mánudagur, 21. mars 2005

alvöru draugur?

(móð & másandi) ... hvað er eiginlega í gangi? Afhverju eru draugarnir að stríða mér? var að loka húsinu í kvöld, allir pottþétt farnir. Veit ekki hvernig ég á að byrja að lýsa þessu, en hafði einhverja skrítna tilfinningu og var ekkert að spá í það. Byrjaði kannski þegar ég var annars staðar í húsinu en þar sem sagan fjallar um og heyrði nokkra tóna, og hugsaði að nú væri loftræstingin bara eitthvað að fokka í hausnum á mér og að vindurinn væri bara að gera svona alvörulega tóna, en hér kemur fúttið. Inni í einu rýminu af sviðinu eru tvær hurðir. Ein leiðir inn á svið, hin fram á gang. Ég er semsagt inni í þessu herbergi að slökkva og tékka á gluggunum og heyri eitthvað skrítið hljóð sem erfitt er að lýsa, en það var frekar hávært þó það væri ekki skerandi, frekar ýlfrandi vindhljóð. Ég veit ekki hvaðan það kemur enda hef ég ekki heyrt það áður, en það byrjaði þegar ég var búin að slökkva allt í rýminu. Þá ákveð ég að tékka inn á svið og sjá hvort eitthvað væri þar í gangi, sem var ekki en hljóðið hélt áfram. Lokaði hurðinni inn á svið og hljóðið söng enn. Tók þá í hurðarhúninn sem leiðir fram á gang og þá slökknaði á neyðarlýsingaljósinu sem er fyrir ofan hurðina ( svona grænt dæmi sem vísar veginn í neyð). Þessi ljós eru til þess hönnuð að ekki slökkni á þeim við neyðaraðstæður. Það á bara ekki að geta slökknað á þeim. Um leið og ég sleppti hurðarhúninum við þá undrun að það slökknaði á ljósinu þá kveiknaði það aftur. Hljóðið var ennþá. Ég tók aftur í húninn og ljósið slökknaði. Um leið og ég sleppti húninum kveiknaði það aftur. Orðin svolítið hvekkt hraðaði ég mér fram á gang, þar sem birtist mér...
ekki neitt annað en gangurinn en hljóðið var ennþá. Skundaði heim á leið eftir að hafa klárað vinnuna með skrítna tilfinningu í maganum og undrandi á því hversu sterk áhrif handtak mitt á hurðarhún getur haft og undrandi á því að ýmis konar skringileg hljóð myndist. Eða kannski ekkert svo mikið undrandi. Og hvað var nú þetta? Erum við að tala um hina vænissjúku mig sem ímyndar sér hljóð í hausnum eða Droplaugu Draug? Ég sver það, ég var ekki rass að ímynda mér þetta. úff, hver eru skil hins raunverulega og hins óraunverulega? ha ha ha.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá Anna Katrin! ág sit hérna i NZ med gæsuhút eftir eg las tetta! uuuuuuuuuu madur, langar tíg ad flytja burt? Eda ætlardu ad na í prestur?