þriðjudagur, 16. nóvember 2004

dagurinn i gær

Mér finnst gaman að eiga afmæli. Komst að ýmsu í gær á þessum fallega degi. Til dæmis því að pabbi þekkti sjúkraflutningamanninn sem sótti mömmu á sjúkrabílnum þegar hún var að fara í fæðingu. Þá var víst normið að sækja konurnar í sjúkrabíl. En hann mundi varla meira, jú, hann var viðstaddur. Sem hann taldi ekki hafa verið í tísku fyrir þann tíma. En mér þykir vænt um blómvöndinn frá honum og allar skemmtilegu og fallegu gjafirnar, kveðjurnar, símtölin og símskeytin sem mér bárust. Líður núna eins og 80 ára í Mogganum að segja ,, þakka öllum þeim er glöddu mig..."

Forgangsröðun átti sér líka stað í huga mér í gær þegar ég skrópaði í tíma eftir hádegi til þess að chilla á eðalkaffihúsinu Stúdentakjallaranum með 2/3 hluta systra minna og 1/2 hluta bræðra minna. Það var gott.

Missti nú samt soldið dampinn í gær í þessum gleðihugsunum þegar ég var í vinnunni. Vesenið á sumu fólki er óviðjafnanlegt. En hei. Átti fallegt óundirbúið kvöldkaffi í faðmi rosalegrar köku sem var löguð inni í eldhúsi af kæra en ég vann við þýðingar á uppskriftinni sem hét Pæjuterta eða -kaka, valin uppúr Kökubók Hagkaups.

Og núna snjóar bara og snjóar þannig að snúið verður að lærdómi.

Engin ummæli: