sunnudagur, 11. júní 2006

óvænti aukadagurinn

þannig er mál með vexti að í dag á ég vakt, en er ekki í vinnunni. Ekkert að gera, engin nauðsyn fyrir viðveru mína. Sem er sér i lagi undursamlegt. Það gerði þ að að verkum að í gær eftir vinnu fór ég á stjá í partý. Einblíndi á jákvæða orku á meðan ég gæddi mér á vodkalegnum ávöxtum. Það gekk vel og var gaman. Á gönguferðinni heim mætti ég svö mörgu fólki (engum sem ég þekki) að ég gat varla orða bundist. Mannfjöldinn var gífurlegur. Klukkan 03:30 var slökkt á ljósastaurunum.

Ég hef áhyggjur af uppsprettu og ræktunarskilyrðum bænda hér á landi. Hvar er sólin? Bráðum fer h ún að snúa á braut. Og sumarið rétt í startholunum. Hvers vegna að lifa á þessum stað í heiminum? Ég held ég verði bóndi einhvern tímann. Ríkisstjórnina og lýðræðið í þessu landi skil ég ekki og er hætt að botna í hvernig þetta viðgengst. Hvar er mafían þegar maður þarfnast hennar?

það er gaman að eiga aukadag í lífinu. Þá má maður gera allt það sem maður myndi annars ekki gera... pakka inn afmælisgjöfum vel og vandlega og búa til kort (ég þekki svo rosalega marga tvíbura sem mér þykir vænt um og vill gleðja í tilefni fæðingarafmæla), búa til túnfisksalad, vaska upp, setja í þvottavél, reykja sígó og horfa út um gluggann, hlusta á tónlist, fara í bað, undrast yfir regninu sem ætlar aldrei að linna og síðast en ekki síst er á planinu að spila Diplomacy. Þannig er nú það.

Gengið frá og lokað kl.16:19

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Alltaf gaman að fá aukadag. Gott að þú gast notið hans vel...einmitt það sem á að gera við aukadaga

baba sagði...

ég held barasta að við verðum að stofan mafínua sjálfar...bönkum upp á í stjórnarráðinu og tökum völdin...ég líð það ekki lengur að kúkalabbar kúki í laugina mína..