laugardagur, 21. júlí 2007

dimma

aðfaranótt 21. júlí var verulega tekið að dimma um miðja nótt. Það virðist sem bjartar íslenskar nætur eigi bara við í mjög skamman tíma á ári hverju en alltaf er gert svo mikið mál úr þeim. Sumir fögnuðu dimmunni í nótt, fannst sem þungu fargi væri af þeim létt.

Las í blaðinu í morgun að laugardagsmarkaðurinn í Mosfellsdal opnar í dag, 12 - 17 og er í gangi fram á haust. Þangað hefur mér alltaf fundist mjög gaman að fara og ná í ýmislegt góðgæti ræktað þar í kring. En í dag ætla ég að hlusta á djasstónleika og fara í brúðkaupsveislu. Á mánudaginn ætla ég til Kanadia. Jibbý. Lifið heil.

Engin ummæli: