mánudagur, 30. nóvember 2009

Kertaljós

Gamlir veggirnir hafa verið málaðir. Þrekvirki. En ég er góður málari. Svo finnst mér líka mjög gaman að mála. Í nýafstöðnum flutningum hafði ég mottóið This is a simple move til hliðsjónar. Það virkaði vel. Enda umlykur okkur fjölskylduna ekkert nema gott fólk sem finnst gaman að hjálpa og taka þátt í mikilvægum breytingum fjölskyldunnar. Án ykkar hefði flutningurinn ekki verið eins smooth. Takk fyrir okkur. Mér finnst líka gaman að deila þessum breytingum með ástvinum. Nýtt rými til athafna. Stórkostlegt.

Hér er ég semsagt stödd við gamla eldhúsborðið í algjörlega nýju samhengi. Vá hvað það er gaman. Nýjir litir, ný horn, ný loft, nýjir gluggar, nýjar hurðir, nýtt klósett, nýtt eldhús og ný gleði.

Á morgun verður skápurinn olíuborinn. Kannski ég ryksugi uppúr honum fyrst. Dæmi um dæmigerðar hugsanir nýbakaðrar flutningskonu. Aðlögun fjölskyldumeðlima gengur vel. Sá yngsti sefur nú aðra nóttina sína vært í eigin herbergi. Mjög gott mál. Rými til að stækka á alla kanta.

Allt gott og blessað héðan frá kertaljósinu. Gleðilegan jólaundirbúning.