mánudagur, 17. janúar 2005

skóli

skólabólan er komin aftur, þó ekki á andlit mitt heldur inn í mig. Kannski sest hún síðar á andlit mitt þegar ég ríf í hár mitt og hársvörð yfir lestrinum og hárfitan rennur niður á enni og myndar kannski skólabólu. Vona ekki. Er búin að sjá Oldboy myndina sem er nokkuð svakaleg. En ég hef einmitt sérstaklega gaman af japönskum hasar/bardagamyndum. Gozu er líka nokkuð góð en mun skrítnari. Hún er eftir sama höfund og gerði myndina Audition sem er til á betri vídeóleigum bæjarins. Hvað hefur maður annað að gera í skammdeginu en að horfa á hressandi bardaga á götum iðandi stórborga austursins eða pervetískar mannraunir einstaklinga innan um milljónir manna... en samkvæmt einhverjum rannsóknum nýlega þjást ekki svo margir Íslendinga af skammdegisþunglyndi eins og talið var áður eða í samanburði við aðra staði á hnettinum á svipaðri breiddargráðu. Njótið dagsins.

2 ummæli:

baba sagði...

hallo skrallo mín kæra...skólabólan er fín og yndisleg....mér finnst súrealískt að vera ekki með hana lengur og bara vera með slorbólu í staðinn..en lúxusinn við það er samt að ég hef engum hugs-skyldum að gegna, eina skyldan mín er að mæta á sama tíma á sama stað og gera sama hlutinn á hverjum degi...fer svo á barinn til að fá tilbreytingu...langar samt í meiri tilbreytingu..verðum að plana hitting asap, kemuru ekki á opnun suðsuðvestur á laugardag?

Nafnlaus sagði...

halló gott að þú ert farin að blogga aftur, já tilbreytingin er holl og góð, ég finn þefinn af lokaspretti loparitgerðarinnar. þetta er eins og að prjóna peysu, ímynda ég mér, þú ert með ermi og aðra ermi og búkinn og svo þarf að hefta þetta allt saman...ég er samt farin að hallast að þvíað ég sé að útbúa prjónasamfesting, er komin með næstum alla hlutana, vantar bara að festa saman og setja á tölur eða rennilás...þá fáum við okkur vöfflur í sveitinni, ég býð í tilbreytingarkaffi hilsen særún