þriðjudagur, 25. júlí 2006

feinkost

vellystingar og vingjarnlegheit.
Úr stofunni hljómar tilbrigði við lesnar auglýsingar á Rúv með útlenskum hreim, soldið eins og biluð plata... en náin sambúðin gengur vel. Það mætti næstum segja of vel. Kona eins og ég sem leitar eftir árekstrum í mínu persónulega lífi en reynir að leysa úr þeim hjá öðrum. Þá má næstum segja að mánudagskvöld séu orðin karókí kvöld. Reyndi við Ice Ice Baby (með Vanilla Ice), en gekk ekki nógu vel. Billie Holiday, Aretha Franklin og Queen runnu aftur á móti út úr barka mínum eins og bráðið smér. Ótrúlega er gaman í karókí. Ég elska það. En bara í litlum klefum. Meika illa sviðið. Allavega eins og er. Var að ljúka við ævisögu Chet Baker, þ.e. punkta sem hann skrifaði sjálfur niður. Ekki einhver ævisögurritari/fan sem einblíndi á dópið og ruglið. Þó Chet minn hafi verið á kafi oft á tímum. Hann lýsir semsagt dvöl sinni í hernum, hvernig hann varð tónlistarmaður og hvernig hann hitti fólk o.þ.h. á sinn hátt, í stuttum köflum á mjög ljóðrænan og einfaldan hátt.
drrrriiinnggg.... hallo, wer ist es? Es is den Max
Nú eru gestirnir komnir, en þar sem við búum á 5. hæð tekur það alltaf smá tíma að fólkið komi inn, mjög hentugt.
Góðar stundir.

1 ummæli:

baba sagði...

vá karókí er skemmtilegt..ég gleymi aldrei bláa englinum í austurstræti...ófáar vísindaferðirnar sem enduðu þar uppi á sviði..haha...við skulum hafa karókí einn góðan mánudag á ísalandi...hvenær er von á ykkur þangað?