fimmtudagur, 16. apríl 2009

kosningar

Í heita pottinum í morgun fór maðurinn með tvö frumsamin ljóð fyrir mig.
Um kvótakerfið
og um útrásina (ort fyrir tveimur árum).

Bæði sagði hann vera hálfgerðan leirburð en þau voru bæði nokkur erindi. Eftir að hann lauk við að fara með fyrra ljóðið spurði hann mig hvort hann ætti ekki að fara með annað. Ég tók því fagnandi og þá komu tveir aðrir í pottinn. Við það fipaðist hann svo að hann hóf að fara með fyrra ljóðið á ný. Varð síðan mjög vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.

Kannski er hann vanur að fara með ljóðið um kvótakerfið á eftir útrásarljóðinu. En ég fór í gufuna með ljóð og leirburð í hausnum heim. Góður dagur.

Hverjir eru uppáhalds róló-arnir ykkar?

4 ummæli:

baba sagði...

haha...ljóðalestur í pottinum..snilld...uppáhaldsrólóinn minn eru risafullorðinstveggjamannarólurnar á Ísafirði..mannstu eftir þeim? alger snilld...rólóarnir hér á vallarheiði (sem heitir víst núna ásbrú! meira bullið) ansi skemmtilegir líka:)

AnnaKatrin sagði...

Já, það var gaman að róla fyrir vestan. Og það var gaman að róla í hring á Ásbrú.

Nú þarf ég aftur á móti að kortleggja rólurnar hér í borg. Verðugt verkefni fyrir bloggið...

Nafnlaus sagði...

mér finnst súkkulaði róló best....þið vitið þar sem síðasti molinn er handa þeim sem maður elskar mest :)...Særún

Heiða sagði...

Rólóinn hjá seðlabankanum ber af! Súper gaman að róla og horfa á höfnina, og hopputækið er æði, sérstaklega ef elvar er með í för. Klifrukastalinn klikkar ekki og svo eru steinar sem hægt er að hoppa á milli. Rólóinn á Hringbraut er ágætur, og líka þessi pínulitli rétt hjá þér (hjá Bröttubrekku held ég).Er áhugamaður um rólóvelli og rólómenningu.