slurp.
Annars er ég bara í réttum og fíla það vel.
Gleði og friður.
fimmtudagur, 13. ágúst 2009
síðsumarspistill
Sumargæfan 2009 felst í því að sumarfríið mitt framlengist fram í september með því að dvelja á eyjunni Cape Breton í 3 vikur. Rólega magnast spennan. Sé fyrir mér að reyna að ná bláma vatnsins á pappír. Sé fyrir mér nóg af eldi. Nóg af jörð og nóg af lofti. Rými til að anda. Kvöldið eftir annað kvöld sofna ég á eynni. Enginn er eyland. Sú hugmynd hefur einmitt tekið breytingum hjá mér síðan ég var með Maðurinn er alltaf einn á heilanum. Nú er öldin önnur. Bókstaflega.
Alpha og Omega á fóninum. Mæli með nýútkominni plötu bróður míns, Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar. Umslagið er fyrir augað og fer vel í hendi. Tónlistin fer vel í eyrum. Sérstaklega ef þér dáið djass. Mér finnst djass stundum erfiður en ég get líka átt ómótstæðilega djúsí móment með honum. En ég hallast að hugtakinu ást og segi því köld: ég elska djass.
Ein mamman sem ég hitti stundum úti á róló er ofursvöl og fer í djassballet. Annars er maður ekkert mikið að bonda svona á dýpra leveli við foreldra og forráðamenn barnanna á róló. Þetta er alveg búið að vera rólósumarið mikla, góð kynning á því sem koma skal. Næsta sumar vonast ég til að geta verið á bekknum. Bekknum á róló.
Ali Baba á Ingólfstorgi er núna uppáhaldsveitingastaðurinn minn. Innflutt Baklava nammigott í boxi á 350 kall. Hentug tækifærisgjöf. Spari fékk ég chili-heitt sushi í take-out á Sushismiðjunni niðri á höfn. Athugið sumarfríið er framlengt. 4 bækur komnar í töskuna. Jii hvað ég er spennt. Vonast til að fara sem minnst í tölvu. Bara vera.
Alpha og Omega á fóninum. Mæli með nýútkominni plötu bróður míns, Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar. Umslagið er fyrir augað og fer vel í hendi. Tónlistin fer vel í eyrum. Sérstaklega ef þér dáið djass. Mér finnst djass stundum erfiður en ég get líka átt ómótstæðilega djúsí móment með honum. En ég hallast að hugtakinu ást og segi því köld: ég elska djass.
Ein mamman sem ég hitti stundum úti á róló er ofursvöl og fer í djassballet. Annars er maður ekkert mikið að bonda svona á dýpra leveli við foreldra og forráðamenn barnanna á róló. Þetta er alveg búið að vera rólósumarið mikla, góð kynning á því sem koma skal. Næsta sumar vonast ég til að geta verið á bekknum. Bekknum á róló.
Ali Baba á Ingólfstorgi er núna uppáhaldsveitingastaðurinn minn. Innflutt Baklava nammigott í boxi á 350 kall. Hentug tækifærisgjöf. Spari fékk ég chili-heitt sushi í take-out á Sushismiðjunni niðri á höfn. Athugið sumarfríið er framlengt. 4 bækur komnar í töskuna. Jii hvað ég er spennt. Vonast til að fara sem minnst í tölvu. Bara vera.
laugardagur, 25. júlí 2009
8 8 23 28 32 32
voru lottótölurnar sem ég veðjaði á í dag fyrir 1000 krónur. Ég veðjaði líka á gleði og gaman í sundi og í miðbænum í dag. Tapaði engu. Í miðbænum biðu líka eftir mér skór. Svona gerast kaupin á eyrinni stundum. Fór aðeins á tónleika á hjartatorginu í dag. Þar fannst mér vera samankomið fyrrverandi sirkús-fólk með barnavagna. Kannski tók ég bara svona mikið eftir því þar sem ég var með einn slíkan.
BRRuuuuummm Brruuum.
bababa = banana /i hjá afkvæminu um þessar mundir. Síðan er eins og orðin komist í tísku um stundarsakir og önnur taka við. Pizza í ofninum og ég á nýju skónum.
Kveðjustundin:
Gleði og friður til Seyðisfjarðar, í Þistilfjörð, til Suður-Frakklands (í megahitann) og að sjálfsögðu upp á Hrafnistu til ömmu sem átti afmæli í gær.
BRRuuuuummm Brruuum.
bababa = banana /i hjá afkvæminu um þessar mundir. Síðan er eins og orðin komist í tísku um stundarsakir og önnur taka við. Pizza í ofninum og ég á nýju skónum.
Kveðjustundin:
Gleði og friður til Seyðisfjarðar, í Þistilfjörð, til Suður-Frakklands (í megahitann) og að sjálfsögðu upp á Hrafnistu til ömmu sem átti afmæli í gær.
þriðjudagur, 7. júlí 2009
sunnudagur, 31. maí 2009
Tímaleysi og ferðafrelsi
Gott að batteríið kláraðist í klukkunni á eldhúsveggnum. Það hefur gert mér kleift að njóta dagsins með ákveðnu frelsi frá tímanum. Samt er ég búin að standa mig að því margoft að líta upp eftir tímanum, þó batteríin séu búin og klukkan á hvolfi á kommóðunni.
Hvað ferðafrelsið varðar finnst mér frábært að foreldrar mínir taki glaðir við barnabarninu yfir nótt og fram á næsta dag því þá getum við skötuhjú verið saman, frjáls ferða okkar, eins og t.d. á föstudaginn á tónleikum og í tveimur partíum. Mér finnst math-rokk skemmtilegt og hafði mjög gaman af hljómsveitinni Me, The Slumbering Napoleon. Og ég og barnið lærum líka aðra hluti í annarra manna húsum sem hlýtur bara að vera gott mál.
Gleði og friður.
Hvað ferðafrelsið varðar finnst mér frábært að foreldrar mínir taki glaðir við barnabarninu yfir nótt og fram á næsta dag því þá getum við skötuhjú verið saman, frjáls ferða okkar, eins og t.d. á föstudaginn á tónleikum og í tveimur partíum. Mér finnst math-rokk skemmtilegt og hafði mjög gaman af hljómsveitinni Me, The Slumbering Napoleon. Og ég og barnið lærum líka aðra hluti í annarra manna húsum sem hlýtur bara að vera gott mál.
Gleði og friður.
mánudagur, 25. maí 2009
Kona gengur niður götuna. Klædd í smart föt, milli 40 og 50 ára. Ég lít aftur út og þá er hún að bjástra við rúðuna á bíl í götunni og ég áleit sem svo að hún væri að fjarlægja stöðumælasekt af bílnum sínum áður en hún hélt af stað. Ekki var það svo. Hún fer að næsta bíl sem er bíll nágranna míns og bjástrar við rúðuþurrkurnar, skilur þær eftir uppistandandi og gengur sína leið.
Já ýmislegt hægt að gera í bítið á mánudagsmorgnum.
Já ýmislegt hægt að gera í bítið á mánudagsmorgnum.
fimmtudagur, 14. maí 2009
rolo
Bræðraborgarstígur / Túngata
2 rólur í góðu standi
Kastali með rennibraut í stóran sandkassa
Vegasalt
Fjögurralaufasmára- jafnvægisgormur
2 bekkir mót suðri á steyptum sökkli – mjög traustir
Ruslafata – mjög nauðsynlegt fyrirbæri nema í þetta skiptið var hún yfirfull.
Gott rými
Update: búin að heimsækja þennan 2x aftur og enn var ruslið fullt og almennt soldið sóðó.
Grjótagata / Mjóstræti
Fínn bekkur
Rólur 2
Hús
Eftir að mynd af fólki að eðla sig birtist á netinu hérna um árið í þessu barnahúsi er ég ekkert of spennt að fara að leika þarna...
Landakotstún
Stórar ruslafötur
1 bekkur, vantar fleiri.
Konan með skeggið og enskumælandi með þýskum hreim eldri konan með staf.
2 rólur
1 vegasalt
1 lítil rennibraut
Mölin í kringum leiksvæðið fín, tekur athylgina frá ruslinu sem í henni leynist....
Freyjugata
Hreinleg möl?
1 bekkur
Engin ruslafata
Fín tæki:
Kastalinn góður
2 rólur
1 vegasalt
sandkassi
Jafnvægistæki sem S.MM fanst m jög gaman að, sat í miðjunni og lét mig um að hrista tækið.
Þrátt fyrir að allt grænt umhverfi vantar þá virtist þessi róló bara nokkuð góður, enda fórum við mæðgur yfir í garð Einars Jónssonar til að snæða matarkexið eftir viðburðaríkan dag í kastalanum.
Annars eru fleiri róló-ar sem ég á eftir að fjalla um, bíðið spennt! Síðan er síðan líka í viðgerð. Nýtt útlit birtist vonandi brátt... Hafið það gott í þessu fallega vori.
2 rólur í góðu standi
Kastali með rennibraut í stóran sandkassa
Vegasalt
Fjögurralaufasmára- jafnvægisgormur
2 bekkir mót suðri á steyptum sökkli – mjög traustir
Ruslafata – mjög nauðsynlegt fyrirbæri nema í þetta skiptið var hún yfirfull.
Gott rými
Update: búin að heimsækja þennan 2x aftur og enn var ruslið fullt og almennt soldið sóðó.
Grjótagata / Mjóstræti
Fínn bekkur
Rólur 2
Hús
Eftir að mynd af fólki að eðla sig birtist á netinu hérna um árið í þessu barnahúsi er ég ekkert of spennt að fara að leika þarna...
Landakotstún
Stórar ruslafötur
1 bekkur, vantar fleiri.
Konan með skeggið og enskumælandi með þýskum hreim eldri konan með staf.
2 rólur
1 vegasalt
1 lítil rennibraut
Mölin í kringum leiksvæðið fín, tekur athylgina frá ruslinu sem í henni leynist....
Freyjugata
Hreinleg möl?
1 bekkur
Engin ruslafata
Fín tæki:
Kastalinn góður
2 rólur
1 vegasalt
sandkassi
Jafnvægistæki sem S.MM fanst m jög gaman að, sat í miðjunni og lét mig um að hrista tækið.
Þrátt fyrir að allt grænt umhverfi vantar þá virtist þessi róló bara nokkuð góður, enda fórum við mæðgur yfir í garð Einars Jónssonar til að snæða matarkexið eftir viðburðaríkan dag í kastalanum.
Annars eru fleiri róló-ar sem ég á eftir að fjalla um, bíðið spennt! Síðan er síðan líka í viðgerð. Nýtt útlit birtist vonandi brátt... Hafið það gott í þessu fallega vori.
laugardagur, 2. maí 2009
húslesturinn
Bækurnar hafa verið vinkonur mínar að undanförnu og verða það líklega áfram því ég er með eintak af The Girl with the Dragon Tattoo/Karlar sem hata konur sem bíður lestrar.
Núna er það aftur á móti The Great Gatsby e. F. Scott Fitzgeral frá New York Ameríku í kringum 1920. Ég er búin að ætla mér það lengi að lesa þessa bók og fann núna frið til þess. Lifandi lýsing á lífi auðmanna þess tíma þar sem konurnar voru í ólíkum kjólum yfir daginn. Ég er svona hálfnuð og enn hefur bókin ekki hrifið mig sérstaklega, nema fyrir samfélagslýsingarnar.
Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði þríleik þar sem hver ótengd saga fjallar um ólík trúarbrögð. Óskar og bleikklædda konan. Herra Ibrahim og blóm Kóransins. Milarepa. Nú hefur Bjartur gefið þennan þríleik út í einu hefti. Mjög stílhreinar sögur og falleg frásögn. Tilvalið fyrir pælarann!
Dave Eggers - What is the What?
Í formála er tekið fram að þessi frásögn gæti verið kölluð ævisaga, en að gefnu tilefni er hún skáldsaga. Tilefnið er að enn í dag eru margar sögupersónurnar bráðlifandi, fyrrverandi flóttafólk, núverandi flóttafólk, morðingjar, hermenn og margir aðrir sem upplifðu það að vera í Súdan í kringum 1990 og áfram. Þetta er saga manns sem byrjar í Súdan hvar þorpið hans er brennt og hann hrekst á flótta ásamt þúsundum ungra drengja. Foreldralausir ganga þeir frá Súdan og enda í flóttamannabúðum í Kenýa. Við erum að tala um hljóð næturinnar á sléttunum, drengi sem hverfa í gin ljónanna, marga líkfundi á veginum og ofbeldi af verstu sort. Söguhetja ver æsku sinni í flóttamannabúðum í a.m.k. 13 ár og fær síðan hæli í Atlanta, B.N.A. Hvílíkt þakklæti sem maður upplifir við lesturinn og mannlegur ömurleikinn og þjáningin birtast í öllu sínu veldi. Crazy saga, mjög þörf lesning.
Í spilaranum er það síðan Without Sinking Hildar Guðnadóttur. Mögnuð.
Þetta var menningarsjokk dagsins. Lifið heil.
Núna er það aftur á móti The Great Gatsby e. F. Scott Fitzgeral frá New York Ameríku í kringum 1920. Ég er búin að ætla mér það lengi að lesa þessa bók og fann núna frið til þess. Lifandi lýsing á lífi auðmanna þess tíma þar sem konurnar voru í ólíkum kjólum yfir daginn. Ég er svona hálfnuð og enn hefur bókin ekki hrifið mig sérstaklega, nema fyrir samfélagslýsingarnar.
Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði þríleik þar sem hver ótengd saga fjallar um ólík trúarbrögð. Óskar og bleikklædda konan. Herra Ibrahim og blóm Kóransins. Milarepa. Nú hefur Bjartur gefið þennan þríleik út í einu hefti. Mjög stílhreinar sögur og falleg frásögn. Tilvalið fyrir pælarann!
Dave Eggers - What is the What?
Í formála er tekið fram að þessi frásögn gæti verið kölluð ævisaga, en að gefnu tilefni er hún skáldsaga. Tilefnið er að enn í dag eru margar sögupersónurnar bráðlifandi, fyrrverandi flóttafólk, núverandi flóttafólk, morðingjar, hermenn og margir aðrir sem upplifðu það að vera í Súdan í kringum 1990 og áfram. Þetta er saga manns sem byrjar í Súdan hvar þorpið hans er brennt og hann hrekst á flótta ásamt þúsundum ungra drengja. Foreldralausir ganga þeir frá Súdan og enda í flóttamannabúðum í Kenýa. Við erum að tala um hljóð næturinnar á sléttunum, drengi sem hverfa í gin ljónanna, marga líkfundi á veginum og ofbeldi af verstu sort. Söguhetja ver æsku sinni í flóttamannabúðum í a.m.k. 13 ár og fær síðan hæli í Atlanta, B.N.A. Hvílíkt þakklæti sem maður upplifir við lesturinn og mannlegur ömurleikinn og þjáningin birtast í öllu sínu veldi. Crazy saga, mjög þörf lesning.
Í spilaranum er það síðan Without Sinking Hildar Guðnadóttur. Mögnuð.
Þetta var menningarsjokk dagsins. Lifið heil.
fimmtudagur, 16. apríl 2009
kosningar
Í heita pottinum í morgun fór maðurinn með tvö frumsamin ljóð fyrir mig.
Um kvótakerfið
og um útrásina (ort fyrir tveimur árum).
Bæði sagði hann vera hálfgerðan leirburð en þau voru bæði nokkur erindi. Eftir að hann lauk við að fara með fyrra ljóðið spurði hann mig hvort hann ætti ekki að fara með annað. Ég tók því fagnandi og þá komu tveir aðrir í pottinn. Við það fipaðist hann svo að hann hóf að fara með fyrra ljóðið á ný. Varð síðan mjög vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.
Kannski er hann vanur að fara með ljóðið um kvótakerfið á eftir útrásarljóðinu. En ég fór í gufuna með ljóð og leirburð í hausnum heim. Góður dagur.
Hverjir eru uppáhalds róló-arnir ykkar?
Um kvótakerfið
og um útrásina (ort fyrir tveimur árum).
Bæði sagði hann vera hálfgerðan leirburð en þau voru bæði nokkur erindi. Eftir að hann lauk við að fara með fyrra ljóðið spurði hann mig hvort hann ætti ekki að fara með annað. Ég tók því fagnandi og þá komu tveir aðrir í pottinn. Við það fipaðist hann svo að hann hóf að fara með fyrra ljóðið á ný. Varð síðan mjög vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.
Kannski er hann vanur að fara með ljóðið um kvótakerfið á eftir útrásarljóðinu. En ég fór í gufuna með ljóð og leirburð í hausnum heim. Góður dagur.
Hverjir eru uppáhalds róló-arnir ykkar?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)