laugardagur, 28. apríl 2007

tikk takk

Það að strákar taki þátt í hvers konar jaðarmenningu gefur þeim tækifæri til þess að renna stoðum undir karlmennsku þeirra sér í lagi vegna þess að gildi jaðarmenninga felast oft í því að upphefja karlmennsku. Stelpur, aftur á móti, sem taka þátt í jaðarmenningu verða að finna sér leið á milli karlmennskunnar í jaðarmenningunni og kvenleikans í meginstraumnum. Tímasetning stelpna til þess að taka þátt í jaðarmenningu getur því sýnt fram á það að ögra stöðluðum hugmyndum um kvenlegt kyngervi...

allt í góðum gír hérna megin.
Get ekki beðið eftir að föstudagurinn næsti renni upp. Ein vika í skil. Þangað til þarf í ýmsu að snúast, eins og laga laga laga og ég má ekkert vera að breyta eitthvað heví... því þá fer allt í eitt allsherjar rugl, eins og ég er kannski í... Ha er ég í ruglinu... ekki í augnablikinu en ég væri alveg til í að detta í ruglið núna og varpa af mér öllu eins og einni tímasprengju. 0:00:01 Búúúúmmm.

þriðjudagur, 24. apríl 2007

gleðigleði

dúllurnar mínar. Ég ræð mér ekki fyrir kæti.
Var að fá bréf þess efnis að ég get rannsakað í sumar á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Mannfræðistofnunar Íslands.
Þess vegna er ég komin með vinnu í sumar.

Jíbýb´bib´bí´bbbbb

Er að reyna að ákveða titil á ritgerðina, þarf að vera búin að því fyrir morgundaginn.
yesterday´s gone, don´t stop thinking about tomorrow, it will be here... don´t you look back.
Mikil ást. Friður líka.

fimmtudagur, 19. apríl 2007

Gleðilegt sumar

Í morgun tók ég sérstaklega eftir því að vetur og sumar fraus saman, enda frosinn pollurinn úti á götu. Hélt af stað í sumargleðiyoga sem endurskapar mig, mótar mig og viðheldur mér... smá frasi úr ritgerðinni sem á í raun við um svo margt í samfélaginu eins og valdið sjálft sem er erfitt að koma auga á.

Í ritgerð er þetta helst: Fyrst í dag, auðvitað á sumardaginn fyrsta, sá ég fram á þann möguleika á að klára fyrir settan skiladag, 4. maí. Held þetta verði bara skemmtileg ritgerð allaveganna fyrir þá sem hafa áhuga á menningu og tónlist og konum. Og það eru nú margir. Sendi leiðbeinandanum seinasta kaflann með bros á vör og vona að hann gangi upp þó ég vænti þess að þurfa að gera smávægilegar leiðréttingar. Þá á ég eftir að gera inngang, lokaorð og laga. Laga og láta lesa yfir. Betur sjá augu en augu og þegar ég er orðin svona niðursoðin í dós með ritgerðinni þá er soldið erfitt að sjá það sem betur má fara.

Held að lagið eigi eftir að taka mestan tíma. En ég hef ákveðið að þessi ritgerð er afrakstur ákveðinnar vinnu á ákveðnum tíma og því mun hún bera þess merki að sjálfsögðu í góðum skilningi. Eftir að ég skila henni á ég ábyggilega eftir að hugsa, oh ég hefði átt að gera svona og hinsegin. Og það er bara ok.

Nú. Nafngift verksins veldur mér höfuverk. Eða ég ímynda mér að það eigi eftir að gerast. Hef ekki einu sinni hugsað út í það nýlega, en þurfti að láta vinnutitil á umsóknir hér fyrr á önninni. Þá hljómaði vinnutitillinn ég man það ekki.... úbs. ,,Ef ég væri strákur...": jaðartónlistarkonur í Reykjavík. Best bara að fá engan höfðuverk og finna titil eða nota þennnan. Kannski er hann ekki nógu lýsandi... hvað finnst þér?

Að öðru: þá skín sólin á mig og klukkan er átta. Myrkvunargluggatjöld eru ekki til staðar í þessu húsi og útlendingurinn er strax farinn að þjást á nóttunni vegna birtu. Það væri ráð að blanda svefnlyfi út í nightcap-inn, nú eða grafa upp eldgömul svefngleraugu af Saga Class frá því þegar ég var á leið út í lönd vegna business.

Í gær var mikið húllumhæ í Boston þegar brósi spilaði útskriftartónleikana sína þar í borg. Til lukku elsku Doddi. Ekki amalegt að vera tónlistarmeistari. Spurningin er hvað maður gerir við þannig lagað?

Come on, I´ll buy you a drink... er ein af uppáhaldssetningum mínum úr Dallas en það getur átt við að fá sér drykk heima á Southfork. Einu sinni vildi ég eiga heima þar. Ekki lengur. Fer kannski einhvern tímann í heimsókn en margar útisenurnar fyrir utan Southfork voru teknar upp í stúdíói sökum mikils vinds á svæðinu.

mánudagur, 16. apríl 2007

Flottheit

niður götuna gengur maður með pípuhatt.
Á mánudagskvöldi þegar klukkan er að ganga sjö.

Epli, ýsa og karrý eru kvöldmaturinn.
Kampakát yfir mínu góðæri.

föstudagur, 13. apríl 2007

sol i rigningu og sma snjo




sökum anna hefur ekki verið mikið líf hjá mér í netheimum nema þá helst til að uppfyllast andagift frá öðrum. Upplifun páskafrísins var nokkurn veginn í þessari röð sem voru jafnframt hápunktarnir: sveit, skrif, tónleikar og auðvitað páskaegg. Ljúf er lítil gjöf var málshátturinn minn sem ég kannast ekki við. Kannski er þetta einn af nýju málsháttunum. Leifar eggjanna má enn finna inni í ísskáp eftir að páskaeggið sem Lofthótel fékk fyrir gistinguna bráðnaði í sólinni á eldhúsborðinu. En örvæntu ekki því það var borðað þrátt fyrir að vera bráðnað og ég er ekki frá því að það bragðaðist betur nema nammið var soldið klesst.

Og ég skrifa eins og vindurinn. Eða mér finnst það allaveganna og ekki væsir um mann í vindinum í dag.
Á döfinni er að skrifa meira og hugsa meira. Hugsaði t.d. í dag um birtingu fjölmiðla á stjórnmálakonum í fyrirlestri hjá Karen Ross sem fjallaði á mjög skemmtilegan hátt um efnið. Þessa dagana leitar hugurinn þó upp á loft þar sem mig langar að mála veggi loftsins og endurskipuleggja. Þegar ég fæ þannig flugur í hausinn vil ég framkvæma strax. Það má samt ekki núna. Kannski verður birt saga um þann gjörning á þessari síðu í sumar.

Læt fylgja með 2 myndir, önnur er af glæfralegu dekki sem grófst í nýlagðar túnþökur við Laugardalshöll. Hin er af Brown Booby. Góðar stundir.

mánudagur, 2. apríl 2007

bara verið að blogga

mánudagur í boði FL (group)
þar sem rímurnar drjúpa af vörum og taktarnir trylla Frá heimsenda. Forgotten lores.
Lestur dagblaðanna lætur mig hlægja og ég veit ekki hvað skal segja. Ég vil breytingar takk. Og er ekkert ein um það. Koma svo. Fíla úrslitin í Hafnarfirði. Fíla að það sé vísir að íbúalýðræði. Fannst mikið koma til mótmæla skólabarna í Hafnarfirði þar sem þau vísuðu í sjálf sig sem framtíðina og spurðu af hverju þau væru ekki spurð?

Gabbaði 1.apríl gagn í gegnum gsm-síma og netið. Það veitti ekki sömu líkamlegu gleði og á sér stað þegar maður verður áþreifanlegt vitni af gabbinu. Er semsagt ekki búin að fá mér sæta gælu-rottu.

Páskið í nánd. Pálmi í gær. Allt gult. Vona að sólin fari að vakna aðeins betur.
Það er álfakokkur í eldhúsinu sem kallar upp úúú og fær móðu á gleraugun og æfir brúðarmars Wagners í huganum.