þriðjudagur, 28. mars 2006

biiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiip

er að verða nett pirruð. síðan klukkan 21 í gærkvöldi hefur hátt skerandi bíp komið frá fyrrverandi tannlæknastofunni á 1.hæð, ég er á 3.hæð. Ég held að þetta komi til vegna þess að það vantar batterí í innbrotsþjófakerfisstöðina. Þannig að nú er tilvalið að brjótast inn... sko niðri, ekki hjá mér.
Kannski ætti ég bara að brjótast inn til að mölva tækið.

Neiiiii. hinn góði borgari og samviskusamlega ég er búin að láta vita. En enginn gerir neitt og eyrun mín eru búin að stimpla þetta hátíðnihljóð inn sem hluta af tilverunni.

Yogað í dag var mjög gott. Merkilegt hvernig hlýjan getur bara setið í manni í langan tíma á eftir, núna t.d. í bakinu.
Þegar ég kom heim beið mín boðskort í brúðkaup á Cape Breton eyju, þann 20.maí. Hlakka ekkert smá til, enda búin að fjárfesta í fallegum kjól og síðan er fólkið bara svo undursamlega fallegt þarna. Nema sumir. En nyrst á eyjunni er inbreed nýlenda. Þangað er ég ekki að fara. Ok bæ.

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Æ vonandi hættir þetta leiðinlega bíp fljótlega. En hver er að fara að gifta sig?

AnnaKatrin sagði...

hin systirin, Barbara Jean MacNeil og James Harvey Mason

Nafnlaus sagði...

Harvey Mason er eða var frægur trommuleikari. Er þetta nokkuð hann. Maður spyr sig. Ég spyr mig. Spurðu þig.