sunnudagur, 5. mars 2006

ljoð

leikur leikrit leikhús leithús
Semsagt vinnuhelgi. Engar stjörnur í kvöld.

Búin að upplifa Pétur Gaut. Rýmið nýtt á munúðarfullan hátt. Öll umgjörð góð. Draumkennt bíómyndadrama. Meira að segja með splatter. Förðun engin. Úrvalsleikarar. Skildi aðalleikarann stundum ekki alveg sem talaði stundum hratt og óskýrt. En það hefur soldil áhrif í svona leikriti þar sem textinn er allur í bundnu máli. Sem er náttúrulega bara ljóð? takk fyrir. Mæli með þessari sýningu.

Áður vissi ég ekki neitt um söguna sem fer fram í leikritinu. Það kom ekki að mikilli sök því upplifunin var hrífandi. Þó nauðsynlegt að benda á 2 tegundir af upplifun (1 búin að lesa leikritið (held 2 doðrantar), hin ég)
- meðaumkun með pg þar sem hann er veikur
- helvítis fáviti, pg.

ljóð í leikhúsi um þessar mundir, en hitt verkið sem verið var að frumsýna heitir Virkjunin. Og titillinn gefur nógu margt til kynna og því óþarfi að dvelja við það. En þetta verk var einmitt ekki skrifað sem beint leikrit með einhverjum persónum og venjulegri atburðarás.

fleiri ljóð
sól sól skín á mig ský ský burt með þig

Tel mig blekkta á hverjum einasta degi þar sem ég held alltaf að sé miklu hlýrra úti en birtan og sólin gefa í skyn inn um gluggann.

Kokteil boð á hótel sögu í gær í boði deildarinnar þar sem kennarar og nem komu saman. gaman. fylling og fræði. Very dandy indeed.

ljóð. meiri ljóð

p.s. er soldið búin að vera að halda upp á í sund á föstudögum.

Engin ummæli: