mánudagur, 23. maí 2005

3.kafli

fór og sá StarWars klukkan fjögur í Smárabíói í dag. Dottaði smá fyrir hlé og fannst George Lucas ekki alveg vera að gera sig, en eftir hlé varð allt miklu betra. Og þó maður vissi hvernig þetta myndi enda, þá vissi maður ekki hvernig. Hef undanfarin ár alltaf þurft á smá upprifjun í Starwars að halda áður en ég hef farið á nýju myndirnar þar sem ég var ekki mikill aðdáandi á yngri árum þótt ég hafi leikið mér með Starwars-plastkalla eldri bróður míns. En nú þekki ég söguna ágætlega, þó ekki hin minnstu smáatriði og er bara glöð með það að fá að taka þátt í geðveiki heimsins varðandi þessar kvikmyndir. Enda hef ég nú komið til Túnis þar sem Return of the Jedi var tekin upp að hluta til. En samt verð ég að viðurkenna að ég veit ekki neitt í samanburði við aðra Starwars aðdáendur.

Íbúðin er nú öll að verða tilbúin fyrir málun og lagfæringar. Ætlum allaveganna að mála loft og glugga og stofuveggi. Það verður gott þegar það verður búið. Síðan bíður bara sumarið og ég búin að fá eina einkunn sem var alveg í takt við það sem ég bjóst við og síðan er ég búin að fá bréf um að ég megi hefja nám í mastershluta mannfræðinnar í H.Í. í haust. Það verður líka bara gaman, en ekki eins gaman að punga út 45 þúsund kalli fyrir veturinn, þó það sé ekki neitt ef miðað er við aðra háskóla hér á landi, eins og t.d. lhí eða hr. Kannski er kennslan líka í samræmi við það, en það kemur í ljós. hilsen

Engin ummæli: