fimmtudagur, 31. ágúst 2006

haustveiðar

Eftir að hafa farið eldsnemma í sund fór ég á bókasafnið og þaðan út í fjöru. Þar var háflóð og sólin skein, og lítill vindur. Það var yndislegt að sitja og horfa og hugleiða þangað til selurinn skaut upp kollinum og horfði í kringum sig. Ég var fljót að stökkva á fætur og gera viðvart, með tralli og hæi svo selurinn myndi nenna að sýna sig betur og kannski leika við mig. Hann virtist alveg til í það og fór upp á sker. Þá tók ég upp haglarann og skaut í skerið til þess að fæla hann af því í von um að hann myndi koma nær fjörunni svo ég gæti tekið hann af betra færi. En hann lét sig hverfa af skerinu vitlausu megin, þannig að ekkert varð úr selveiðum mínum í dag. Vinsamlega athugið, ég myndi aldrei veiða meira en ég gæti notað.

Þetta er búið að vera yndislegur dagur. Ég er kát og glöð. Besta fólk umkringir mig og er mér gott, styður mig og styrkir. Því er ég þakklát. Í sundinu var mér hugsað til B&B á búgarðinum í Svíþjóð og sendi ég þeim mínar bestu kveðjur. Helgin bíður spennt eftir mér, með Ljósanótt í Reykjanesbæ og Pakkhús Postulanna. Það væri ekki úr vegi að fá sér vínglas í tilefni dagsins og jafnvel skella einu aubergine á grillið með geitaosti. LIfið heil.

þriðjudagur, 29. ágúst 2006

friction

gengur ekki vel að blogga, en gengur aftur á móti vel að reykja ekki. Það er gaman.
Það er aldeilis fínt að vera byrjuð að vinna. Jákvæðnin skiptir máli hvort sem það er heima fyrir, á vinnustað, í skólanum, eða bara hvar sem er. jájákvæðninborgarsig.
Skólinn byrjar í næstu viku, þannig að þangað til verð ég ekkert of stressuð, ekki það að ég sé hin stressaða týpa en samt er soldið skrítið að reykja ekki. Hugur minn rasar og rasar dagsdaglega. Mér finnst ég ekki geta slappað af í sófanum og chillað feitt og mér finnst maturinn alveg sérstaklega bragðgóður. En ætli nýjabrumið af því að reykja ekki eigi ekki eftir að hverfa eftir skamman tíma?

Eftirfarandi bækur í góðu standi til sölu:
Friction: An Ethnography of Global Connection eftir Tsing.
Development Anthropology eftir Nolan.
Development Fieldwork eftir Scheyvens & Storey.
Localizing Knowledge in a Globalizing World ritstýrt af Mirsepassi, Basu og Weaver.
Imperial Eyes: Travel Writing and Transculturation eftir Mary Louice Pratt.

miðvikudagur, 23. ágúst 2006

auf wiedersehen

Á tónleikunum í Colombia Halle í gærkvöld komu fram Broken Social Scene, Nada Surf og Calexico. (ok. verð að viðurkenna það, og eitt þýskt upphitunarband sem ég bara man ekki hvað heitir, því ég heyrði bara 2 óspennandi lög með þeim). Bannað að skilja útundan.

Nada Surf
IMG_2986
Ég þekkti tvö lög með þessu bandi líklega úr fjölmiðlum og bjóst við argasta poppi. En þá er svo gaman að láta sér koma á óvart og fara með opnum og frjálsum hug. Vissulega var Nada Surf hreinlega leiðinlegt áheyrnar á köflum. En nokkrum sinnum fóru þeir á gott djamm-flæði og þá var gaman. Söngvarinn/gítarleikarinn minnti mig á Beck á sínum yngri árum, þ.e.a.s. í útliti og í fjarskanum inni í sal að sviðinu. Formaðurinn bað fólk vinsamlega um að vagga sér til hliðanna í einu lagi (dansa) og jafnvel klappa með viðlaginu. Áhorfendur tóku vel í þá bón og húrruðu, en þegar allir voru sveittir að vanda sig við að vagga til hliðanna, þá gleymdi ég að hlusta (því ég var að vanda mig svo mikið við að verða við bóninni og vagga mér eins og allir hinir) og lagði við hlustir og komst að því að lagið væri frekar leiðinlegt fyrir minn smekk. Það lét mig hugsa um sambandið eða vansambandið milli listamannanna á sviðinu og áhorfenda. Það er raunverulegt, líkamlegt bil á milli (upphækkuð svið, herskurður (á stærri sviðum) og girðing og öryggislið). Síðan er það bilið milli þess að vera að koma fram sem skemmtikraftur, listamaður o.þ.h. og þess að vera kominn á staðinn sem áhorfandi, áhangandi, aðdáandi, til þess að berja listamanninn augum og það sem hann býður uppá. Nóg um bil í bili.

Broken Social Scene
IMG_2982
Þessa skemmtilegu hljómsveit þekki ég betur og hef alltaf verið forvitin um að vita hvað gerist næst. (á morgun hætti ég að reykja, jibbý) Þarna var blásarasveitin í góðu formi, söngkonurnar komu allar sínu vel til skila, Feist átti þó salinn enda vinsæl hér á slóðum, hinir leikararnir stóðu sig vel í því að skipta um hljóðfæri og 2 trommusett sem nutu sín vel (en ábyggilega erfitt að vera á sviði með 2 háværum trommusettum, eller hvad? veit ekki sjálf) Sólógítarleikarinn kom með skemmtileg tilbrigði við að smella saman fingrum. Sýni það kannski einhvern tímann. Það fyndna við þetta er að á meðan tónleikunum stóð fannst mér hljómsveitin hafa verið betri, e.t.v. hrárri fyrir 2 árum á Hróarskeldu. Eða var það þremur árum? Nenni ekki að reikna. En í gærkvöldi stóð hún uppúr.

Calexico - engin mynd því þegar hún steig á stokk var ég orðin mjög mjög þreytt í fótunum og í hausnum á mér því ég ílengdist á karaókí-kvöldinu á mánudaginn. Sá ekki alveg sjarmann. Lúðrasveit. Mér finnst soldið leiðinlegt hvað ég er eitthvað neikvæð, en ég velti því einmitt fyrir mér í gærkvöldi hvort smekkur minn hefði breyst, hvort ég væri orðin gömul, hvort ég gerði meiri kröfur til listamanna, hvort ég gerði meiri kröfur til sjálfrar mín sem áhorfanda... Til að gera langa sögu stutta létu spænskættuðu lög Calexico mig dansa. Síðan fór ég heim.

Núna aftur á móti er staðan þessi: Fela Kuti kominn á fóninn. Búin að pakka öllu sem ég þarf ekki að nota næstu stundirnar. Held af stað á morgun í bílnum hans Gero. Fer í matarboð á eftir, síðasta kvöldmáltíðin í þetta skiptið, með góðu fólki. Niðurstaðan: Búin að vera mjög ánægð hér. Stefni á það að koma hingað aftur, jafnvel til lengri tímadvalar, sátt með mína vinnu sem hefur farið fram í góðu flæði. Ætli haustið sé komið? Veit ekki einu sinni hvenær skólinn byrjar, en byrja að vinna á mánudaginn. Bless í bili Berlín.

IMG_2975
IMG_2964

mánudagur, 21. ágúst 2006

Pönketi pönk

Ný umfjöllun um pönkstelpur í mannfræðilandinu
.

föstudagur, 18. ágúst 2006

das Wetter heute

skrítið hversu lipur orðaforðinn um veðurfar verður fyrst um sinn. Tala allir um veðrið?

Sumarfríið var skemmtilegt. Mér finnst líka samt eiginlega alltaf annars skemmtilegt... Hjólin með upp í lest og þ.a.l. auðvelt að skoða sig um. Í Rostock var Spa í boði. Í fyrsta sinn á ævi minni fór ég í heilsulind (Bláa Lónið fyrir norðan og sunnan ekki tekið með). Það var gott. Kannski of gott. 3 mismunandi tegundir gufubaða þar sem typpi og píkur gengu um og slöppuðu af án textíls... skiltin segja að hér sé svæði án textíl-efna.... nudd og andlitsbað og allskonar böð.

Jostein Gardner (höfundur Veröld Soffíu) segir Ísrael hafa falsað tilverurétt sinn, stundi ethnic cleansing og myrði börn. Jú, náði Ísrael ekki 70 börnum einu sinni með einni sprengju? Gardner þurfti síðan að biðjast afsökunar á ummælum sínum sem hann gerði með hálfum hug.

Komin með miða á Calexico, Broken Social Scene og Nada Surf á þriðjudag.

Kveðjustund: til allra þeirra sem skrifa komment því mér þykir vænt um það og til brósa og tánna hans tengdó (hann gerði grín að þessu og sagði hann hafa verið að merkja sér stað í kirkjugarðinum...)

sunnudagur, 13. ágúst 2006

es regnet

úti rignir og rignir og rignir.
Þótt flestir gluggar séu hálf lokaðir, þá heyrist alltaf tónlist úr öðrum íbúðum. Red Hot Chilli Peppers er einhver að spila núna, síðasta sunnudag var það Frank Sinatra. Í staðinn býð ég Mikah 9 velkominn í hljóðheim minn með rappi/hipphoppi (ekki nýjustu plötuna þó). ,, so strong is the whole universe........"

Það þýska fólk sem ég hef umgengist að undaförnu er allt frábært. Hér er gott að vera. Allir mjög stundvísir sem mér líkar mjög vel. En Daniel (frá Hamborg) var einmitt að klára skólann og skoðaði hvernig (staðlaðar) hugmyndir um menningu eru kynntar á vettvangi viðskipta og almannatengsla. Notaðist við Gramsci og kenningar hans um Hegemóníu (e.hegemony), sem ég kann illa að þýða. Samt var þetta ekki djók með stundvísina. En þar sem ég er ég, vil ég ekki gleypa það að allir Þjóðverjar séu stundvísir frekar en þeir séu allir nískir. T.d. hef ég ekki hitt neinn nískan. Kannski með því að vera að skrifa um þetta hér er ég að viðhalda þessari hugmynd um að Þjóðverjar séu stundvísir, eða bara að gera grín af henni, eða kannski skiptir það sem ég skrifa ákkúrat engu máli. Ekki misskilja, ég er ekki að væla hérna. Ég er að tala um í víðara samhengi...

á morgun fer ég í þriggja daga ferðalag. Rómans í Rostock.
Sá bókina Rummungur Ræningi á þýsku, sama koverið og heima. Man bara ekki hvernig þetta útleggst á þýsku. En bókin var góð, allaveganna í minningunni.
hvað eru mörg err í því?

laugardagur, 12. ágúst 2006

veislubruðkaup

Hef mikinn áhuga á að vita hvernig hægt sé að gera svona falleg listaverk sem má borða og njóta, og tók því myndir til þess að varðveita lúkkið... Enginn þorði að byrja á hjartakökunni.
IMG_2952
IMG_2950
IMG_2948
Og ein af hinum nýgiftu í lokin að dansa. Þetta var frábær veisla sem endaði í heljarinnar rokkabillý dansorgíu.
IMG_2959

Fengum annars leiðinlegar fréttir um hádegisbil, tengdó-Wilfred missti 4 tær af hægri löpp (allar nema litlutá) í sláttuvélaslysi. Held að ekki hafi verið hægt að bjarga tánum sem lágu dreifðar á vígðu landi (hann var að hjálpa til við að hreinsa til í kringum kirkjuna í þorpinu). Voðalega á fóturinn á honum eftir að líta skringilega út. Kannski væri bara betra að taka litlutá líka af... svona fyrir lúkkið... Og hvað með jafnvægið? Kannski verður hann með staf það sem eftir er? Getur maður ekki alveg labbað með 6 tær? Að öllu gríni slepptu sendi ég strauma yfir hafið og vona að hann jafni sig fljótt, en hann var enn í aðgerð áðan.

þriðjudagur, 8. ágúst 2006

das Maedchen + das Fraulein = die Frau?

Ný umfjöllun um Ladyfest í mannfræðilandinu mínu.

Að lesa ýkt spennó rannsókn um pönkara(stelpur). Segi frá því síðar.
Annars bara ást og friður.

laugardagur, 5. ágúst 2006

diediedender

dagarnir líða hratt. Áttaði mig á því að það væri kominn laugardagur í Verslunarmannahelgi. Sendi stuðning til verslunarfólks. En er ekki allt opið hvort sem er á mánudaginn?

Ég er glöð og þakklát í vindinum og regndropunum sem slæðast með. Hef alltaf verið hrifin af því sem Ry Cooder gerir og er núna að hlusta á Chavez Ravine. Upprunalega var það tónlistin við kvikmyndina Paris, Texas sem kom honum á kortið hjá mér. Núna er hann voða mikið í því að spila tónlist með hópum fólks víðsvegar í veröldinni og gefa út til að leyfa hinum kapítalíska/oríentalíska heimi að upplifa. Annars var uppáhaldshljómsveitin mín í gær Spaceman 3 (phsychadelískt rokk) og síðan spilar Gonzales frá Kanada undurfallega fyrir mig á píanó (solo piano heitir diskurinn) en ég veit ekki alveg hvað hann er að gera með því að spila bara einn á píanó. Hvar eru mörkin? Hversu langt má poppmenningartónlistarmaður fara inn á klassísku brautina til þess að það virki?

Mental memo nr. 1: Já, ég hlakka ennþá til að hætta að reykja.

Fór á markaðinn í morgun og verslaði kræsingar svo ekki sé meira sagt. Allskonar dæmi til að borða með brauði. Voða mikið úrval af allskonar heilsusamlegum ídýfum fyrir brauð. Umm, lecker. Ferskt grænmeti og brakandi ávextir. Ferskt pasta og pylsur. Það er gaman.

Ég gæti faðmað allan heiminn...

þriðjudagur, 1. ágúst 2006

das Bild

IMG_2872IMG_2881

Það getur verið mjög hressandi eins og varð raunin nú síðastliðna helgi að fá sér tónlistarlega fullnægingu. Þá á ég við að upplifa lifandi tónlist á einbeittan, náinn og opinskáan hátt. Berlínarfestivalið var uppi í sveit, haldið við kjöraðstæður. Það féllu meira að segja nokkrir dropar, hægt og rólega, til að kæla fólkið niður. Á vettvangnum mátti m.a. finna risastórt hesthús, svín og ýmis konar fugla í búrum. Line-uppið var ekkert spes fyrir mína parta, en þar báru af Stereo Total, Powers og já, The Ravonettes... og þá hlýtur að vera fokið í flest skjól. Stereo Total áttu mig algjörlega og ég tapaði mér í dansi sem hristir einmitt vel upp í þessari sumarorku sem stundum vill allt hægt og hljótt sökum hita. Fyrir partýtryllt franskt/þýskt popp gat maður ekki annað en hrist skankanna, sem þurfti þó að gerast á mjög nettan og krúttlegan hátt sökum þess hversu hipp og kúl tónlistin virkilega er. Powers var hrátt og gott (international líka, Berlín/NY/?) og The Ravonettes spiluðu einstaklega þétt og vel....b leaaaaaa þau voru einfaldlega bara of kúl á sviði, en tónlistina myndi ég aldrei kaupa mér.

IMG_2883

Náttúruna má líka finna í stórborginni. Og gleðst ég yfir því að geta hjólað í heilan dag án þess að þurfa að fara sömu götuna tvisvar. Einnig finnst mér gott að eiga athvarf í görðum borgarinnar þar sem maður getur fengið sér pínu grasorku í gegnum tærnar sem vanalega eru skítugar af mengun gatnanna. En naglalakkið bregst ekki og felur sorgarrendurnar.
IMG_2856
IMG_2878

Eftir tuttuguogfjóra daga hætti ég að reykja og hlakka til. Þá verð ég búin að reykja í næstum því nákvæmlega 10 ár sem þykir gott hér á bæ. Ég á einfaldlega betra skilið. Á morgun er spáð þrjátíuogátta stiga hita.

Hugur minn er líka í Líbanon, Lancaster og hjá manninum sem festist í lyftu um daginn. Jú og hjá þeim fjóru nýgiftu einstaklingum sem ég þekki og brátt vera þeir sex þegar ég fer í brúðkaup hér hjá Gero og Önnu. Megi sambönd ykkar dafna.
Ást og friður.