sunnudagur, 9. september 2007

A sunnudegi sem þessum

- vakna ég við dyrabjölluna um miðja nótt, einhver að leita að partýi
- vökva ég blómin
- bíð ég eftir að sundlaugin opni og fer í sund
- tek ég upp úr töskunni, dótið sem ég var með í vinnuferð á Flúðum sl. 2 daga
- hugsa ég alltaf um að baka köku, athuga hvort til séu egg, smjör og súkkulaði
- finn ég baby hreyfa sig
- horfi út um gluggann
- hugsa um vikuna framundan, hvað bíði mín í íslenskukennslu, fræðslu og verkefnastjórn.
- finnst mér æði ef mamma býður okkur í lambalæri, en ekki í dag þar sem hún er á leiðinni frá Istanbúl.
- fer út að labba, helst út í skóg, niður í fjöru eða eitthvert annað en 101 svona til hátíðabrigða
- fer ég ekki í kirkju, enda ekki skráð í neina
- les ég The Road eftir Cormac McCarthy
- undirbý ég viðtal fyrir Anthropology of Airwaves og MaS (Mannfræðisambandið/ModernAnthropologyStudies)
- þvæ ég þvott
- hugsa ég til Almodóvar og myndarinnar Pepi, Luci, Bom frá ca.1980 og hvort myndin hafi tengst því hvernig lífið gæti verið eftir Franco
- hlusta ég á tónlist
- borða ég jarðarberin frá Flúðum
- Takk fyrir boðskortin, en ég ætla ekki að fara á Facebook, heldur vera hér á blogspot og skrifa endrum og eins og hér getur fólk líka kastað kveðju á mig og ég get kastað kveðju til baka.
- kasta ég kossum til Valdísar Árnýjar sem ég gat ekki hitt í gær, Hrefnu, Örnu M.A.- skrifara og Möggu Stínu (sem nú ætti að vera aftur komin heim til sín og ég ætti að fara að setja krækju á), Dodda, Hjördísar, svo ekki sé talað um alla hina sem ég hugsa oft til en sé sjaldan eins og Gullu og Bigga og Björt. Og já maður, Siggu sem skv. íslenskum fjölmiðlum var að opna sýningu í New York. Maður veit aldrei hver er að koma í heimsókn hingað. Allaveganna soldill Facebook fílingur í þessu, ha... sendi öllum ykkur hér með raf-blóm, poke a friend and all that ...
- heyri ég í flugfél fljúga yfir húsið
- og skríð aðeins aftur upp í rúm og til að kúra smá meira...

8 ummæli:

Netfrænkan sagði...

Það gerist bara heilmikið hjá þér á svona sunnudegi :-) ég borðaði bara pönnsur sem sonurinn bakaði, horfði á asískar myndir og grét ;-) takk fyrir rafblóm og kveðjur og same 2 U :-D

Hrefna sagði...

Yndisleg lesning. Sendi þér kossa tilbaka. Hugsa svo oft til þín þessa dagana.
Knús Hrefna

Nafnlaus sagði...

Anna mín frænka!
Ég er í tölvutíma að hlusta á eitthvað óspennandi um harðadiska og tölvur, ætti kannski að hlusta betur þar sem ég var einmitt að klúðra svona skeyti á síðuna þína. En ég bæti fyrir það með nýju!
Hlakka til að hitta þig og bíð spenntur eftir litla beibi.
kveðja, Atli frændi

AnnaKatrin sagði...

Takk fyrir kveðjurnar fallega fólk í rvk, köben og á Akureyri.
Rafkossar.

Nafnlaus sagði...

Sendi rafblómavönd og fjarlægðarknús til baka á Garðarstrætið

o o
o = o
o o
I
I
I

kærar kveðjur úr landi munntóbaks og V-hálsmáls

Biggi&Björt

Nafnlaus sagði...

skemmtileg lesning :)
ég kasta kossum til þín :)
petra

Arna B. sagði...

Maður kemst bara í sunnudagsfíling. Skemmtilegur stíllinn þinn. Heyrumst og sjáumst fljótlega.
Kkv.
Arna

Fláráður sagði...

Ég hef fulla trú á því að þú látir undan að lokum - sjáumst á facebook. :)