fimmtudagur, 27. apríl 2006

sol sol sol

ótrúlegt hvað hugurinn getur maður.
Fór í sólargeislaslökun í yoganu í dag. Magnað alveg hreint.
Ritgerðin gengur vel. Vil þó helst vera að flikka upp á hjólið mitt, taka til, henda úr skápum og eyða tíma í að plokka hár. Held að hvítvínsglas væri við hæfi í sólinni. Á síðan stefnumót við fræðikonur á barnum sem verður eflaust fútt fyrir hugann. Og andann að sjálfsögðu. Kveð með rússneska lounge tónlist í bakgrunnin.

miðvikudagur, 26. apríl 2006

á leiðinni

Sílikon eiturgufur gerðu það að verkum að ég fann lyktina af djassi úr kjallaranum.
Upplýstur afturendi Ingólfs
lýsti mér leiðina heim
stilla í lofti
Lifandi neonandlit í glugganum í 1011.
Köttur á bekk undir tré.

Eins og lesendur sjá glögglega kemur ofanritað ekki til með að leiða til neins. En trúi því að hugskeyti megi senda á milli fólks. Hver hefur ekki lent í því að síminn hringi og ,,ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig". Hugsanir má líka færa í orð og þannig verða þær kannski raunverulegri, haldbærari. Fékk líka góða sumargjöf í dag. Kannski fæ ég aðra á föstudaginn.

þriðjudagur, 25. apríl 2006

viðburðir

hér má sjá afritun af miðanum sem ég skrifaði fyrir daginn í dag:

sturta - læra - yoga - tannlæknir 13:45 - vinna.

Svona er maður orðinn sjúskaður í hausnum, verður að skrifa miða til að muna. Kannski eru þessir miðar mínir líka til þess að halda mér við efnið. Sem er ritgerðarsmíð um vettvanginn í mannfræði. 2 blaðsíður af 10 komnar á blað.

Hjá tannsa, reyndi ég að anda djúpt og slaka á í stólnum. Sem gengur bara ekki svo vel þegar hljóðið inni í hausnum á manni er að æra mann. Hljóð borsins að sjálfsögðu. Enda er ég ekki með sterkustu tennurnar. Upplifi mig sem hetju í hvert sinn þegar þessu er aflokið, kúreka sem hefur verið kýldur hressilega utanundir, enda var ég dofin í langan tíma eftirá. Klinkan talaði um andvökunótt sína, og daginn eftir komst hún að því að 3 aðrar konur í Árbænum hefðu verið andvaka sömu nótt. Tannlæknirinn hélt að geimskip hefði verið fyrir ofan Árbæinn sem hélt fyrir þeim vöku (var ekki alveg í aðstöðu til þess að meta hvort hann hafi verið að reyna að vera fyndinn), en klinkan var sannfærð um að þetta hefði eitthvað að gera með þrýstinginn. Ég reyndi hvað ég gat, en án árangurs að benda á að þegar djúp lægð væri yfir borginni hefði skrifstofa skólastjórans alltaf verið full af gemlingum og öll börnin í pati. En þeir dagar eru liðnir. Ég er ekki lengur kennari. Kannski verð ég kennari aftur seinnameir. Eða flugmaður. Helst þó uppfinningamaður. En ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir.

laugardagur, 22. apríl 2006

i stuttu mali

þá er internetið horfið heiman frá mér. heimasíminn líka. það er pottþétt draugur í símanum, eða í símalínunni. Þegar ég tek upp tólið heyrist tómt hljóð, eins og einhver á hinum endanum hafi gleymt að leggja á og enginn er sónninn. Símafyrirtækið vodafone segir að tæknideildin sé að vinnna í þessu, síðan í gærmorgun. Afleit þjónusta á háhraðatíma með tengingum út um allt og rafmagnsstraumum. zzinng ztinng.

núna er ég því staðsett á bar. en búin að vera í berlín þar sem sumarið var að koma og ég hjólaði út um allt með umferðina iðandi hliðina á mér, soldið óhagstætt ef maður var búinn að fá sér í tána. Fór á tónleika og í garðinn og út að borða og á berlínarbiennale þar sem málverkið er dautt og vídeóið er orðin nýja myndlistin. Átti yndislegt frí og hlakka til að fara aftur. Nú reality check one two three og skólavinna framundan. Síðan kann ég ekki við það að ríkisstjórnin hafi logið að mér um væntanlegt góðæri byggt á stóriðjustefnu og öðru eins. Hvar er góðærið? skammtíma skammtíma shit. Kreppan vofir yfir og verðbólgudraugurinn snýr kannski aftur í næsta áramótaskaupi, en ég man einmitt þegar hann kom fyrir áður á níunda áratuginum og skildi ekki neitt í honum.

Kirsuberjatómataplantan var búin að stækka töluvert í sturtubotninum.

miðvikudagur, 12. apríl 2006

aðs vif

ég sver það það er að líða yfir mig af spenningi. Eftir veðurspánni að dæma býst ég við að meðaltali 10 stiga hita, sól og ský og kannski vorrigningu. Vona að ég sjái fuglaunga. Og vorblóm. Blómin mín aftur á móti, þ.m.t. unga kirsuberjatómataplantan eru komin inn í sturtu. Þar ætla ég þeim að dafna á meðan ég er í burtu. Sólskinið og evran á svona 93 krónur. Flugvöllur, fólk, flugvélar, flugfreyjur og þjónar. Vorstraumarnir eru á leiðinni.

Verð að róa mig með kaffi og sígó. Ást og friður.
p.s. keisaramörgæsamyndin er æði, sem og bbc þættirnir á rúv á mánudögum, Planet Earth.

þriðjudagur, 11. apríl 2006

á ferðalagi

Ferðalag 1 hófst 23. mars síðastliðinn sjá nánar hér
.

Ferðalag 2 hefst líklega á morgun, allaveganna í huganum. En á fimmtudag fer ég í páskafrí til Berlínar.

Góðar stundir.

föstudagur, 7. apríl 2006

afsökun

í dag var afsökunin ,, af því að hún er svo fátæk" notuð af viðmælanda mínum.
Þetta verður að teljast til tíðinda hér á landi þar sem allir eru á yfirdrætti og í djúpri skuldasúpu og fáir beinlínis ríkir. Athuga ber þó að í þessu samhengi er átt við efnislegan auð. Ekki andlegan. Þá vil ég ekki gera lítið úr þeim sem eru raunverulega fátækir og þurfa að svelta, ganga í sömu fötunum í mörg ár, sofa á dýnu, eiga bara 1 sokk og hallærislega úlpu... (í boði silvíu, en hún tekur sig vel út í auglýsingunum frá Japan)

Vinkona viðmælandans kom semsagt í heimsókn, þunn og ósofin uppúr hádegi í dag. Báðum fannst greinilega við hæfi að það sé eðlilegt að sofa heima hjá vinkonu sinni um miðjan dag þegar aðrir heimilismeðlimir eru að sinna sínum störfum, líka inni á heimilinu. Ég innti eftir því hvers vegna vinkonan gæti ekki bara sofið úr sér heima hjá sér og svörin voru þessi: fátæklingur, sem býr í 44 fermetra íbúð með móður og systur, það er bara þægilegra að sofa hér... og fyrir utan var bíll vinkonunnar, nýr upp úr kassanum. Er þetta meðaumkun ríka fólksins? Að leyfa fátæka fólkinu að sofa úr sér heima hjá sér? Eða meikaði vinkonan bara ekki að vera heima hjá sér og fá yfirheyrsluna frá mömmunni?

Síðan var stutt lexía í boði fyrir unglingana varðandi bremsuför í klósettum. Unglingarnir telja sig fullorðna á mörgum sviðum, en ætlast samt til að einhver skrúbbi skítinn. Einhver annar en þeir.

Vandamálið er bara, var ég svona? Ég er búin að vera að reyna að muna hvers konar unglingur ég var, því núna tel ég mig vera rosa fullorðins eftir miklar pælingar, þó ég sé stundum spurð um skilríki. Verð þó að minnast einnar sögu úr íslenskutíma í gaggó þar sem kennarinn spurði nemanda um heimaverkefni þar sem svörin voru í alvörunni ,,ég var í baði og verkefnið datt ofan í baðkarið"

Úthverfamóðirin kveður að sinni því eftir hádegi á morgun verður hún ekki lengur til.

miðvikudagur, 5. apríl 2006

fermdur fullorðinn?

Strákur fagnaði 3 mánaða sambandi við stúlku í gær til klukkan 24:38. 38 mínútum síðar en útivistartíma lýkur.
Er með teina. Og teygjur. Ein teygjan á framtönnunum. Tekur hana bara úr þegar hann þarf að fara í sleik. Byrjaður að þvo af sér sjálfur. Kannski lógíst þegar blautir draumar eru komnir á stjá og maður vill ekkert að mamman (sú sem þvær mestan þvottinn) fari út í þau efni. Spilar póker, handbolta og fótbolta.

Það er fínt að búa annars staðar (sofa og vera með) annars staðar og koma síðan heim til sín að læra. Og fá sér te.
2 bls. eftir í fyrri ritgerðinni. Nú er það líkömnun sem ég er að fara að skoða, eða embodiment. Holdtekja var líka ein þýðing sem og holdgerving. Friðarte í kuldanum hér. Í fyrsta sinn fannst mér húsið eitthvað óþétt vegna vinda.

laugardagur, 1. apríl 2006

hlutverk

var kennari á milli 13 - 15 í dag þegar krakkar komu í leikprufur. 2 börn voru ekki sótt á tilsettum tíma. 1 strákur og 1 stelpa. Ein móðirin var að keppa í borðtennismóti og hin hafði verið að versla í bréfpokabúð á laugaveginum. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa lesið krakkaopnuna í morgunblaðinu um hádegi og dró hana fram fyrir börnin sem gerðu þrautir og dulmálslykil þar sem útkoman var: æfingin skapar meistarann.

Ungt fólk eru samfélagshópur sem ég er einmitt að fara að kafa soldið dýpra í en í gærkvöldi fattaði ég hvað margir af minni kynslóð eiga og eru að eignast börn. Og þá er um að gera að umfaðma það tímabil. Kannski verð ég líka mamma einhvern tímann. Maður spyr sig. En fyrst þarf nú á getnaði að halda og enginn er möguleikinn á því í augnablikinu sökum landfræðilegrar fjarlægðar. Datt líka í hug að reyna að eignast barn með hugarorkunni einni saman, en fattaði svo að það kemur kannski til með að líta út svolítið sækó.

Næstu vikuna verð ég unglingamóðir í úthverfi.