föstudagur, 23. júní 2006

tesopasol

Með tónlist í eyrunum naut ég sólarinnar og horfði á mávana frekjast á tjörninni. Endur og gæsir og dúfur þurfa að hverfa frá yfirganginum sem er sorglegt. Ein dauð önd vaggaði með magann upp. Amerískir krakkar að fríka út yfir henni. Og ég í raun líka. Og það var ekki vegna H5N1 hræðsluáróðurnum sem var boraður inn í alla fyrir nokkrum mánuðum. Kannski frekar vegna þess að mávarnir mega frekar eiga heima við sjóinn þannig að endur og gæsir geti verið áfram í friði á tjörninni og skitið út gangstéttina þannig að maður renni í grænum skítnum, sem hefur þó snarlega minnkað.

Nú stefnir allt í sveita- og svitaferð. Því ég ætla í svitabað með góðu fólki. Hlakka ógurlega til. Hlakka minna til að vera lokuð inni um helgina við vinnu. En sumarfríið byrjar á þriðjudaginn. Jibbý jei.

Gleðilega Jónsmessu.

3 ummæli:

baba sagði...

gleðilega jónsmessu mín kæra...ég bið að heilsa elsku sveitinni minni...ég ætla að dansa við eldinn á morgun til heiðurs jóni...

Hrefna sagði...

Dreymdi að þú værir með trúlofunarhring á tánni. Hvað ætli það þýði?

AnnaKatrin sagði...

ábyggilega þýðir það eitthvað voða merkilegt og gott... en ég hef trúlofað mig tvisvar sama manninum og í hvorugt skiptið var hringur settur upp... er pottþétt ekki á leið að gifta mig í raunveruleikanum.