mánudagur, 30. janúar 2006

Frönsk rulla i kvöld

Elaborate uppskrift tileinkuð Do sem er allur að láta sér batna.

3 bollar heilhveiti (eða speltmjöl)
1 bolli Olía
pínu salt
Volgt vatn eftir þörfum.

hræra öllu saman, gera deig úr þessu og fletja það út, hálfan cm að þykkt.

Fyllingin:
laukur skorinn
hálft hvítkálshöfuð skorið í ræmur
salt
2 tsk karrý
hálfur bolli sweet chili sauce
Ferskt basil
Ferskt kóríander (bæði saxað)
Krukka af feta

Laukur og hvítkál steikt á pönnu við lágan hita. (það er einmitt að gerast í þessum töluðu, best að tékka...aha lítur vel út, spurning um að hækka hitann í 3?)
Salt, karrý og chilli sósa út í. Og síðan ferska kryddið.

Fyllingin oná rúlludeigið í miðjunni, fetaosturinn oná fyllingu og rúllað upp.
Bakað till golden.

Basil tómatsósa með: (eða hægt t.d. að hafa Guacamole)
1 laukur lítill saxaður,
salt,
2 tsk karrý
Steikt fyrst í potti og svo:
2 dósir af góðri tómatsósu
fullt fullt ferskt saxað basil
dash af soya sósu.

Þessi uppskrift er í boði Buck 65 sem ég fíla í ræmur á meðan eldað er.

Pálínuboðið tókst með ágætum til þess að halda sig á matarsviðinu. Það bárust réttir hvaðan af í veröldinni, aðallega úr Rvk. Og fólk borðaði mikið og vel en skemmtilegast var að hittast. Já há mjög fullorðins. Ostakaka og hlauphringur, bárust sem eftirréttir. Fullkomið.

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Ég klikka náttúrulega ekki á að kommenta á uppskriftirnar þínar. Þessi lítur vel út og ekki skemmir fyrir hvað hún er skemmtileg, þ.e. uppsetningin á henni og þinn persónulegi stíll í þessu.

baba sagði...

verð að prófa þetta...pálínuboðin þín eru skemmtilegust..