föstudagur, 2. október 2009

bláberjarokk

Undrin gerast í eldhúsvaskinum.

Til þess að ná bláberjablettum úr fötum gerði ég eftirfarandi með undraverðum árangri:

1. sjóða vatn í katli
2. taka flíkina og strengja yfir skál, þannig að efnið er strekkt, gott að nota teygju til að festa.
3. hella sjóðandi vatninu úr hárri bunu beint á blettinn, láta renna vel og muna að hafa bununa hátt uppi.
4. endurtaka nokkrum sinnum þar til bletturinn hverfur. Ég notaði svona 3 katla af vatni á nokkra bletti.
5. þvo flíkina strax í vél.

Einföld húsráð fyrir einfalda náttúrulega bletti.
Ást og gleði og friður til ykkar. Góða helgi.