mánudagur, 30. maí 2005

skyndi -

það er ekki oft af hinu illa þegar fólk kemur í búrið til mín. Í gærkvöldi gerðist það nefnilega að ég fékk skilaboð um kvöldið þar sem stungið var uppá að ég myndi bregða mér út fyrir mölina til að eyða nóttinni með ungfrú náttúru. Ein kona sem laumaðist í kaffi til mín úr vinnu minnti mig á að maður lifir bara einu sinni... ok. maður gleymir. Eyddi því nóttinni í náttúrunni við varðeld sem iljaði þar til sólin kom upp og þá fór ég að sofa. Magnaður skítur. Þessi náttúra og þetta fallega fólk sem sat/stóð/hljóp/hoppaði/dansaði í kringum eldinn. Var mætt til vinnu klukkan 12:20. Massatúr. Hlakka til að geta eytt tíma í sveitinni í sumarfríinu. Vúhúú. En einn mánuður til stefnu. Sumarið er svei mér þá bara pottþétt komið...

Engin ummæli: