fimmtudagur, 25. janúar 2007

innlit utlit

uppúr tíu í morgun fórum við pabbi á bílskrímslinu hans og sóttum sex stóla. Skrímslið getur komið sér vel þegar það hentar. Annars er ég yfirleitt á móti svona bílskrímslum sem eyða miklu, hafa læti, menga gommu og keyra yfirleitt um bara með einn innanborðs.

En stólarnir eru fallegir og ég er að byrja að verða vinur þeirra. Nú passar eldhúsborðið ekkert sérlega vel við að mati tískugúrúanna... mér datt í hug að sleikja það bláu skipalakki, en til þess þarf ég skemmuna sem ég minntist á hér á mánudaginn, því gufurnar eru líklega ekkert spes svona inni á þriðju hæð.

Annars er það helst á döfinni að fara upp á loft og finna út hver skaut JR?

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Æ þú ert dúlla. Getur þú ekki bara fengið þér einhvern fínan dúk á borðið?

AnnaKatrin sagði...

jú það er góð hugmynd.
Þetta mál verður á döfinni hjá heimilismeðlimum næstu daga og eflaust miklar pælingar og spekúlasjónir.

Annars las ég mjög skemmtilega frétt í mogganum í morgun þar sem fagurfræði innbúsins er orðin að hinni nýju siðfræði. Nú má fordæma fólk fyrir að hafa ekki rétta hluti í kringum sig sem lýsa stöðu þeirra í samfélaginu....

Agusta sagði...

Ertu semsagt komin með sjónvarp ? :)
Það er mjög sniðugt að fara bara og kaupa fallegt efni í efnabúð og falda svo, voila! Kominn dúkur :)