mánudagur, 10. júlí 2006

immer gut

staðan: Hverju hvíslaði gaurinn í eyra Zidane, sem fékk hann til að skalla hann í brjóstkassann? Upp komu hugmyndir á borð við: mamma þín er hóra, ég fór upp á konuna þína sem er fínasta pía o.s.frv. Allt tengt konum... En ég hélt með Frakklandi. Í dag hef ég heyrt White Stripes-stefið margsinnis sungið af oftast karlmönnum sem eru líklega að fagna sigri Ítala.

Úti er niðamyrkur einhverjar pöddur láta heyra í sér í skóginum hérna fyrir utan (sem telur kannski 4 5 hæða há tré umlukin af 6 hæða húsum). Buxunum hef ég rennt upp á hné sökum hita. 34 stig á morgun.
Í spilaranum spilast Final Fantasy. Mjög mikið drama og það er borg í Grikklandi sem heitir Drama.
Foucault hafnar Fyrirbærafræði. Mér finnst bæði flott, Foucault og Fyrirbærafræði.

eins zwei drei vier. Heute hab´ich viel gemacht. Wenn ich bin aufgestanden habe ich yoga gemacht. Dann trank ich 2 portioner Kaffee und ass ein bisschen yogurt und ein apfel. Foucault war bei mich die ganzen Tage, in meinem kopf, weil jext lese ich The Order of Things. Nachmittags bin ich zu Mitte gegangen mit mein liebling und das war sehr schön. Wir waren auch in einem restaurant und trank rot wein. Es war wunderbar.

ahoy hoy = var sú kveðja sem Graham Bell vildi hafa þegar fólk tæki upp símtólið.

hello = það sem Edison stakk upp á.

4 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

...well hello to you madschen...nú á ég rauðan leðursófa með tungu...og stofan hefur tekið stakkaskiptum....straumarnir allir til þín núna....

baba sagði...

vá mar...ég hef aldrei lært þýsku en ég get svarið að ég gæti þýtt allan þýskukaflann þinn...min name ist derrick und ich bin bedrunken..

AnnaKatrin sagði...

já, þýskan mín er augljóslega á þróunarstigi þrátt fyrir að hafa stúderað hana í mörg ár fyrir mörgum árum.

Vil taka það fram að hugmyndirnar tengdar konunum í lífi Zidane komu allar fram þegar á leiknum stóð og engar kenningar um hryðjuverkatengsl hans og uppruna voru komnar upp.

Nafnlaus sagði...

Ég sem uppveðraðist öll yfir að skilja enn svona mikið í þýsku :-)
Úff ég hef svo lítið hitaþol að mér finnst tilhugsunin um 34 stig OG meistara Foucault á við versta torture. Mér myndi reynast erfitt að blaða í gegnum Andrés Önd í þessum hita. Þú hækkar vel á virðingarskalanum mínum að geta sameinað þetta tvennt :-)