sunnudagur, 10. júlí 2005

frettir

um klukkan sex skoðaði ég fréttir á tveimur fréttasíðum, cnn og bbc í evrópu. Enn voru fréttir um sprengjurnar í london á forsíðu cnn, en bbc fjallaði um sprengjuárásina í Írak í dag á forsíðu sinni.

Sveitalífið var ljúft. Lónið á mývatni margfalt huggulegra, betra, hreinlegra og með fallegra útsýni heldur en það á suðurnesjum. En 1100 krónur fyrir einn fullorðinn kostar það að dýfa sér í þetta undur. Það er fremur skítt. 2 bjórar á bar.

Ásbyrgi undurfallegt. Veiðiferð, þar sem ekkert var tilsparað við útbúnaðinn, en aflinn slakur. Chill, matur og rólyndisgleði. Gönguferð á fjall. Tippasafnið á Húsavík. Matur hjá systu á Húsavík. Ást og friður. Og hamingja.

Nú: borgin. Get ekki sagt að gestir okkar séu heppnir með veðurfar. En það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs...

Verð að þjóta í gómsætan mat sem býður mín á borðinu, gott að hafa góða kokka í heimsókn.

Engin ummæli: