miðvikudagur, 24. nóvember 2004

plötutiðindi

bíddu bíddu, afhverju koma sumir íslenskir stafir alltíeinu í dag í titilinn hér að ofan? hingað til hafa stafirnir ekki birst sem íslenskir. Athyglivert. En skemmtilegra var þó að koma heim úr vinnunni í gærkvöld og sökkva sér í nýjan bækling sem barst inn um lúguna, Plötutíðindi. Þar kennir ýmissa grasa og ég merkti samviskusamlega við allar þær listafurðir sem ég hef hug á að upplifa. Og útgáfa á Íslandi er bara í góðum málum, ef taldir eru titlarnir sem gefnir eru út. M.a. er ég skotin í: Ragnari Bjarnasyni, silfurplötu Iðunnar með 200 stemmum, Elegíu Gunnars Kvaran og Selmu Guðmundsdóttur, Steindóri Andersen og Úlfhamsrímum, Szymon Kuran og Ramonu prinsessu, Tvísöng, Wu Tang Clan (live), DVD David Attenborough. Og síðan skunda ég bara á Borgarbókasafnið í Janúar og fæ þetta lánað ásamt 80.000 króna virði af jólabókum sem mér langar að lesa.

dagatalakerti, dagatalakerti,
kúnígúnd laugavegi.
Alveg frá því ég var lítil smátelpa hef ég ekki skilið nafnið á þessari verslun og geri ekki enn. En ég veit að þúfnalúra þýðir niðurgangur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ ég er að prófa að vera anonymus því ég veit ekki leyniorðið í klúbbinn, er sem sagt að stelast í kommentakerfið undir leyninafni og gettu nú: Gettu hvað ég heiti gettu hver ég er...duduru duduru!!??!! og hvaða lag er þetta? Síðan ég var sítil smástelpa haf ég elskað daginn sem plötu- og bókatíðindi koma innum lúguna ójá jólin koma!!

Nafnlaus sagði...

hmm,það á að sjálfsögðu að standa lítil en ekki sítil

AnnaKatrin sagði...

það kemur mér á óvart að eitthvað leyniorð þurfi til að skrifa ábendingar, og vona að það sé fólki ekki til trafala til þess að tjá sig. annars veit ég ekki hver þú ert né hvaða lag þetta er...

Nafnlaus sagði...

leyni leyni...

Nafnlaus sagði...

hey það er einhver annar að messa í þér núna!! LAgið er af disknum lög unga fólksins og skírskotar til þjóðsögu um átján barna faðir í álfheimum en í laginu er hann átján barna faðir í blokk í álfheimum..greyið..en ég er verðandi tveggja barna móðir í einbýlishúsi í Garðinum..heppin ég...ég var nú bara soldið hrædd við viðbrögðin frá ´þér, fannst þau pínu hostile en það getur nú bara verið noja í mér...sé þig í kvöld essgan..