þriðjudagur, 25. september 2007

skapandi þyrluflug

Í þetta skiptið var ég ekki að stýra þyrlunni, heldur sat aftur í. Við flugum yfir strandlengjuna og sjórinn var fallegur. Himinninn fagurblár. Skyndilega komu tvær flugvélar á vinstri hönd og flugu framhjá okkur. Nokkru seinna vorum við komin yfir skóglendi, þar sem dökkgræn trén blöstu við. Ég heyrði að eitthvað snerti botn þyrlunnar, laufin snertu þyrlubotninn, þyrlan var komin að trjátoppunum. Hægt og rólega nauðlenti þyrlan og engan sakaði.

Nú var tekið að dimma og við héldum í gegnum skóginn þangað til við komum að kastalanum, sem var að vísu bara á tveimur hæðum, ólíkt Grant-kastalanum í Skotlandi sem er á fleiri hæðum, en þessi kastali var eins í laginu. (Á meðan ég skrifa þetta man ég allt í einu að tengdaforeldrar mínir eru eða eru nýlega búnir að vera að ferðast um Skotland og þá pottþétt að heimsækja kastala forfeðranna...) Allaveganna. Á leiðinni úr skóginum og í kastalann komu nokkrir strákar og buðu mér heróín sem ég afþakkaði. Þegar inn var komið í kastalann sem var ofsalega fallegur kom ég mér þægilega fyrir í eldhúsinu, hitti þar mömmu sem ætlaði aðeins niður í kjallara....

Svona er þetta bara. Ég er á fullu allan daginn og allar nætur. Síðan var mér var einmitt hugsað til sköpunarkraftsins. Ef ég er að skapa nýtt líf innan í mér þá hlýt ég að vera að nota sköpunarkraftinn heldur vel. Eftir yogað í dag tók ég tal við kunningjakonu mína, tónlistarkonu sem á líka von á barni. Hún hafði einmitt verið að hugsa það sama, sagði lítið vera að semja á þessum misserum þegar baby væri að vaxa. Sköpunarkrafturinn getur verið svo skrítinn, merkilegur og mismunandi eftir tímum. Ég skapaði t.d. þessa forláta tómatsósu í kvöld.

Annars er svo gaman í vinnunni að ég get ekki og hef ekki tíma til að hugsa um neitt annað. Hreiðurgerð og annað slíkt verður að bíða ,,betri" tíma. Þó komin með vilyrði frá vinkonu fyrir rúmi. Þá bíð ég spennt, ofurspennt eftir Iceland Airwaves þegar ævintýrin gerast og borgin ljómar af sköpunarkrafti.
ást og friður.

3 ummæli:

Netfrænkan sagði...

Ég er ekki hissa á að kastalinn hafi verið fallegur enda ert þú falleg bæði að innan og utan. Hús táknar mann sjálfan og eldhúsið er góður staður að vera í, sérstaklega ef maður kemur sér þægilega fyrir :-)
Himinn og haf fallegt og farsæl þyrlulending, þú ert umvafinn hamingju og velferð mín kæra :-)

AnnaKatrin sagði...

Takk fyrir að ráða í drauminn mín kæra netfrænka. Ekki amalegt að hafa persónulegar draumaráðningar on-line.
Kossar.

Nikki Badlove sagði...

...hei sætasta mín...gaman að lesa og er ég sammála ráðningu þessari...og ummælum um þig mín kæra....en hei...fríkí...ég hitti Doddaling brósa þinn og konu hans í eftirpartí í ny...lítill heimur...en æðislegt að hitta hann og mér leið einsog ég hefði hitt pínu hluta af þér...orðið of langt síðan ég sá þig....ég hugsa til þín....og sendi orku....