föstudagur, 15. september 2006

kvenna vinna kvenna

Gunnlaðarsaga í Hafnarfjarðarleikhúsinu:
Mjög góð leikmynd, vel nýtt rými, sérstaklega þar sem leikararnir eru allir inná allt leikritið. Lýsingin stórglæsileg. Hljóðið ágætt, soldið hátt stundum, þá á ég við hátt þannig að áhorfandi (ég) á fyrsta bekk heyrði ekki texta leikaranna. Kannski átti ég ekkert að heyra, eða kannski er ég orðin heyrnarlaus gamlingi. Sagan. Já, leikgerð uppúr sögu Svövu Jakobsdóttur. Hef ekki lesið þá sögu, en gaf mér fyrirfram að þetta væri saga kvenna þar sem áherslan væri á kraft og styrk kvenna í heimi karla sem hafa verið látnir skapa (heims)söguna. Hefði viljað sjá meira gert úr því, meira pólitískt. Það að Dís/Gunnlöð er inni á stofnun/fangelsi gefur samt ágæta mynd af því hversu fljótt konur eru stimplaðar geðveikar ef þær detta ekki ákkúrat inn í normið. Það hvernig sagan var sögð á sviðinu gekk frekar vel upp þrátt fyrir ruglingslega sögu sem flakkar um í tíma og rúmi. Á stundum lá mér við hlátri þegar gyðjurnar voru túlkaðar sem brjálaðar/geðveikar týpur og hljóðið var ískrandi vangefið. Og hvað var með bera gaurinn (Óðinn)... hangandi úr loftinu (komið nóg af því)... Leikurinn var yfirhöfuð ágætur, sálfræði/löggan kom mjög vel á óvart sem og Anna og Dís. Búningar fínir og einfaldir, Hár og smink látlaust. Ágætis skemmtun.

Nú tekur líka ágætis skemmtun við. Matarboð í startholunum. Rauðvínsglögg í glasi og gleði í hjarta. Heví vinnuhelgi framundan. Sagði upp störfum í dag. Fór með formlegt útprentað bréf, enda ríkisstofnun. Vil prófa að vera bara lærikona á námslánum (í fyrsta skipti sem ég mun fara inn í það batterí og kominn tími til) og einbeita mér að því enda að byrja rannsóknarstörfin á þessari önn. Þannig að ef einhver veit um einhvern sem langar að ríkið borgi sér fyrir 70% vinnu (þar sem þú getur nýtt tímann vel fyrir þig sem vegur upp á móti lélegum launum) á mjög svo lifandi og litríkum vinnustað, endilega hafið samband.

Góða helgi gott fólk.

1 ummæli:

Agusta sagði...

Góð leikrýni hjá þér, þú átt framtíðina fyrir þér sem gagnrýnandi ;)
Líst vel á að þú einbeitir þér að náminu.
Hvernig er með saumó, þurfum við ekki að fara að þrýsta á fólk ? :)
knús í krús