laugardagur, 1. október 2005

andinn og efnið

Var við jarðarför í gær. Minningarorð prestsins voru falleg, en samt var ég að hlusta á þau með eyrnatækjum kynjanna og fannst það soldið skrítið. Ofuráhersla á heimilisstörf viðkomandi. Með fullri virðingu fyrir þeirri látnu sem var yndisleg kona.

hér á landi er ofuráhersla á vísindin. Líklega er það í mörgum öðrum vesturlöndum þar sem andinn er ekki tengdur efninu. Þá er ég að tala um þann andlega stuðning sem fólk þarf við áföll sem dynja á í daglega lífinu, eins og svo sem missi fjölskyldumeðlima, bílslys o.s.frv. Veit ég mýmörg dæmi þess að fólki finnst ekki komið fram við þau af jafnræði, né þeim sýndur skilningur inn á þeim stofnunum sem sinna svona löguðu, eins og sjúkrahúsum, lögreglustöðvum o.s.frv. Að sjálfsögðu eru til góðir læknar og góðar löggur, en það telst frekar til undantekninga. Ég gæti endalaust talað um samband anda og efnis sem ég tel mikið koma til en það verður að bíða betri tíma.

Fór í agalega gott rauðvín í gær með góðum konum. Það var ekki heilsuspillandi, heldur mjög huggulegt og hægt að ræða lífsins gagn og nauðsynjar. Lítið fór fyrir pólitíkinni, og þá spyr ég, skiptir hún máli þegar á hólminn er komið?
Er að fara að skunda í vinnu, 12 tímar í dag, aðrir 12 á morgun. Samtals 1 sólarhringur. Jamm og jú. Þá verður heimspekingurinn (og margt fleira) Foucault tæklaður í tölvunni og endalaust hellt upp á kaffi. Bæ

1 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

..ástargleði til þín...ég hugsa til þín í búrið þitt er ég sit í skápnum mínum...