þriðjudagur, 18. júlí 2006

Spinne - köngulo

orðaforðinn eykst daglega en í dag var mjög hægur dagur, ólíkt gærkvöldinu þegar hittingur á mánudagseftirmiðdegi varði þangað til seint um nótt. Hressandi. Þess vegna fór ég í dag út í búð að versla inn. Það tók 1 og hálfan tíma. Ég skil ekki hvernig það gerðist og ég gat ómögulega fundið venjulegt vatn í stórum flöskum í þessum stórmarkaði. Kannski varð ferðin svona löng af því að ég þurfti að lesa á allar vatnsflöskurnar sem eru af mjög mörgum gerðum.
Síðan veit ég hvernig ávaxtasnafs með heilum ávexti innan í flöskunni er búinn til. Flaskan (tóm) er hengd á hvolf í tréð, yfir peruna. sem er ungri og agnarsmárri troðið inn um gatið og síðan vex hún bara og vex upp inní flöskuna. En þó líklega töluvert hægar en samferðafélagar hennar sem allir vaxa niður (þyngdarlögmálið) og þ.a.l. verður hún (peran sem vex inni í flöskunni) ekki eins stór.

Lítið hefur borið á berum konum á þakinu hér fyrir utan gluggan síðan seinast.

1 ummæli:

baba sagði...

vá en fyndið...bara í gær var vinur minn að útskýra fyrir mér þetta nákvæmlega sama með perurnar í flöskunum...haha..