laugardagur, 30. júlí 2005

Water element
Your element is Water. You have a calm aura around
you and are in tune with the world around. You
observe it but rarely interfere. Because of
your shy and timid nature you will not have so
many friends in your life. But then again,
large crowds aren't your thing anyway. You are
comfortable on your own and are reserved to
others who you don't know or know very little
of. You know everyone out there does not want
to be your friend, and knowing that is good.
However, people who don't know you that well
thinks that you are cold and distant since you
don't want to talk to them. Although you mean
no harm, you can't always be perfectly
understood in the world. No one can. Life in
general are you quite serene with even if there
are some things you don't like. Your love-life
is not so full of boys/girls, but if you
flirted more with the ones you were interested
in I'm sure something would happen. The hobbies
you choose are calmer ones, you are no party
girl that likes to drink and make-out with
three or more guys/girls in one night. Reading
a book or swimming is more your thing. Rate and
message!


What is your element? [with pics + 7 outcomes + detailed answeres!]
brought to you by Quizilla

föstudagur, 29. júlí 2005

stemmari

byrja á spes kveðju til hildar og bumbunnar. Var að hugsa um barn í dag. Eins og hálfs árs dóttur bróður míns. Það var gaman. Við héngum mest á leikvellinum á Klambratúninu. Þar var fullt af krökkum og mömmum og pöbbum og ömmum og barnapíum. Fórum á myndlistarsýninguna á Kjarvalsstöðum sem er svona yfirlit íslenskrar myndlistar. Oh so boring. Alltaf a.m.k. ein til tvær yfirlitssýningar á sumrin fyrir túristana í stóru söfnunum. Gleðin skein þegar fuglar komu fyrir í myndunum og síðan ætlaði hún að fríka yfir mjög dimmri mynd... Trópí og kaffi í kaffistofunni. Stemning.

Önnur stemning er ákkúrat núna. ,, því loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er" hljómar núna á samtengdum rásum Rúv. Kerti og te. Svona til að hita sig upp fyrir versló. Já kertin eru komin aftur til mín á kvöldin. Þýðing= það er orðið dimmt á kvöldin. ,, ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get".

Þriðja stemning var í Gullsalnum áðan. Þar heyrði ég síðustu tóna Hudson Wayne með brass-spilurunum (sem koma held ég bara fyrir í einu lagi á nýju plötunni þeirra battle of the bandidos sem er góð). Og fyrstu tóna stórsveitar nicks noltes. Langaði til að dansa en fólk sat bara við dúklögðu hringborðin og andlitin glóðu af hitanum í salnum á Hótel Borg. Þannig að ég fór bara eftir að hafa hangið frammi á barnum og hitt og séð fólk. Held að eitthvað að nn stórsveitin verði á Krútt 2005 á Lýsuhóli um næstu helgi (þ.e. eftir versló) og þar verð ég með jökli. Og skemmtilegu fólki. Og skemmtilegri tónlist og myndlist. Jamm. Varla búin að ná mér niður eftir ferðalag síðustu helgi og ég er strax byrjuð að hugsa um næsta ferðalag. Sumrin eru til þess að ferðast ekki satt? Fer að fara að ferðast í huganum til Malawi og fleiri staða í Afríku með bókinni sem ég er að lesa núna don´t let´s get out to the dogs tonight. Mjög góð. Góðir straumar í vefheiminn og alvöru heiminn til ykkar.

miðvikudagur, 27. júlí 2005



Búin að vera úti á landi í dásamlegri vegaferð. Sparakstur, náttúra, listir og læti. Hittum m.a. þessar kýr sem voru bara að chilla á veginum og kálfurinn var að drekka þannig að maður beið bara... Síðan má fólk geta hvaða fjall þetta er hér að neðan, en samkvæmt ferðabókunum er það eitt mest málaða fjall í listasögunni.

þriðjudagur, 19. júlí 2005

viðburðir hversdagsins

í dag gerðust nokkrir viðburðaríkir viðburðir.
Morgun/hádegiskaffi í sólinni með góðu fólki.
Eldhúsið málað með hjálp Gylfa og það tók bara enga stund.
Eftirmiðdagurinn. Fótpoki og skemmtilegt fólk í Hljómskálagarðinum.
Kvöldið. Mjög blátt áfram kall á kaffihúsi vatt sér að okkur... sagðist vera frægur prófessor, fyrst í íslensku, svo læknisfræði... vildi tala blátt áfram um kynlíf. Sagði m.a. orðið ríða mjög oft, hann var kominn með grátt hár, sýndi okkur hlerunarbúnaðinn sem festur var við brjóst hans (sem var ábyggilega fyrir einhverjar læknalegar tenginar og ég sagði: ,, nei þetta er ekki hlerunarbúnaður eins og í myndunum, það vantar vírana" þá kom hann með þá skýringu að hann væri læknisfræðilegur prófessor og nemendur hans væru að gera tilraunir á honum og hleruðu allt sem hann sagði...

mánudagur, 18. júlí 2005

fyrst með frettirnar...

komin heim úr egilshöll.
Þar var gaman.
Forgotten Lores. Gott grúv. Góð frammistaða og skemmtilegt að hafa lifandi hljómsveit í gangi og a.m.k. þrjá rappara.

Hjálmar. Sá ekki eitt lag með þeim. Sá heldur ekki eftir því. Ástæðurnar eru m.a. þær að Hjálma hef ég séð oft. Mjög oft. Í boði var að upplifa fólkið sem sótti tónleikana og glápa úr sér augun milli inngangs og veitingastaðar. Klístur á gólfinu. Tískan... sjiiit. Ungar stelpur aðallega, í alveg eins fötum, í vinkonuhóp. T.d. svart stutt pils, túrkíslitaður (bleikur, gulur) hlýrabolur, húðlitaðar/engar sokkabuxur, svört stígvél (indjána). Annað algengt var að breyta svarta pilsinu út fyrir stutt gallapils. Síðan voru nokkrir sem skáru sig úr. T.d. stelpan í venjulegum bleikum jogginggalla og útsölustrigaskóm, með massaþykka gullkeðju niður á maga. Ábyggilega nokkuð þunga ef þetta var ektagull, kannski fær hún kryppu. Aldursskiptingin var nokkuð breytileg. T.d. var nokkuð um börn ekki í sjáanlegri fylgd með fullorðnum. Síðan kom hundur og löggur sem litu út eins og persónur (t.d. þær sem myndu sækja skemmtistaðinn sirkús (lýsing þessi er aðeins til þess að gera grein fyrir því hvernig indí-tískan ef svo má kalla hefur náð til breiðs hóps, t.d. með hárgreiðslum)). Löggurnar, óeinkennisklæddu með hundinn í fararbroddi sem vatt sér upp að einum fóru svo afsíðis. Gangsta, yo. Ég á pottþétt eftir að sjá Hjálma síðar.

Hæsta höndin / hendin. Hmmm. Ekki mjög spennó rapp. Ekki mjög spennó undirspil hjá skífuþeytaranum. Var bara ekki að gera sig fyrir mig. Sögðu m.a.: ,, egilshöll, í húsinu..." Er það þýðing á in da house?

Snoop. Nú er bara að draga andann djúpt. Tveir skjáir voru sitthvoru megin við sviðið. Það virkaði vel, þó maður sæi líka vel, því aðeins helmingur hallarinnar var notaður. Áður er ljósin voru kveikt á sviðinu byrjaði stuttmynd - gangsta mynd eftir manninn, með sjálfum sér í aðalhlutverki ásamt tveimur konum, mjög mjög mjög svo fáklæddum. ,, nú fær strákurinn að sjá blaut brjóst" hugsaði ég og leit á 11 ára strákinn hliðina á mér sem var þarna með pabba sínum og vonaði að á skjáinn kæmi ekki gróft lesbíuklám eins og Snoop var með á tónleikum í Svíþjóð. En strákurinn sagði bara yeah við pabbann þegar brjóstin komu í nærmynd og myndin lét allt líta út fyrir að þau þrjú (snoop og gellurnar) væru að fara að ríða en engin kynfæri voru sýnd, bara nóg af byssum... ok tónleikarnir. Hvað get ég sagt. Þekkti rúman helming laganna sem voru flutt á mjög ólíkan hátt og þau eru á plötunum. T.d. voru ,,klikkin" í drop it like its hot ekki höfð með, en dj-inn skratsaði þau undir kúabjöllu trommarans. Ég var soldið ánægð með það ef það er gert af virðingu við þá sem klikkin framkvæma, ef þeir voru ekki á sviðinu, þ.e.a.s. Annars veit ég ekkert hvaðan klikkin koma, þó einhver sé að gera þau í vídeóinu. En snoop tekur mikið af dóti frá öðrum, t.d. dauðum rappurum. Líka lifandi. Kannski er það bara þannig on the eastside, yeah that´s my cribside. yeah. Bestar voru The Snoopettes. 4 danskonur. Lífguðu mjög uppá hljómsveitina og gáfu mér nokkrar hugmyndir fyrir þegar ég fer næst að dansa á barnum... ehem. En því er ekki að neita að maður hristi sig, skók sig og svitnaði, put your two´s in the air... Mjög gaman. Aldrei gleymi ég því þegar ég sá Snoop... Eða mr. snoopy eins og Victoria Beckham kallaði hann þegar hún hitti hann með David. Og Snoop var sko ekki að fíla það. En Snoop hafði séð David skora mark og sagði: ég vil fá símann hjá honum. Þannig verða menn vinir í dag.

Góða nótt

föstudagur, 15. júlí 2005

pbpbpbpbpbpb

lost - komin á þátt 21 af 25. Góð syrpa í áhorfi var tekin í dag. Þrátt fyrir fyrstu sólarglennuna í langan tíma. Enginn krakki = enginn matur á matartímum. Berlínarbúarnir komnir heim til sín heilir á húfi eftir góða dvöl. En krakkinn, Carl var massamikið krútt (þó kann ég skringilega við að kalla krakka krútt) og þó hann hafi bara verið hér í 2 vikur sá ég hann pottþétt breytast. Undursamlegt ferli. Nú er annað undursamlegt ferli að fara að taka við. Frí númer tvö. Sneddý að skipta fríinu niður í búta, allaveganna hentar það mér ágætlega. Snooooooop á suuuuun.

þriðjudagur, 12. júlí 2005

"l"l"l"l"l"l"l"l"

tvennir tónleikar á tuttuguogfjórum tímum. Í gærkvöldi var skundað á grandrokk þar sem kimono spiluðu. Það var gaman. En skemmtilegra var að tvær eldri systur mínar komu, upplifðu tónlistina á góðan hátt og sig sjálfar sem elliheimilisbúa og fengu hellur í eyrun. Í kvöld var það semsagt Antony and the Johnsons. Mjög sérstök rödd. Mjög róleg tónlist. Flott að hafa svona selló, harmóníku, gítar, bassa, fiðlu og flygil saman. Var samt ekki að fíla þetta í einhverjar ræmur. En mjög góð upplifun, og gaman að sjá Hudson Wayne spila fyrir amk 700 manns. Þau stóðu sig mjög mjög vel. I thought this would be a drag show heyrði ég einhvern segja þegar ég var búin að fá nóg af því að standa fremst með hildi völu og fleiri frægum. Það var fyndið. En spes röddin reddaði þessu soldið og fötin sem héngu rifin utan á Toný. Sussum svei. og vei.

Á morgun er spáð vestanátt á landinu, kemur þá nokkur rigning á suðurlandið? bara að pæla í því að fara golden circle og svona... Kannski lllll heiðina yfir til þingvalla, hvað heitir hún aftur? lágheiði, eitthvað ell. Það er ég vissum.

annars eru bara umræður í gangi um borgina berlín. Þar sem allt og ekkert er að gerast. Nú veit ég margt um borgina og mjög margir sem ég þekki hér á íslandi eru einmitt að fara að flytjast þangað í haust, allaveganna svona tíu manns. og ábyggilega fleiri sem ég þekki ekki. Berlínarbúunum líkar dvölin hér vel og það er yndislegt að geta hitt fólk sjaldan, en geta slappað af almennilega, án þess að þurfa að vera í einhverju stressdæmi, en síðan er líka alltaf soldið að hafa fólk inni á heimilinu, því þá getur maður ekki hlaupið nakinn um eins og ég geri á hverjum morgni til að hylla líkamann og ég skil ekki af hverju allt þetta fólk er alltaf á götunni á ákveðnum tímum dagsins, starandi upp í gluggana... hjúkk að það eru komnar gardínur.

genau. bis spaeter.

sunnudagur, 10. júlí 2005

frettir

um klukkan sex skoðaði ég fréttir á tveimur fréttasíðum, cnn og bbc í evrópu. Enn voru fréttir um sprengjurnar í london á forsíðu cnn, en bbc fjallaði um sprengjuárásina í Írak í dag á forsíðu sinni.

Sveitalífið var ljúft. Lónið á mývatni margfalt huggulegra, betra, hreinlegra og með fallegra útsýni heldur en það á suðurnesjum. En 1100 krónur fyrir einn fullorðinn kostar það að dýfa sér í þetta undur. Það er fremur skítt. 2 bjórar á bar.

Ásbyrgi undurfallegt. Veiðiferð, þar sem ekkert var tilsparað við útbúnaðinn, en aflinn slakur. Chill, matur og rólyndisgleði. Gönguferð á fjall. Tippasafnið á Húsavík. Matur hjá systu á Húsavík. Ást og friður. Og hamingja.

Nú: borgin. Get ekki sagt að gestir okkar séu heppnir með veðurfar. En það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs...

Verð að þjóta í gómsætan mat sem býður mín á borðinu, gott að hafa góða kokka í heimsókn.