miðvikudagur, 18. maí 2005


í gær fór ég í garðinn til að hitta fallega fjölskyldu sem var að stækka. Hjá þeim er gott að vera og yndislegt að hitta nýjasta meðliminn sem virðist búa yfir svipaðri visku, orku og vísdómi eins og Yoda (í starwars). Samt er ég alltaf svolítið skelkuð við það að vera að hnoðast með lítil kríli (undir eins árs) og reyni að komast hjá því þó það sé magnað að fylgjast með þeim. Eldri bróðir hans (næstum1oghálfs) er líka allt í einu orðinn svo stór og bara næstum því fullorðinn í samanburði við litla bróður sinn. Það er fyndið. Síðan spilaði eldri bróðirinn líka á nýja trommusettið inni í skúr og fjandinn hafi það, that boy got rhythm... ef svo má segja um ungabarn.

Annars er ég búin að vera að massa fimmdagafríið mitt og slappa vel af, en það er alltaf gott að hafa smá plan, á planinu er t.d. að mála svolítið innanhúss, veggi, glugga og þar fram eftir götunum. Hvaða lit ætti maður nú að láta á stofuna? Hlakka til að fá nýjan lit í umhverfið. Er ekki búin að teikna í tölvunni, en ég er búin að teikna á blað sem róar planlögðu sál mína sem tekur fyrir það að vera svikin.

Amma seldi mér hníf fyrir eina krónu í dag með postulínsskafti, grænu og handmáluðu. Brjálað fallegur smjör/smurostahnífur. Tók fyrir það að gefa mér hann en vildi bara selja mér hann, því maður má víst ekki gefa skæri, hnífa og svoleiðis því það getur slitið böndin milli gefenda og þiggjenda. Og ekki viljum við það nú, ég og amma. Amma lamma. Hún er líka fyndin, en eftir 3 tíma með henni einni er komið gott. Respect.

Kosningar í samfylkingunni á laugardag, hvorum fjölskyldumeðliminum á ég nú að gefa atkvæði mitt í formanninn? Ekki myndi ég vilja fara í barnaafmæli í þessari fjölskyldu.

Þessar myndir eru til sönnunar á göngutúrnum langa og ógurlega og á því að þetta var sko ekkert djók, myndbandsgerðin, hestar, búningar, andlitsgervi, förðun og gerviskegg (ekki samt í öllum tilvikum). Ég reyni að láta ekki inn mynd sem er of mikið lýsandi fyrir myndbandið, til að gefa ekki of mikið upp... halda spennunni, en verð að gefa smá forsmekk á dæmið. Góðar og gleðilegar stundir.

Engin ummæli: