fimmtudagur, 16. nóvember 2006

meira afmæli

já já já. Takk elskurnar mínar fyrir straumana. Það er æði að eiga afmæli. Ég bara elska það. Einn dagur á ári. Ég bið ekki um meira.

innbyrði t.d. 2 kökur. 1 bláberjaostaköku og heita súkkulaðiköku og rafræna súkkulaðiköku sem ég fékk senda í símann. Humar og hvítvín og danskt smörrebröd og hvaðeina. Prinsessan ég. Gjafir fékk ég líka. Margar alveg hreint. geisladiskinn Sýnið tillitssemi ég er frávik, bókina Reykjavík Málaranna, hálsmen og aðra bók Gullkorn um einfalt líf!

Ég er ekkert á því að vera úti. Þar er kalt og nöturlegt. Sá samt sólina þegar ég var úti í dag. Draugurinn spilaði á eina nótu á píanóinu í yoga-salnum í tímanum í dag.

5 ummæli:

Linda sagði...

Innilega til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

Þú fékkst bók sem heitir Gullkorn en ég keypti mér hins vegar Gullkorn í morgunmatinn. Ég skal meira að segja gefa þér þannig í næstu viku:)
Það heitir reyndar Honey Smacks í Ameríku)

AnnaKatrin sagði...

o sei sei, þetta tengist allt, gullkorn, gullskór, honey smacks... alheimsorkan eitthvað að kitla okkur... hlakka til að fá morgunmat hjá þér doddi.

Takk fyrir kveðjuna linda ljúblí.
Svona kveðjur verma enn hjartað mitt í þessum kulda. Samt lítur dagurinn vel út, allaveganna í gegnum glerið.

Nafnlaus sagði...

Til hammó með daginn í gær! Biggi

Nafnlaus sagði...

hei þú áttir afmæli þegar ég hitti þig uppí Odda og ég vissi ekki neitt!

Hefðir átt að segja mér það því þú misstir af stórum kossi.
Samt svona hlutur sem hálf erfitt er að koma með allt í einu inní samræður ef maður nennir ekki miklum upphrópunum... en mér finnst þær nú samt við hæfi á afmælum

Björt