fimmtudagur, 21. október 2004

Nokkrar lýsingar á því sem er upplifað á tónlistarhátíð:
nasa miðvikudagskvöld:
kom inn þegar Geir Harðarson var að klára, pínlegur uppi á sviði og höfðaði alls ekki til mín eins og sá sem kom á eftir honum, Þórir, einn með gítarinn og skringilega rödd sem hafði ekkert fram að færa. Annað heldur en KK sem spilaði á eftir af þekktri snilld. Allt rosalega vel gert, nostrað við hverja nótu. Og röddin hans, rödd þess sem hefur upplifað ýmislegt. Soldið rólegir tónleikar og ekkert sem ég er að fara að einbeita mér að, en gott upphaf af því sem koma skal, þó ég ímyndi mér að það verði aðeins meira í rokkgírnum. Meira síðar.

Engin ummæli: