miðvikudagur, 5. janúar 2005

snjor

Snjóflóð á Vestfjörðunum og fólk ekki búið að fá ferskar matvörur, eitthvað sem maður er ekki vanur að hugsa til á þessu ágæta landi. Var að enda við að kveðja hana Jeanie sem hefur nú dvalið hjá okkur og eldað góðar súpur og vaskað upp eins og herforingi. Ekki amalegt það að hafa svona góðan gest. Endalaus friður um hátíðirnar í hjörtum okkar hér í strætinu sem vonandi hefur áhrif á alheimsorkuna. Allaveganna sendi ég fólkinu við Indlandshaf alla mína strauma. Síðan fannst mér nokkuð átakanlegt að lesa það að nú eru barnaræningjarnir komnir á kreik og selja munaðarlaus börn úr hamförunum þeim sem geta og vilja kaupa þau. Þetta líkar mér ekki. Snjónum kyngir hér niður, best að fara að spenna á sig skíðin...

Engin ummæli: