Kvöldsólin gerir laufblöðin ógurlega skær svona þegar liðið er á maí.
HÆ. Ekkert amalegt að það styttist í sumarfrí. Prófum lauk í dag. Nú er bara að ganga frá. Mér finnst gaman að ganga frá. Sérstaklega eftir á, þegar ég er búin að ganga frá. Það hreinsar líka til í hausnum á mér. Líkami og andi, andandi.
Nokkur atriði til afreka yfir Hvítasunnuhelgina: matarinnkaup, yoga, bókabúð+útskriftarveisla, Húsdýragarðurinn (get ekki verið þekkt fyrir að 2ja+ ára barnið hafi aldrei komið í HDG eða í tæri við lítil lömb og unga og önnur dýraafkvæmi), sund, Kaffiboð á gamlar slóðir, Lísa í Undralandi, athuga með lakk á snagann, hengja upp 2 ljós. Almenn gleði og grænka. Vei sumarið er næstum því komið...
föstudagur, 21. maí 2010
föstudagur, 7. maí 2010
Tilraunastofan
Á góðum stað á góðri stund. Nú loksins kalla ég þetta vor. Ilmurinn, birtan og það að geta verið úti án þess að verða úti. Náttúran kallar á mig. Ég verð komin í sumarfrí áður en ég veit af. En ég er nú aðeins byrjuð að laumast í náttúruna sem er svo mögnuð vera.
Umpottaði kálinu mínu í dag og það lítur svolítið slapplega út eftir að það er komið í stærri potta. En ég trúi að þetta séu harðgerar plöntur... en ekki hvað? Næst á dagskrá þegar þær eru búnar að venjast stóru pottunum er að þjálfa þær í útiveru. Taka þær inn á nóttunni.
Almennur hressleiki. Kaffið komið aftur inn í líf mitt eftir 3ja vikna kaffipásu! Byrjuð að lesa Hjómið eitt sem er frekar niðurdrepandi en spennandi samfélagsaðstæður. Bíð spennt eftir að sjá kynbættan lista B.F. Hlakka til morgundagsins. Ást og friður.
Umpottaði kálinu mínu í dag og það lítur svolítið slapplega út eftir að það er komið í stærri potta. En ég trúi að þetta séu harðgerar plöntur... en ekki hvað? Næst á dagskrá þegar þær eru búnar að venjast stóru pottunum er að þjálfa þær í útiveru. Taka þær inn á nóttunni.
Almennur hressleiki. Kaffið komið aftur inn í líf mitt eftir 3ja vikna kaffipásu! Byrjuð að lesa Hjómið eitt sem er frekar niðurdrepandi en spennandi samfélagsaðstæður. Bíð spennt eftir að sjá kynbættan lista B.F. Hlakka til morgundagsins. Ást og friður.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)