sunnudagur, 4. desember 2005

the color of paradise

er einstök mynd eftir Majid Majidi. Segir frá blindum dreng í Íran og fjölskyldu hans þar sem aðaláherslan er á skynjun hans, semsagt mikið gert úr hljóði og snertingu. Skemmtileg myndataka. Mjög grípandi falleg mynd sem ég mæli eindregið með.

Annars er málið að skunda á Austurvöll á eftir og sjá ljósin kveikt á trénu, en ég man einmitt eftir því þega skólabróðir minn fékk að kveikja á trénu þegar við vorum lítil og mér fannst það rosalega merkilegt. Skrítið hvað merkilegheit breytast með tímanum...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

var það ekki fyrrum nágranni okkar sem kveikti á trénu?

AnnaKatrin sagði...

jú jú mikið rétt, en hann var líka skólabróðir minn, þ.e.a.s. í sama árgangi, ekki sama bekk...

Nafnlaus sagði...

Hei ég man líka þegar hann kveikti á trénu, mér fannst það ógó merkilegt ! Ég var líka svo skotin í honum hahaha. Var þetta ekki í 8 ára bekk ?
Knús í krús
Ágú

Nikki Badlove sagði...

...gleðin...