laugardagur, 29. júlí 2006

festivöl i fleirtölu

í þessum töluðu bíð ég eftir ökumanninum sem ákvað að gefa okkur far á B erlínarfestivalið sem byrjar í dag. Tónlist tónlist tónlist. Hlakka til. Er búin að pakka niður epli. Og myndavél.

1 epli á dag kemur skapinu í lag. Og gefur manni fullt af vítamínum.

Annars er líka ladyfest hér í byrjun ágúst. Tónlist, list og kvikmyndalist og alls konar list og verknaðir meðal þess fólks sem púar á tvíhyggjuna í kyngervum mannanna. Þ.e.a.s. gender-benders, transgender o.fl. svona orð... Meika stundum ekki flokkunina hjá fólki, af hverju þarf fólk alltaf að vera að flokka allt?
Hvernig væri að lifa í óflokkuðum heimi? Eða allaveganna með óflokkuðu fólki? Fólki með hjarta.

Ok. bæ.
(p.s. er sérlega glöð þar sem ég var úti í góðum rigningarskúr í morgun og er viss um að gróðurinn sé líka mjög glaður)

þriðjudagur, 25. júlí 2006

feinkost

vellystingar og vingjarnlegheit.
Úr stofunni hljómar tilbrigði við lesnar auglýsingar á Rúv með útlenskum hreim, soldið eins og biluð plata... en náin sambúðin gengur vel. Það mætti næstum segja of vel. Kona eins og ég sem leitar eftir árekstrum í mínu persónulega lífi en reynir að leysa úr þeim hjá öðrum. Þá má næstum segja að mánudagskvöld séu orðin karókí kvöld. Reyndi við Ice Ice Baby (með Vanilla Ice), en gekk ekki nógu vel. Billie Holiday, Aretha Franklin og Queen runnu aftur á móti út úr barka mínum eins og bráðið smér. Ótrúlega er gaman í karókí. Ég elska það. En bara í litlum klefum. Meika illa sviðið. Allavega eins og er. Var að ljúka við ævisögu Chet Baker, þ.e. punkta sem hann skrifaði sjálfur niður. Ekki einhver ævisögurritari/fan sem einblíndi á dópið og ruglið. Þó Chet minn hafi verið á kafi oft á tímum. Hann lýsir semsagt dvöl sinni í hernum, hvernig hann varð tónlistarmaður og hvernig hann hitti fólk o.þ.h. á sinn hátt, í stuttum köflum á mjög ljóðrænan og einfaldan hátt.
drrrriiinnggg.... hallo, wer ist es? Es is den Max
Nú eru gestirnir komnir, en þar sem við búum á 5. hæð tekur það alltaf smá tíma að fólkið komi inn, mjög hentugt.
Góðar stundir.

föstudagur, 21. júlí 2006

das Neon.

Svitinn sem sprettur út alls staðar, sérstaklega á höndunum, gerir þær sleipar á lyklaborðinu. Kannski tölvast fólk í heitu löndunum með hanska. Púðurhanska.

Hér skiptast dagarnir mínir svona:
Fyrri hluti dags. Til klukkan sex.
Seinni hluti dags. Eftir klukkan sex.
Nótt.

Mér finnst best að vinna við tölvuna seinni hluta dags. Smá menningarflæði byrjað.
Stundum er mjög heitt á nóttunni. Í gær fékk ég þær fréttir að það væri hitabylgja á Íslandi. Allt bara crazy. Hér er allt ekki crazy, bara frekar hægt og sveitt og skemmtilegt og þægilegt og fallegt og grænt og blóm og fiðrildi og rómans og ís.

Juliane fræddi mig á því að þessi vera (sjá mynd) sem kom í heimsókn í gær sé karlkyns moskítóflugan. Bítur ekki eins og konurnar sem eru miklu minni og ekki neon-grænar. Hvernig þær gera það, ekki spurja mig að því, sagði Juliane að lokum.
IMG_2853
Í fyrrakvöld blés ég neon-lituðum sápukúlum sem voru misheppnað listaverk (að sögn listamannsins) á opnun hér í borg. Þær áttu að vera UV-næmar. Gjörningar, innstallasjónir og nútímalist, beint í æð. Hópur listafólks héðan og þaðan úr heiminum, þ.á.m. ein frænkan í Kanada. Cultural capital hvað? Er einmitt voða forvitin um hvernig fólk aflar sér menningar-inneign í nútímasamfélagi a la Bourdieu í dag. Er til há- og lágmenning?

þriðjudagur, 18. júlí 2006

Spinne - köngulo

orðaforðinn eykst daglega en í dag var mjög hægur dagur, ólíkt gærkvöldinu þegar hittingur á mánudagseftirmiðdegi varði þangað til seint um nótt. Hressandi. Þess vegna fór ég í dag út í búð að versla inn. Það tók 1 og hálfan tíma. Ég skil ekki hvernig það gerðist og ég gat ómögulega fundið venjulegt vatn í stórum flöskum í þessum stórmarkaði. Kannski varð ferðin svona löng af því að ég þurfti að lesa á allar vatnsflöskurnar sem eru af mjög mörgum gerðum.
Síðan veit ég hvernig ávaxtasnafs með heilum ávexti innan í flöskunni er búinn til. Flaskan (tóm) er hengd á hvolf í tréð, yfir peruna. sem er ungri og agnarsmárri troðið inn um gatið og síðan vex hún bara og vex upp inní flöskuna. En þó líklega töluvert hægar en samferðafélagar hennar sem allir vaxa niður (þyngdarlögmálið) og þ.a.l. verður hún (peran sem vex inni í flöskunni) ekki eins stór.

Lítið hefur borið á berum konum á þakinu hér fyrir utan gluggan síðan seinast.

föstudagur, 14. júlí 2006

aber sehr gut

schöne Wochenende sagði konan við mig í bakaríinu í morgun og ég fattaði ekki baun að það væri föstudagur og bastilludagurinn í þokkabót.

Helstu fréttir eru þær að sushi-pizzan var æði. Ég myndi setja inn mynd ef ég ætti hana. Kannski þarf ég bara að fá mér svoleiðis aftur til þess að geta tekið mynd. Í gær var ég á fullri ferð yfir stór gatnamót með umferðinni á hjólinu. Þá heyrði ég kallað nafnið mitt... og tilviljanirnar láta á sér krauma jafnt hér sem annars staðar. Ég gat ekki stoppað né litið við enda að vanda mig að hjóla úti á götu. Loksins gat ég snúið við almennilega og þurfti alveg að hjóla langt tilbaka til að komast að því hver væri að kalla nafnið mitt úti á götu í stórborg. Var það þá ekki hún Maríanna í glæsilegasta sumarkjól úti á miðri götu. Ekki hafði ég hugmynd um að hún væri hér að spóka sig í vikutíma en skemmtilegt, ef ekki nokkuð kvikmyndalegt. Það væri þá líklega bara fyrir kjólinn.

Vinur nr.2 - konan á kaffihúsinu í röndótta bolnum.

Annars tók ég Foucault einmitt eins og ég vildi taka hann í dag. Nokkuð svöl átök þar á ferð. Áttaði mig á því að hann er snillingur og sýruhaus. Sjá nánar fyrir áhugasama á Mannfræðilandinu. Nú þarf ég ekki að hugsa meira um hann í bili.

Það er fullt af fuglum hér sem ég sé ekki en heyri og þekki ekki. Spurði meira að segja ein Berliner hvort það væru nokkuð uglur hér á ferð í skóglendunum því ég gat alveg hreint ímyndað mér að ég hafði heyrt ugluhljóð. Hann spurði hvort það hefði nokkuð verið dimmrödduð dúfa.

Ein Unterricht. Jetz muss ich viele Worter schreiben weil ich will aber gerne gut Deutsch kennenlernen. Bei Alexanderplatz haben Sie alles umgetauscht. Da gibt es viel Kaos und viele Katerpillars. Immer, wenn ich dort gehe, bist die Platz im keinen Ordnung aber immer viele Leute. Vielleicht wird es besser. Man weisst es nicht. Dann, gestern war es ein Madchen ohne Kleidung auf dem Dach draussen die ich durch der Fenster sehen könnte. Seine Busen war nicht grosse. Sie war leider nicht sehr sexy. Sonnenbade ist vielleicht nicht die korrekte Wort, aber sie ist am Dach gewesen fur lange Zeit, ohne Kleidung, in die Sonne. Sie hat nicht getanzt. Ruf-mich-an.... schnell ... ich komme ...

Síðan eru einmitt mjög skrítnar sjónvarpsauglýsingar hér. Klam kklám klám k´kllllám selur þvottaefni?

miðvikudagur, 12. júlí 2006

slow - motion - langsam

held jafnvel að líkami minn sé farinn að venjast pínulítið hitanum. Ekki þó svitanum. Fórstu út að vitanum?
Ég ætla að fá mér sushi-pizzu í kvöld.

eða þýðir langsam kannski leiðinlegt? locker er kannski orðið sem ég er að leita að... bíðum nú við, athugum

hægur: leicht, bequem, langsam; og ofar á sömu síðu:
hægðir : Stuhlgang, tregar hægðir: Verstopfung.

Friður og ást í hjarta

mánudagur, 10. júlí 2006

immer gut

staðan: Hverju hvíslaði gaurinn í eyra Zidane, sem fékk hann til að skalla hann í brjóstkassann? Upp komu hugmyndir á borð við: mamma þín er hóra, ég fór upp á konuna þína sem er fínasta pía o.s.frv. Allt tengt konum... En ég hélt með Frakklandi. Í dag hef ég heyrt White Stripes-stefið margsinnis sungið af oftast karlmönnum sem eru líklega að fagna sigri Ítala.

Úti er niðamyrkur einhverjar pöddur láta heyra í sér í skóginum hérna fyrir utan (sem telur kannski 4 5 hæða há tré umlukin af 6 hæða húsum). Buxunum hef ég rennt upp á hné sökum hita. 34 stig á morgun.
Í spilaranum spilast Final Fantasy. Mjög mikið drama og það er borg í Grikklandi sem heitir Drama.
Foucault hafnar Fyrirbærafræði. Mér finnst bæði flott, Foucault og Fyrirbærafræði.

eins zwei drei vier. Heute hab´ich viel gemacht. Wenn ich bin aufgestanden habe ich yoga gemacht. Dann trank ich 2 portioner Kaffee und ass ein bisschen yogurt und ein apfel. Foucault war bei mich die ganzen Tage, in meinem kopf, weil jext lese ich The Order of Things. Nachmittags bin ich zu Mitte gegangen mit mein liebling und das war sehr schön. Wir waren auch in einem restaurant und trank rot wein. Es war wunderbar.

ahoy hoy = var sú kveðja sem Graham Bell vildi hafa þegar fólk tæki upp símtólið.

hello = það sem Edison stakk upp á.

föstudagur, 7. júlí 2006

leben im Donner

Donner=þrumur
og eldingar og gífurleg læti útifyrir. Sko í þrumunum. Ekki í Þjóðverjunum. Búin að horfa á einn og hálfan fótboltaleik í lífinu mínu og það á mjög skömmum tíma. Mér fannst seinni leikurinn mun betri. Ekkert væl og hraður bolti. Jamm, hugtökin... Eftir að Þjóðverjar töpuðu sá ég marga fallast í faðma og gráta. Það var spes. Engin læti og löggurnar sem voru búnar að koma sér fyrir á hverju horni til að róa trylltan lýðinn eftir að Þýskaland ynni voru bara að chilla á hjólunum eða inni í bíl og ábyggilega hlusta á leikinn í talstöðvunum sínum.

Í gær voru 34 stig af hita. Þá svitnar maður og hitnar.

Hitti mann frá Sóvakíu í dag og hann gaf mér blað. Vinur nr. 1
En annars búin að hitta fullt af fallegu fólki og fara þar sögur helst af Carli sem heillar mann upp úr skónum á ensku og þýsku, 2ja ára gamall. Foreldrar hans eru sosem ágætir líka... ha ha ha þau eru útlensk og myndu aldrei skilja þessi skrif. En maður ætti kannski aldrei að segja aldrei. Ég stefni nefnilega að því að rifja þýskukunnáttu mína upp hér á strætum Berlínar og er strax byrjuð. Það er gaman og gengur vel. Takk fyrir kveðjurnar konur.

Einu sinni var ég hluti af hóp sem kallaðist La petite famille. Nú er einn búinn að bransa út og orðinn pabbi. Held maður bransi út þegar önnur kynslóð birtist. Veit ekki hvort hópurinn sé til enn í dag, en ef La petite famille á einhvern tímann eftir að hittast án nokkurs annars, t.d. inni á baði, þá veit ég að tekin verður mynd. Hamingjuóskir til litlu fjölskyldunnar.

mánudagur, 3. júlí 2006

crazy jane is back in my mind...

og nick drake syngur og spilar fyrir mig í þessum töluðu. Eftir annasama helgi er ég núna fyrst að róast niður enda alveg að verða tilbúin að fara. Búin að pakka fötunum, á eftir snyrtidót og dót til að leika sér með sem inniheldur 5bækur tölvu myndavél 1 stk tímarit og E621. Í fréttablaðinu í dag var frétt þess efnis að áætlaður fjöldi í miðborg Berlínar á morgun er 900,000. Krakkar, þið þurfið ekkert að taka svona vel á móti mér.

Velti því fyrir mér hvort ég eigi eftir að eignast nýja vini á 2 mánuðum. Hvað tekur það langan tíma að eignast nýjan vin? Hvenær kallar maður fólk kunningja og hvenær kallar maður fólk vini?

Þá var skellt í óvænta síðbúna afmælisveislu fyrir föður minn, sjötugan. Sækir vatn í mæjónesfötu niður í fjöru (semsagt sjó) og baðar psoriasis hendurnar sínar í því, ætlar að ná sér heilum á viku... það er markmiðið allaveganna í bili. Ráðist var í gerð heimildarmyndbands um þessa samkomu, þar sem hver og einn fékk m.a. að senda kveðju. Aðeins einum af 21 datt í hug að syngja afmælissönginn.

Blómin komin í pössun þar sem þeim líður strax vel.
Ég að fara í pössun til stórborgar og ég er sannfærð um að mér eigi strax eftir að líða vel.

laugardagur, 1. júlí 2006

faeinar stadreyndir

ég er ástfangin

ég er að fara að hlusta á djass með mömmu

ég á góða vini og fékk 2 góðar gjafir í gær

Þriðja gjöfin var 1. og 2. sería af Dallas þáttaröðinni. Veit ekki hvernig kvenhlutverkin eiga eftir að fara í mig... það kemur í ljós enda ekki byrjuð að horfa þó ég sé með stefið á heilanum.

Gengið frá og lokað í sumarfríi kl.14:36