þriðjudagur, 29. júlí 2008
sumar myndir
Hér að ofan má m.a. sjá gosbrunninn í lystigarðinum á Akureyri, borðað undir berum, Ísafjarðardjúp, róðrakeppni í sundlaug og állömb úr holu.
Annars allt gott og andlegur undirbúningur fyrir ferðalag til France er hafinn. Yngsti meðlimurinn búinn að fá passa, ég búin að finna orðabókina og er að æfa mig í að dreyma á frönsku. Au revoir et á bientót.
miðvikudagur, 16. júlí 2008
laugardagur, 5. júlí 2008
Dularfalla taskan
Hér var dinglað á dyrabjöllunni um klukkan 06:00 í morgun. Það er svosem ekki nýlunda, en í morgun þegar ég fór á fætur og niður að ná í blöðin lá svartur bakpoki á tröppunum utandyra. Um hann skeytti ég engu enda er ég helgaráskrifandi að Mogganum og fæ því enn meira að kjamsa á um helgar. Síðmorguns var bakpokinn kominn yfir götuna við horn hússins og girðingarinnar á móti. Mogginn og hin runnu niður með kaffinu og fyrr en varði var mér litið út um gluggann til þess eins að uppgötva bakpokann kominn í tröppurnar sem eru eilítið niðurgrafnar hér á móti. Seinnipartinn var farið í garðinn auk þess sem ég náði að vinna að skrifum við eldhúsborðið. Nú, þegar ró er komin yfir börnin 2 og 3 fullorðna sá ég 2 framhaldsskólapilta vera að vasast við húsið á móti, kíkja yfir grindverið og yppa öxlum og með vindinum heyrði ég þá segja að þeim þótti skrítið að pokinn væri ekki lengur á sínum stað. Hvað ætli hafi verið í bakpokanum?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)