mánudagur, 18. desember 2006

IMG_3126
IMG_3128

á morgun held ég af stað til kanadísku fjölskyldunnar til að fagna saman rísandi sól. Það verður án efa spennandi skemmtun enda mun fjölskyldan koma víða að til þess að dvelja út í sveit hjá tálausa pabbanum og mömmunni með arnarnefið. Eitt er víst, það verður brenna niðri við vatn á gamlárskvöld. Markmið mitt er að sjá dádýr úti í skógi. Annars óska ég þess að friður og gleði ylji þér um hátíðarnar. Góða skemmtun.

IMG_3121IMG_3119

þriðjudagur, 12. desember 2006

lesiles

Ólíkt fólk og ólíkar sögur, María Magdalena og Eminem.

María Magdalena er eftir Marianne Fredriksson. Þetta er skáldsaga þar sem segir frá Maríu Magdalenu og hennar lífi. En í bókinni minnist hún tímans sem hún átti með vini sínum og elskhuga, Jesú frá Nasaret. Og bókin er byggð á sögulegum staðreyndum sem gefa ómótstæðilega innsýn í þennan tíma þegar allt blómstraði við Miðjarðarhafið. Mjög skemmtileg bók sem vekur upp margar spurningar um kristna trú nútímans.

Eminem-
bókin kom út nú fyrir þessi jól, skrifuð af Rolling Stone blaðamanni. Þýdd á íslensku og mjög illa prófarkarlesin. Það fer í taugarnar á mér. En síðan gæti náttúrulega verið að það væri vísvitandi gert, til að reyna að sverja sig í ætt við lifandi tungumál hipp hoppsins. Ef það á að vera þannig (sem mig grunar að sé ekki), þá finnst mér það hafa tekist illa upp. Hálfa bókina las ég orð fyrir orð. Um miðbik hennar var ég orðin soldið þreytt á fan-staðli skrifanna, ég er einfaldlega ekki svo mikill aðdáandi þó mér þyki tónlistin góð. Mestan áhuga hafði ég á sögulegu umhverfi Eminems sem höfundur gefur mjög góða innsýn í. Mæli ekki með þessari bók nema fyrir allra hörðustu m&m aðdáendur.

Heimilið er ekki áskrifandi af mörgum tímaritum, en eitt þeirra er the Economist. Það finnst mér yfirleitt góður pappír. Mjög handhægur. Í nýjasta tölublaðinu er fjallað um lífræna ræktun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade). Þar er því velt upp að þetta er kannski ekki svo gott sem sýnist... Mjög spennandi grein á þeim tímum þegar viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að nota peningana sína í lífrænt ræktaðar og fair-trade vörur. Greinarhöfundur telur að þeir sem eru ný-hippar og telja sig meðvitaða eigi frekar að eyða orkunni sinni í pólitíkina sjálfa með því að kjósa t.d., því lífræn ræktun og sanngjörn viðskipti eru ekki endilega eins góð þegar litið er til stærra samhengis.

dæmi úr greininni:
Lífræn ræktun er t.d. ekki eins umhverfisvæn og margir halda, þó enginn tilbúinn áburður eða skordýraeitur komi þar við sögu. Lífræn ræktun krefst mun meira og stærra landssvæðis heldur en ,,venjuleg ræktun" þarfnast. Landsvæði sem gæti verið skóglendur, regnskógarlendur og þ.a.l. betri fyrir loftslagið.

Sanngjörn viðskipti fara í litlum mæli til bóndans. Mestur peningurinn af vörunni fer til seljandans. Meira og meira er keypt af Fair Trade vörunni og bóndinn framleiðir meira og meira af henni, þá kostar hún enn minna fyrir Matvörubúðina og bóndinn fær enn minna.

Greinin fjallar skilmerkilega um þetta en ég vildi bara benda þér á þetta, því við erum svo meðvituð... eller hvad? En auðvitað er eðlilegt að ýmis konar pælingar eigi sér stað á breyttum lífsháttum, neyslumynstri o.s.frv. Sumir vilja líka segja að lífræna leiðin sé önnur leið til að viðhalda stéttaskiptingunni, því það er ekki sjéns að meginþorri fólks geti verslað lífrænt. Ég fór meira að segja að pæla í því að ég hef þóst merkja bragðmun á lífrænu og ólífrænu grænmeti og ávöxtum, hvort það sé bara tilbúningur markaðsins, hrein ímyndun og heilaþvottur?

Þá er komið að því að fara að hlusta á surround tónlist nútímans hér uppi á lofti. Ást og friður.

laugardagur, 9. desember 2006

strange cowboy

Á þessu heimili er það ráð brúkað að kveikja á eldspýtu til þess að eyða ilmi k-vítamín-ríks gass sem líkaminn skilur við sig. Þess vegna gat ég vel sett mig í spor konunnar sem kveikti á eldspýtu í flugvél í BNA til þess að eyða prumpufýlunni sinni, en ekki vildi ég vera valdur nauðlendingar og vera rekin út úr flugvélinni eins og hún.

Góða helgi.

miðvikudagur, 6. desember 2006

Island Life

í gærkveldi var ég stödd á barnum í afmælisboði og var að segja sessunaut mínum frá því að ég hefði grafið upp Grace Jones plötuna Island Life hjá bróður mínum sl. sunnudagskvöld. Og viti menn, þá byrjar Libertango að hljóma í hátölurunum. Það lag tengi ég ákveðnu tímabili í lífi mínu sem er mér kært og þessi tilviljun var mér líka kær.

Allt gengur. Mér finnst ég samt vera svo þreytt þessa dagana. Ég gæti sofið endalaust. Hvort þetta sé fulla tunglið sem var í gær eða dimman, það veit ég ekki.

laugardagur, 2. desember 2006

ljosin i bænum

á föstudögum er opið til sjö a borgarbókasafninu. Í tilefni þess rölti ég niðreftir, kíkti á jólaútstillingar í gluggum Blómálfsins og Kirsuberjatrésins og tók mér bækur, geisladiska og dvd myndir. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað, fólkið sem veitti mér þessa andagift tengir sjónvarpið sitt ekki í desembermánuði. Held þau hafi samt vídeó tæki og dvd tengt. Ég get ímyndað mér að synir þeirra 2 og þau sjálf eyði ekki óþarfa orku í það að undirmeðvitundin meðtaki áreiti auglýsinganna og þess kauphlaups sem gnæfir yfir borginni í þessum mánuði. Svo ekki sé minnst á auglýsingabæklinganna sem berast inn um lúguna.

Maðurinn er oft talinn hópsál. Að honum finnist gott að tilheyra. Mér finnst það líka. En mér finnst betra að tilheyra því að geta notið myrkursins og ljósanna án þess að þurfa að spreða sand af peningum. Sem ég á svosem ekki, en bankinn minn lætur það nú ekki hindra sig í að bjóða mér fullt af dýrum peningum í formi t.d. kreditkorta og yfirdrátts.

Auðvitað eyði ég líka pening í desember, jafnvel meiri heldur en hina mánuðina. Mér finnst gott að hafa gómsætan mat og drykk á borðum, jafnvel betra kaffi en vanalega. En ég tengi það aðallega góðum dýrmætum samverustundum með fólkinu sem mér þykir vænt um og skiptir mig máli. Að nostra svona við sig í desember tengi ég líka þeim þyngslum sem myrkrið ber óneitanlega með sér. Þessi smáatriði gleðja mig.

Mér finnst líka gaman að gleðja aðra á jólunum, þá með einhverju sem ég ræð við að gefa bæði fjárhagslega og andlega, þ.e. að einhver hugsun liggi að bakvið gjöfinni, samverustundinni eða jólakortinu. Ég kæri mig samt síður um að gjöfum mínum sé stjórnað af kaupmætti landans, jólaversluninni hjá stórfyrirtækjum og sálfræðilegum markaðshernaðinum.

Desemberinn minn verður tileinkaður lestri skáldsagna og jafnvel ævisagna. Eminem ævisagan fékk að fljóta með af bókasafninu í gær. Lærdómurinn gengur eðlilega fyrir framyfir næstu helgi. En hvenær er notalegra að kósast með bók en þegar úti er dimmt og kalt? Róleg í klisjurnar. Ljósin eru komin upp. Góðar stundir.

þriðjudagur, 28. nóvember 2006

heima

það var gaman í Ameríku. Ítarlegar upplýsingar má finna á síðum Dodda og Ásdísar. M.a. var brúðgumi skotinn til bana af lögreglu í Queens-hverfinu í New York að því er virðist að algjörlega ástæðulausu en annars fylgdist ég lítið með fréttum í Ameríku. Nú er þetta helst í fréttum: Mér er heitt í upphandleggjunum.
Nú er lag að vinna hratt og örugglega á lokaspretti þessarar skólaannar.
Gobbedí gobb.

Af nýútkomnum bókum langar mig m.a. að lesa: Snákar og Eyrnalokkar, Sendiherrann, Drekafræði og Tryggðapantur.

Og að lokum: Er það list að þjappa 70 mínútna langri sinfóníu látins manns í 28 sekúndur?
Ath. að það er gert í tölvu, og afurðin notuð sem brotabrot af nútíma-verki. Svör óskast. Engin verðlaun.

þriðjudagur, 21. nóvember 2006

IMG_3079

svona var útsýnið út um gluggann á sunnudagsmorguninn fyrir þá sem eru kannski í Svíþjóð, Lúxemborg eða Danmörku eða Boston. Þangað fer ég á morgun. Í þakkargjörðar-dinner. Og sprell og vonandi á tónleika. Veit ekki hvernig ég á að smygla jólaöli eftir að allar nýju hryðjuverka-vænissýkisreglurnar voru settar. Auðvitað vill maður vel og tekur niður pantanir þegar nýbúunum í Boston vanhagar um eitthvað frá heimalandinu. Þau báðu bara um jólaöl. Ekki malt & appelsín. Einhverra hluta vegna þori ég ekki að láta dósir í ferðatöskuna.... nema þá ég pakki þeim rosa rosa rosa rosa vel inn.

Nú hljómar undir geislanum selló-drone Hildar Ingveldardóttur Guðnadóttur. Mér finnst ótækt að hlusta á það í tölvu, það verður að vera hátt stillt og á meðan mallar súpan. Síðan er ég bara svo heppin. Ákkúrat þegar ég var úti í dag að þramma um og sinna erindum á bilinu 10 - 14 (sumardekkin duga skammt núna) þá skein sólin svo ljúf og góð. Og hún lá svo lágt. Þá var mér hugsað til hnattstöðu, veturs og sumars, hvernig hnötturinn snýst í hringi og hringi hirngi hringit hirngi.... þangað til ég var ringluð og datt í snjóinn og það kom bíll og keyrði yfir mig, og það kom ekkert blóð en ég er hetja, úr teiknimyndinni þar sem ég á mörg líf og töfra sem ég get óspart notað. Zimzalabimm.

(Þarna má kannski gæta áhrifa úr teiknimynda-raunveruleika þættinum Drawn Together, þar sem ólíkar staðalmynda-teiknimyndapersónur búa saman í 1 húsi, en nú hef ég lokið við að horfa á 2 seríur þessa afar djúpa sjónvarpsefnis).
Ást og friður.

fimmtudagur, 16. nóvember 2006

meira afmæli

já já já. Takk elskurnar mínar fyrir straumana. Það er æði að eiga afmæli. Ég bara elska það. Einn dagur á ári. Ég bið ekki um meira.

innbyrði t.d. 2 kökur. 1 bláberjaostaköku og heita súkkulaðiköku og rafræna súkkulaðiköku sem ég fékk senda í símann. Humar og hvítvín og danskt smörrebröd og hvaðeina. Prinsessan ég. Gjafir fékk ég líka. Margar alveg hreint. geisladiskinn Sýnið tillitssemi ég er frávik, bókina Reykjavík Málaranna, hálsmen og aðra bók Gullkorn um einfalt líf!

Ég er ekkert á því að vera úti. Þar er kalt og nöturlegt. Sá samt sólina þegar ég var úti í dag. Draugurinn spilaði á eina nótu á píanóinu í yoga-salnum í tímanum í dag.

sunnudagur, 12. nóvember 2006

afmæli

í fyrsta lagi sendi ég afmæliskveðjur til köbenhavn.
Á sama tíma og mér finnst glatað að hafa ekki haft samband við góða vinkonu og óskað henni til hamingju með daginn þá finnst mér það líka ok. Málið er að internetið er staðurinn. Þar fara fram ógrynnin öll af samskiptum vina og allra hinna og þar myndi ég helst hafa haft samband á afmælisdeginum sjálfum við viðkomandi. En.

Ég er bara alltaf á netinu. Straumar þess líðast í kringum líkama minn heima hjá mér, á kaffihúsum, í skólanum. Ég fer á netið nokkrum sinnum á dag í gegnum tölvuna, hlusta, horfi og tjái mig. Ég hef ekkert slæmt um það að segja og elska hraðan aðgang að hvers kyns dóti, en dagar eins og í gær, eru góðir. Þá var ég bara í fríi. Fór ekkert á internetið. Hugsaði samt um það, að ég ætti nú að senda afmæliskveðju. Þannig að internetið var smá með mér, hluti af mér, hugsunum mínum og líkamsstraumrafbylgjum. Ég var semsagt í fríi frá því að setjast gagngert niður fyrir framan tölvuna og pikka, músast, sitja skringilega og stara. Það má alveg nefna að ég átti yndislegan dag og ég sá sólargeisla og fullt af fuglum í trjánum.

Annars er mitt afmæli bráðum á miðvikudaginn. Afmælistónleikar á föstudaginn. Og núna, eftir góðan dag lærdóms og lista ætla ég á fara inn í Drawn Together heiminn as seen on TV.

Ást og friður.

mánudagur, 6. nóvember 2006

flavours are electric

Þessa dagana umlykur mig læri-dómur. Hann er bara frekar góður, með jarðaberjabragði. Veðrið og aðrar ytri aðstæður virka ekki hvetjandi til þess að eyða tíma á götum úti. Best að hlusta á smá PUblic Enemy.

Í gærkvöldi var ég boðuð á barinn sem var þó hressileg tilbreyting. Inn á barinn kom maður, líklega á milli fertugs og fimmtugs. Hann var í gallabuxum og hvítri straujaðri skyrtu, einn á ferð. Þegar hann kom inn fann maður strax að hann var ekki með sjálfum sér, því klukkan var svona um 19-20, og stemningin var mjög róleg. Hann dansaði við stólana, hló upphátt við sjálfan sig, ýtti endurtekið í súluna við barborðið, sullaði með puttunum í vatnsglasinu (þar sem barþjónninn neitaði að afgreiða hann Tekíla), bað ítrekað um áfenga drykki, lét vatn í hárið á sér með höndinni og raðaði barstólunum út á gólf áður en hann dansaði smá meira. Þá notaði barþjónnin mjög sálfræðilega aðferð á manninn til þess að bjóða honum út, því ekki vildi hann notast við líkamlegt afl. Sveppir eða sýra var niðurstaða umræðna eftir að maðurinn gekk sjálfviljugur út. Stuð á sunnudagskvöldi hvítflibbanna.

Annars var þorskur í kvöldmatinn, kaffið er orðið kalt, mér langaði alveg í sígó áðan. Fékk mér einmitt smók í matarboðinu á föstudaginn með bjórnum. Er jafnvel að fara að ganga inn í þá hugarvillu að ég geti alveg fengið mér sígó þegar ég fæ mér í glas... Er þetta algengt eftir rúma 2 mánuði? Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri.

Fór í fyrsta sinn á bókasafnið í Listaháskólanum á Sölvhólsgötu í dag. Þar fann ég margar gersemar þrátt fyrir að bókasafnið sé ótrúlega lítið, the Cultural Study of Music, disruptive divas, music and gender og african american music. Mjög spennó.

annars bið ég að heilsa Hjördísi í dag, annaðhvort fékk ég hugboð, eða bara sendi eitt hér með.
Já maður, vaknaði syngjandi í morgun. How weird is that? Lag sem meikar engan sens og er ekki til skv. bólfélaga mínum. Eins gott að ég sé ekki listamaður sem reiðir sig á drauma sína við framleiðslu sköpunargáfunnar því ekki man ég bofs hvernig lagið hljómar.

Búin að vera með bólur á hægri kinninni upp við hárrót/eyrað í rúma 2 mánuði. Pirrandi. Ætli það tengist hægra og vinstra heilahveli? Af hverju koma þær ekki vinstra megin? Hvaða dæmi leiðir út í þennan stað? Hvaða ójafnvægi er í gangi? unglingabólur my ass. H ha ha ha kannski þarf ég bara að byrja aftur að reykja... ha ha yo terminator... Góðar stundir.

föstudagur, 27. október 2006

habeinn

heppni

ég er svo heppin. Heppin huppa. Búin að eiga góðan dag sem á ábyggilega eftir að verða enn betri. Undanfarna daga hef ég verið í endur-holdgun.... ha ha endurskoðun nei, endur fyrir löngu. Það á alveg að drepa mann úr fyndni. Ég pantaði semsagt að fá kvef eftir að airwaves lyki svo ég gæti stundað rannsóknir og verið gestgjafi. Og auðvitað fékk ég það og er mjög glöð yfir því að geta pantað svona eftir hentugleik. Fann nefnilega þegar airwaves var að detta inn að eitthvað væri á seyði í hálsinum og pantaði þá bara að það myndi frekar koma eftir nokkra daga sem það og gerði.

Tet e te.
Þamba te.
Bamba leg.
Tetete.

Fór á Þjóðarspegilinn í morgun og hlustaði á fyrirlestra um asískar konur á Íslandi, Kaupmennsku á Spáni, Birtingu Afríku í fylgiblöðum Morgunblaðsins og Hugmyndir um börn, nýbura og ómennsk börn. Mjög spennó. Síðan náttúrulega var ég búin að vera að leita á fullu eftir einhverju að lesa, þegar ég hitti hann Þórð sem bendir mér á bók sem ég er svo spennt yfir að ég er að deyja, með andarteppu. Empire of dirt.

Lunch með mömmu sem er svo góð. Af henni drýpur ekki depurð. Ennþá kennir hún mér svo margt.
Dömudinner í kvöld sem þýðir bara varalitur á glösum, háir hælar og naglalakk.

Takk fyrir mig elsku alheimur.
Vona að þú eigir góða helgi.

mánudagur, 23. október 2006

sudihaus

soldill skjálfti svona á sunnudagskvöldi.

Mið
Bent Fræ
Original Melody Forgotten Lores.

Fim
Benny´s Crespos Gang Mammút
LayLow Æla Skátar Seabear LangiSeli.

Fös
Skakkamanage Reykjavík! Kimono
Steintryggur 120 Days Stilluppsteypa Dalek The Go Team!.

Laug
Campfire Backtracks LayLow
Ólöf Arnalds Kira Kira Brazilian Girls Patrick Watson

Sunn
Hellvar Helgi Valur Bob Justman Ultra Mega Technobandið Stefán

Þarna má sjá 24 innlend atriði og 5 erlend ef ég tel rétt. Það var gaman.
Las ég í blaðinu að 200 000 milljónir safnist í þjóðarkassann á meðan Airwaves stendur? (fer frjálslega með núllin, man ekki svo glöggt) Og hver segir að list borgi sig ekki? Var einhver að segja að tónlistarmenn (listamenn) séu aumingjar... sem slefa... og nú verður mér hallað. Ég ætla að halla mér. Góða nótt.

miðvikudagur, 18. október 2006

otto

ekki nashyrningurinn, heldur von shirach hljómar í þessum töluðu og allar líkur eru á því að ég eigi eftir að fá að njóta þessara tóna á komandi tónleikum. Já, ég er orðin spennt. Viðurkenni það fúslega. Þessi tónlistarhátíð á þó eftir að vera ólík þeim sem ég hef áður sótt þar sem ég mun njóta hennar í nafni vísindanna. Já og jamm og sei sei ég verð við rannsóknarstörf þannig að ég mun líklega vera í hófi. Koddí hófið í kvöld. Reif í hófinn. Hófí, þú ert svo sæt.

Aðstandendur hátíðarinnar voru svo elskulegir að útvega mér miða (aftur, í nafni vísindanna) sem ég kann ótrúlega vel að meta og færi þeim þakkir í formi hugskeyta (í hófi þó). Tveir svigar á örskömmum tíma. Ég á samt ekki eftir að vera við rannsóknir alla hátíðina heldur bara smá á hverjum degi og ég er að fara að byrja í kvöld. Þannig að þó þú hittir mig, þá getum við alveg talað saman... ég verð semsagt ekki í hvíta sloppnum með gleraugun og gúmmí-hanskana.

hvað meira, jú. Hér heima er von á gestum sem allir taka þátt í hátíðinni. M.a. frá Spáni, Bretlandi, Garði og Þýskalandi. Held að aldrei hafi svona margir sofið hérna og þess vegna þarf ég að fara að redda bedda. Myndi alveg elda kjötsúpu fyrir liðið ef ég ætti kind og byssu. Hvað er málið með það að auglýsa dag kjötsúpunnar? Ég vil frekar sjá Tófúdaginn. Hljómar einhvern veginn betur. Kannski baka ég bara frekar langbestu skúffukökuna í heimi.

Massen. Sól og læti úti. Er að fara í skólann. Fyrir mér var fyrsti vetrardagurinn í gær. Heilum fjórum dögum á undan áætlun. Ást og friður.

föstudagur, 13. október 2006

back to sbasics

í einfeldni minni hélt ég að Christina Aquileira væri eitthvað að hverfa til einfaldleikans og gömlu dívanna með því að skýra diskinn sinn back to basics. Svo er ekki.
Gerði mér dagamun og fór í Skífuna (af öllum plötubúðunum, fer mjög mjög sjaldan þangað) til að fá að hlusta á Christinu. Maður fer bara ekki í 12 tóna eða smekkleysu og biður um Christinu... veit ekki einu sinni hvort tónlist hennar fái að koma þangað inn... ef ég væri búðareigandi, jú, þá náttúrulega gæti ég ekki verið með allar plötur heimsins.

En hvað um það, á meðan ég sat á barstólnum, með heyrnartólin að hlusta á Christinu þá kom inn maður sem spilaði tölvuleiki bara rétt svona á meðan ég var þarna... hlakka bara til að fara að æfa mig í tölvuleikjum í SKífunni.

Góða helgi fallega fólk.

þriðjudagur, 10. október 2006

Verst er, á stund sem þessari, þegar við erum búin að standa í 1 klukkustund og 10 mínútur við það að þrífa vistarverurnar, að geta ekki fengið sér væna sígarettu.

sunnudagur, 8. október 2006

IMG_3001

IMG_3041

IMG_3055

IMG_3035

Hér að ofan má sjá ýmislegt eins og rómantískan blómvönd, fallegan svepp og tunglið sem skein svo fallega á Þingvöllum þar sem ég fór í stafaþrautina sem var hluti af æsispennandi ratleik í náttúrunni sem er náttúrulega bara snilldarhugmynd fyrir þá sem þurfa að hafa eitthvað að gera í náttúrunni. Gekk aftur í barndóm þegar ég fékk að sofa heima hjá vinum mínum í Kópavogi sem elduðu afar gómsæta smjörsteikta bleikju en trikkið er víst að hella smá ólífuolíu út í smjörið svo það brenni ekki allt við.

Lemming er góð mynd og danska myndin Sápa er það líka. Kannski nánar um það seinna, en nú verð ég að fara út að kaupa mjólk. kveð að sinni kát í hjarta.

þriðjudagur, 3. október 2006

I-IIIII=III--

vindhviðu síðustu viku tekur að lægja.

Lyklavöldin eru komin í hendur góðs manns en í dag er fyrsti í án atvinnu og því er ég enn að jafna mig. Annars er atvinnan mín hin, skólinn, rosa spennandi þessa dagana og ég er að byrja að taka viðtöl. Með gleði og trega kveð ég vinnustaðinn. Nýir tímar framundan.

Fór á frábæran fyrirlestur um list hjá þýskum heimspekigaur Georg W. Bertram sem mér langar að skrifa um en nenni ekki núna, hjá honum er málið bara að ekki sé hægt að skilja list á hlutlægan hátt og að hún geti verið skilin sem sjálfsþekking. Já ég held ég elski list.

Við þingsetningu í gær mótmælti ég ásamt svona 29 manns fyrir framan Alþingishúsið. Þar stóðu lögreglumenn og -konur heiðursvörð sem felur "hebb tú þrí for, hebb tú snú" í sér. Gasalega leið mér örugglega við að sjá lögregluna geta snúið sér á tá og fæti í takt með hanska og vel greitt hárið. En herforinginn stjórnaði og öskraði leiðbeiningarnar eins og maður sér í her-bíómyndunum.

Vort daglegt brauð er mynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem er mjög sérstök fyrir þær sakir að ekkert er talað í henni og tilbúin tónlist er ekki notuð, heldur einungis við þau raunverulegu/umhverfis hljóð sem áttu sér stað við tökur myndarinnar. En myndin gefur mjög góða sýn hvernig maturinn sem við látum ofan í okkur (og þá allra helst Evrópubúar) er búinn til. Myndin byrjaði hægt og ég bjóst ekki við miklu en að lokum var ég farin að kúgast yfir öllu ógeðinu. Ætla ekkert að fara að lýsa því í smáatriðum, en maður hugsar sig kannski aðeins um hvaðan ólífurnar og paprikurnar og kjúklilngarnir og fiskflökin koma næst... ég er allaveganna mjög glöð yfir að hafa séð þessa mynd því verandi borgarstúlka hef ég ekki mikla tilfinningu yfir því hvað þarf að gera þegar maður slátrar kú, ræktar sólblóm, fer í sérstakan eiturefna hvítan galla með gasgrímu til að úða grænmetið, elur grísi eða tínir tómata. Sér í lagi þegar það er gert í þessum iðnaði þar sem magnið og hraðinn skiptir öllu máli en gæði vöru og siðferði við vinnslu er ekki tekið með í reikninginn.

Á sama tíma og Vort daglegt brauð vakti upp ógeð hjá mér á öllum þeim ,,venjulega" ólífræna mat sem maður borðar dags daglega þá beinir það augum mínum til heilaþvottastöðvanna, því hvernig hafa fyrri kynslóðir komist af án þess að borða einhvern svaka vottaðan mat sem kostar grilljón krónur? Þá er ég ekki frá því að markaðsöflin skipti líka miklu máli í þessum efnum sem öðrum, skammtar orðnir stærri, unnin matvara algengari, lífrænn matur verður hluti af stéttskiptingu samfélagsins því ekki hafa allir kost á að kaupa lífrænt, tímaskortur til eldamennsku almennur vegna vinnuálags o.s.frv. Kannski bara vítahringur sem verður að brjóta, kannski bara hægt, borða hægt...

góðir hlutir gerast hægt.

þriðjudagur, 26. september 2006

shakira shakira

langar að hlusta á nýja back to basics disk Christinu Akíleiru.
Sá viðtal við hana í tímariti í bókabúðinni þegar ég þurfti að brúa bilið milli tímasetninga og var heldur brugðið því af þremur blaðsíðum af spurningum snerust aðeins nokkrar spurningar um tónlistarsköpun hennar. Hinar voru allar eitthvað um kynlíf kynlíf kynlíf og kossa sem hún svaraði á mjög dipló hátt. Vanalega finnst mér kynlíf gott og kossar líka, en ekki undir þessum kringumstæðum. Hvaða tónlistarMAÐUR er spurður út í kynlíf sitt þegar hann er í viðtali að kynna plötu?

annars er það bara tebollinn eftir vaktina og ég fylltist gæsahúð þegar ég sá allt fólkið streyma niður laugaveginn. En því miður sá ég það bara í sjónvarpinu sökum vinnuskyldu sem vonandi fer bráðum að ljúka enda einn góður maður í sigtinu sem vænlegur kandídat. Djöfull myndi ég fíla að plebbarnir segðu bara stopp! 2 dagar í að skrúfað verður frá krönunum, þokkalega yrði það mest hipp og kúl í öllum heiminum.... þá myndu sko allir koma og skoða Ísland - góðanótt

föstudagur, 22. september 2006

timinn og sveitin

p: ,,ég hringi þá í þig eftir hálftíma"
ég: ok, bæ.

klukkustund og 20 mínútur líða.

ég: jú, sæll, ég talaði við þig í morgun, hélt kannski að ég hefði gefið upp vitlaust símanúmer... (bara til að vera kurteis og hafa sökina ekki hjá honum)
p: ég var einmitt að fara hringja í þig, heyrðu, ég hringi aftur í þig eftir svona 2-3 mín...

VIð erum að tala um samtal við pípulagningarmann á meðan kúkurinn syndir um í klósettinu og bíður eftir að honum sé hleypt út í sjó... Píparinn ætlar semsagt að koma í dag, gat ekki sagt hvenær... sem er bömmer en hann kemur og lagar.

Í alvörunni þá er enginn kúkur í klósettinu, en niðursturtið gerist með skúringarfötu fullri af vatni.
Þegar vatn er tekið af húsum sérstaklega með gömlum lögnum, gerist það að ryð og annar skítur fyllir sigti og aðra króka og kima vatnsleiðslanna. Þess vegna þarf píparinn að koma og laga. Samt reyndum við skötuhjúin án árangurs. Maður getur ekki gert allt, en það að sturta niður með fötunni hefur sett stemninguna fyrir því sem koma skal, sveitaferð á morgun. JIbbýjei.

miðvikudagur, 20. september 2006

bleik rigning

álpappírinn gaf frá sér skerandi hljóð þegar ég renndi fatinu inn í ofninn, lokaði honum og leit upp út um gluggann. Birtan sem streymir inn er dökk bleik appelsínugulrauð. Dómsdagur í nánd? Sumir vilja halda því fram. En ég sver það, grá gatan endurspeglar þessa birtu sem gerir hana bleika.

Annars er vatnslaust í bili. Hitti boxerhund í dag sem heitir Bóbó. Sjónvarpsdagskrákvöldsins lítur svona út: er antm lworld.

þriðjudagur, 19. september 2006

status

hjarta spaði tígull lauf
þú ert með opna buxnaklauf
gosi drottning kóngur ás
ég er með bilaðan rennilás

föstudagur, 15. september 2006

kvenna vinna kvenna

Gunnlaðarsaga í Hafnarfjarðarleikhúsinu:
Mjög góð leikmynd, vel nýtt rými, sérstaklega þar sem leikararnir eru allir inná allt leikritið. Lýsingin stórglæsileg. Hljóðið ágætt, soldið hátt stundum, þá á ég við hátt þannig að áhorfandi (ég) á fyrsta bekk heyrði ekki texta leikaranna. Kannski átti ég ekkert að heyra, eða kannski er ég orðin heyrnarlaus gamlingi. Sagan. Já, leikgerð uppúr sögu Svövu Jakobsdóttur. Hef ekki lesið þá sögu, en gaf mér fyrirfram að þetta væri saga kvenna þar sem áherslan væri á kraft og styrk kvenna í heimi karla sem hafa verið látnir skapa (heims)söguna. Hefði viljað sjá meira gert úr því, meira pólitískt. Það að Dís/Gunnlöð er inni á stofnun/fangelsi gefur samt ágæta mynd af því hversu fljótt konur eru stimplaðar geðveikar ef þær detta ekki ákkúrat inn í normið. Það hvernig sagan var sögð á sviðinu gekk frekar vel upp þrátt fyrir ruglingslega sögu sem flakkar um í tíma og rúmi. Á stundum lá mér við hlátri þegar gyðjurnar voru túlkaðar sem brjálaðar/geðveikar týpur og hljóðið var ískrandi vangefið. Og hvað var með bera gaurinn (Óðinn)... hangandi úr loftinu (komið nóg af því)... Leikurinn var yfirhöfuð ágætur, sálfræði/löggan kom mjög vel á óvart sem og Anna og Dís. Búningar fínir og einfaldir, Hár og smink látlaust. Ágætis skemmtun.

Nú tekur líka ágætis skemmtun við. Matarboð í startholunum. Rauðvínsglögg í glasi og gleði í hjarta. Heví vinnuhelgi framundan. Sagði upp störfum í dag. Fór með formlegt útprentað bréf, enda ríkisstofnun. Vil prófa að vera bara lærikona á námslánum (í fyrsta skipti sem ég mun fara inn í það batterí og kominn tími til) og einbeita mér að því enda að byrja rannsóknarstörfin á þessari önn. Þannig að ef einhver veit um einhvern sem langar að ríkið borgi sér fyrir 70% vinnu (þar sem þú getur nýtt tímann vel fyrir þig sem vegur upp á móti lélegum launum) á mjög svo lifandi og litríkum vinnustað, endilega hafið samband.

Góða helgi gott fólk.

fimmtudagur, 14. september 2006

zzzzzz

í nótt dreymdi mig tvíburana í Blonde Redhead.

þriðjudagur, 12. september 2006

dæmi um konur

er ekki ber en afhenti konu mörg ber í tveimur pokum, jánkaði við annarri og sjálfsgagnrýni hennar um að hún liti illa út og hún hló að mér, neitaði enn annarri um svefnpillu og bauð magnýl í staðinn og sú síðasta sagðist oft rugla bara, þ.e.a.s. segja bara rugl og velti því fyrir sér hvort hún hafði gefið símanúmer sitt upp rétt.
Þetta voru konurnar í vinnunni.
Konurnar í yoganu sögðu mest lítið. Lýstu helst bara gleði í orðum og gáfu frá sér jákvæða strauma eftir tímann.

Núið er fínt og fullorðins, sötra róandi te, næstum því búin að læra allt fyrir morgundaginn og ætla snemma að sofa.

sunnudagur, 10. september 2006

tungl

kvöldið eftir að tunglið var fullt dreymdi mig tunglið sjálft. Það var í aðalhlutverki draumsins og það var farið að minnka aðeins en geislar þess féllu á hvítt landslag sem hafði ekkert að geyma nema dúnmjúkar hæðir og hóla.

Mæli með grænmetismarkaðinum í Mosfellsdal, þar fær maður brakandi ferskt fallegt grænmeti beint frá bóndanum á góðu verði á laugardögum. Mjög gott.

Mæli líka með grein Sigríðar Þorgeirsdóttur heimspekings um náttúruna í Mogganum í dag. Þar benti hún m.a. á það að oft gleymdist að taka fram að efnahagslegur ávinningur af virkjunum eins og Kárahnjúkum væri lítill, að ,,illa" væri talað um útlenska mótmælendur sem létu sig alheiminn varða en á sama tíma væri allt í lagi að aðrir útlendingar fengu landið gefins. Hún benti líka á að hægt væri að vera náttúruverndarsinni á Íslandi án þess að vera þjóðernissinni og það kunni ég vel að meta.

Í gærkvöldi eldaði kanadískur kokkamaður fyrir okkur og fleiri góða hér heima. Ansi hressandi. Það lítur út fyrir að skella verði í hrekkjavökupartý í lok okt með búningakeppni og öllu. Seinast þegar umræddur kokkamaður fékk verðlaun í slíku geimi, þá var það fyrir að túlka Stephen Hawking, að sjálfsögðu í rafmagnshjólastól. Byrjið að hugsa, hanna og plana gott fólk.

LittleBritain og The Mighty Boosh eru búnir að reyna að létta mína lund(a) undanfarna daga. no puffin for me. Reykleysið gengur vel en var næstum því búin að fá mér smók í gærkvöldi... no no no no no lungun mín eru svo miklu glaðari og síðan byrjar yogað í næstu viku, hlakka til að sjá hvort mikil breyting verður á öndunaræfingunum. Lifið heil í friði.

miðvikudagur, 6. september 2006

ólekkert

Spennan eltir mig á röndum þessa dagana...

í sundi í morgun fékk einn eldriborgarinn aðsvif svo hringja þurfti á sjúkrabíl.
Eftir mikið skraf um það í heitapottinum komu upp önnur umræðuefni eins og leikfimi. Þá komst ég að því hvernig eldri konur (þroskaðar konur) tala um vinkonur sínar í tilefni þess að vinkonan var að sýna leikfimi með leikfimihópnum sínum, það var eitthvað á þessa leið:
1: hún bara að sýna þessa skemmtilegu leikfimi og með sinn stóra rass...
2: Já, hann er nú heldur ólekker...

Hingað til hefur andlit laugardagsbófans alltaf skotist upp í huga mér á kvöldin þegar ég er að fara að sofa. Heldur óþægilegt, tilgangslaust og ég skil bara ekki af hverju. Þarf að vinna í því að láta þetta andlit hverfa úr huga mér, ég vil ekki hafa það. Síðan þarf ég líka að safna öryggi upp á nýtt. Líður soldið eins og í blöndu af tölvuleik og sækóþriller...

Vona að þessi dagur verði mér og ykkur góður, enda spáð sól og einni skúr síðdegis skv. heitapottinum. (er skúr kvk.?)

mánudagur, 4. september 2006

not so smooth criminal

Hér kemur krimmasaga laugardagsins þar sem ég var við vinnu í húsinu. Fyrir þá sem nenna ekki að lesa, þá náðist húsbrjóturinn sem náði ekki að koma neinu þýfi undan.

Um klukkan 14 sér samstarfskona mín mann á vappi í kringum húsið, íklæddan svörtum jakka með röndum á ermum og í rauðum skóm. Hún segir hann grunsamlegan, jafnvel reynandi að brjótast inn í bíla á planinu.

2 starfsmenn hússins koma inn á svið úr bakhúsi, sjá baksvipinn á manni uppi í ljósaklefa. Einn gerir ráð fyrir að þetta sé nýr ljósamaður og spáir ekki meira í þetta, hinn fer upp í ljósaklefa og býður góðan daginn og maðurinn svarar ekki, heldur fer niður í stúku austanmegin. Þá fer einn starfsmaðurinn og hittir mig í búri bakdyravarðar og saman förum við að leita að manninum. Í góðar 40 mínútur göngum við um húsið án þess að verða vör við nokkurn mann. Samstarfsfélaginn heldur aftur til starfa og ég hverf aftur í búrið og geri ráð fyrir að maðurinn hafi komið sér út úr húsinu í gegnum dyrnar úr austur-turninum út á plan. Hugsa síðan lítið meir um þetta, en fer þó í nokkra styttri túra um húsið til að athuga hvort allt sé ekki með kyrrum kjörum sem það og er. Ekki fór ég sérstaklega inn í kjallarann á þessum styttri túrum og er eiginlega hálf-ánægð með það eftir á, sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur líklega eytt dágóðum tíma þar við ýmsa skringilega iðju (eins og t.d. að grandskoða allt, endurraða undirskálum o.þ.h.).

Um hálf-fimmleytið hringir samstarfskona mín í mig úr mötuneytinu og biður mig að athuga hvort fartölvan hennar er á sínum stað í eldhúsinu í kjallaranum. Það geri ég og sé fartölvuna á gólfinu í bakpokanum, alveg eins og hún hafði lýst því.

Um klukkan hálf sjö hringir sama kona í mig neðan úr kjallara og segir fartölvuna vera horfna. Ég fer niður til hennar þar sem hún er í miklu uppnámi. Hún kíkir með lykli inn í búningsherbergi starfsfólks kjallarans og sér rauða skó og svartan jakka á gólfinu og mjög sterk lykt er í herberginu. Hún lokar, við förum upp, ég sný við og næ í veskið hennar og lykla sem hún hafði haft með sér ofan úr eldhúsi og uppi í búri bakdyravarðar hringi ég í lögregluna í annað skiptið þann daginn og tilkynni að í nú hafi eitthvað horfið og bið lögregluna um að koma á vettvang.

Við setjumst út á tröppur og reynum að slappa af, ímyndum okkur að þjófurinn sé á bak og burt og bíðum eftir lögreglunni. Án þess að margar mínútur líði, sé ég mann ganga á miðri Lindargötunni framhjá Jónshúsi og beygja niður Skuggasund. Hann var klæddur í rauða skó og jakka með röndum. Þá hringi ég aftur í lögregluna og segi að ég elti innbrotsþjófinn og bið um að lögreglan flýti sér sem hún og gerir en þá hafði ég séð manninn beygja til hægri út Sölvhólsgötu. Manninum var náð í Skuggahverfinu.

Það sem gerðist á eftir líktist mest æsispennandi lögguþætti í sjónvarpinu. Rauðu skórnir mannsins voru notaðir fyrir þefhundinn til þess að finna út hvar maðurinn hafði látið tölvuna frá sér. Það kom þó ekki í ljós fyrr en löngu seinna að tölvuna hafði hann falið inni í skáp í kjallaranum, þar sem hann faldist sjálfur á meðan við vorum að bardúsa í kringum búningsherbergið þar sem hann hafði farið úr skónum og jakkanum, líklega til að slappa af. Honum datt ekki í hug að fá sér ný föt, en nóg var af fötum í þessu herbergi og síðan laumaðist hann út á meðan við fórum upp til að hringja í lögguna. Löggan þurfti a.m.k. að heyra söguna þrisvar sinnum (þrjár mismunandi löggur báðu okkur um söguna). Tæknideild lögreglunnar kom með skjalatösku og myndavél og tók fingraför, skóför, munnvatnssýni og myndir. Húsbrjóturinn hafði gætt sér á heilli ananas-dós (opnuð með hníf) þriggja mánaða gamalli köku og tveggja daga gömlu kaffi á meðan hann var við iðju sína. Vinna lögreglunnar í húsinu tók u.þ.b. 3 klukkustundir. Öllu mögulegu (og ómögulegu(dæmi: súkkulaðirúsínur, dömubindi og ýmis konar snúrur)) þýfi hafði verið safnað á ákveðna staði og fært til. Á meðan vinnu lögreglunnar stóð töluðu þeir saman (eini kvenkynslögregluþjónninn var sú sem var með hundinn sem hafði lokið vinnu sinni á þessum tímapunkti) en þegar mest var voru 6 lögregluþjónar (blanda af tæknideild og rannsóknarlögreglu og fíknó) á staðnum, og báru saman sögur úr vinnunni auk þess sem nafn húsbrjótsins kom fram og búseta. Það fannst mér nokkuð svakalegt, enda ímyndaði ég mér að persónuupplýsingar sem þessar væru trúnaðarmál.

Þetta mál verður semsagt höndlað sem svo að ógæfumaðurinn sé húsbrjótur, þar sem hann náði ekki að koma neinu þýfi undan. Hann var í klefa um nóttina og skv. Fíknó var ekki hægt að tala við hann sökum ástandsins sem hann var í, en það yrði gert á morgun (í gær sunnudag) og seinni hluta sunnudagsins tóku starfsmenn hússins eftir tveimur mjög grunsamlegum mönnum standandi við sama stað og húsbrjótur gærdagsins hafði farið inn um, en annað fólk en starfsfólk hússins hefur ekkert að gera þar. Þess vegna ímynda ég mér að þegar húsbrjóturinn hafði losnað frá lögreglunni hafi hann frætt vini sína um hvernig hann komst inn...

fimmtudagur, 31. ágúst 2006

haustveiðar

Eftir að hafa farið eldsnemma í sund fór ég á bókasafnið og þaðan út í fjöru. Þar var háflóð og sólin skein, og lítill vindur. Það var yndislegt að sitja og horfa og hugleiða þangað til selurinn skaut upp kollinum og horfði í kringum sig. Ég var fljót að stökkva á fætur og gera viðvart, með tralli og hæi svo selurinn myndi nenna að sýna sig betur og kannski leika við mig. Hann virtist alveg til í það og fór upp á sker. Þá tók ég upp haglarann og skaut í skerið til þess að fæla hann af því í von um að hann myndi koma nær fjörunni svo ég gæti tekið hann af betra færi. En hann lét sig hverfa af skerinu vitlausu megin, þannig að ekkert varð úr selveiðum mínum í dag. Vinsamlega athugið, ég myndi aldrei veiða meira en ég gæti notað.

Þetta er búið að vera yndislegur dagur. Ég er kát og glöð. Besta fólk umkringir mig og er mér gott, styður mig og styrkir. Því er ég þakklát. Í sundinu var mér hugsað til B&B á búgarðinum í Svíþjóð og sendi ég þeim mínar bestu kveðjur. Helgin bíður spennt eftir mér, með Ljósanótt í Reykjanesbæ og Pakkhús Postulanna. Það væri ekki úr vegi að fá sér vínglas í tilefni dagsins og jafnvel skella einu aubergine á grillið með geitaosti. LIfið heil.

þriðjudagur, 29. ágúst 2006

friction

gengur ekki vel að blogga, en gengur aftur á móti vel að reykja ekki. Það er gaman.
Það er aldeilis fínt að vera byrjuð að vinna. Jákvæðnin skiptir máli hvort sem það er heima fyrir, á vinnustað, í skólanum, eða bara hvar sem er. jájákvæðninborgarsig.
Skólinn byrjar í næstu viku, þannig að þangað til verð ég ekkert of stressuð, ekki það að ég sé hin stressaða týpa en samt er soldið skrítið að reykja ekki. Hugur minn rasar og rasar dagsdaglega. Mér finnst ég ekki geta slappað af í sófanum og chillað feitt og mér finnst maturinn alveg sérstaklega bragðgóður. En ætli nýjabrumið af því að reykja ekki eigi ekki eftir að hverfa eftir skamman tíma?

Eftirfarandi bækur í góðu standi til sölu:
Friction: An Ethnography of Global Connection eftir Tsing.
Development Anthropology eftir Nolan.
Development Fieldwork eftir Scheyvens & Storey.
Localizing Knowledge in a Globalizing World ritstýrt af Mirsepassi, Basu og Weaver.
Imperial Eyes: Travel Writing and Transculturation eftir Mary Louice Pratt.

miðvikudagur, 23. ágúst 2006

auf wiedersehen

Á tónleikunum í Colombia Halle í gærkvöld komu fram Broken Social Scene, Nada Surf og Calexico. (ok. verð að viðurkenna það, og eitt þýskt upphitunarband sem ég bara man ekki hvað heitir, því ég heyrði bara 2 óspennandi lög með þeim). Bannað að skilja útundan.

Nada Surf
IMG_2986
Ég þekkti tvö lög með þessu bandi líklega úr fjölmiðlum og bjóst við argasta poppi. En þá er svo gaman að láta sér koma á óvart og fara með opnum og frjálsum hug. Vissulega var Nada Surf hreinlega leiðinlegt áheyrnar á köflum. En nokkrum sinnum fóru þeir á gott djamm-flæði og þá var gaman. Söngvarinn/gítarleikarinn minnti mig á Beck á sínum yngri árum, þ.e.a.s. í útliti og í fjarskanum inni í sal að sviðinu. Formaðurinn bað fólk vinsamlega um að vagga sér til hliðanna í einu lagi (dansa) og jafnvel klappa með viðlaginu. Áhorfendur tóku vel í þá bón og húrruðu, en þegar allir voru sveittir að vanda sig við að vagga til hliðanna, þá gleymdi ég að hlusta (því ég var að vanda mig svo mikið við að verða við bóninni og vagga mér eins og allir hinir) og lagði við hlustir og komst að því að lagið væri frekar leiðinlegt fyrir minn smekk. Það lét mig hugsa um sambandið eða vansambandið milli listamannanna á sviðinu og áhorfenda. Það er raunverulegt, líkamlegt bil á milli (upphækkuð svið, herskurður (á stærri sviðum) og girðing og öryggislið). Síðan er það bilið milli þess að vera að koma fram sem skemmtikraftur, listamaður o.þ.h. og þess að vera kominn á staðinn sem áhorfandi, áhangandi, aðdáandi, til þess að berja listamanninn augum og það sem hann býður uppá. Nóg um bil í bili.

Broken Social Scene
IMG_2982
Þessa skemmtilegu hljómsveit þekki ég betur og hef alltaf verið forvitin um að vita hvað gerist næst. (á morgun hætti ég að reykja, jibbý) Þarna var blásarasveitin í góðu formi, söngkonurnar komu allar sínu vel til skila, Feist átti þó salinn enda vinsæl hér á slóðum, hinir leikararnir stóðu sig vel í því að skipta um hljóðfæri og 2 trommusett sem nutu sín vel (en ábyggilega erfitt að vera á sviði með 2 háværum trommusettum, eller hvad? veit ekki sjálf) Sólógítarleikarinn kom með skemmtileg tilbrigði við að smella saman fingrum. Sýni það kannski einhvern tímann. Það fyndna við þetta er að á meðan tónleikunum stóð fannst mér hljómsveitin hafa verið betri, e.t.v. hrárri fyrir 2 árum á Hróarskeldu. Eða var það þremur árum? Nenni ekki að reikna. En í gærkvöldi stóð hún uppúr.

Calexico - engin mynd því þegar hún steig á stokk var ég orðin mjög mjög þreytt í fótunum og í hausnum á mér því ég ílengdist á karaókí-kvöldinu á mánudaginn. Sá ekki alveg sjarmann. Lúðrasveit. Mér finnst soldið leiðinlegt hvað ég er eitthvað neikvæð, en ég velti því einmitt fyrir mér í gærkvöldi hvort smekkur minn hefði breyst, hvort ég væri orðin gömul, hvort ég gerði meiri kröfur til listamanna, hvort ég gerði meiri kröfur til sjálfrar mín sem áhorfanda... Til að gera langa sögu stutta létu spænskættuðu lög Calexico mig dansa. Síðan fór ég heim.

Núna aftur á móti er staðan þessi: Fela Kuti kominn á fóninn. Búin að pakka öllu sem ég þarf ekki að nota næstu stundirnar. Held af stað á morgun í bílnum hans Gero. Fer í matarboð á eftir, síðasta kvöldmáltíðin í þetta skiptið, með góðu fólki. Niðurstaðan: Búin að vera mjög ánægð hér. Stefni á það að koma hingað aftur, jafnvel til lengri tímadvalar, sátt með mína vinnu sem hefur farið fram í góðu flæði. Ætli haustið sé komið? Veit ekki einu sinni hvenær skólinn byrjar, en byrja að vinna á mánudaginn. Bless í bili Berlín.

IMG_2975
IMG_2964

mánudagur, 21. ágúst 2006

Pönketi pönk

Ný umfjöllun um pönkstelpur í mannfræðilandinu
.

föstudagur, 18. ágúst 2006

das Wetter heute

skrítið hversu lipur orðaforðinn um veðurfar verður fyrst um sinn. Tala allir um veðrið?

Sumarfríið var skemmtilegt. Mér finnst líka samt eiginlega alltaf annars skemmtilegt... Hjólin með upp í lest og þ.a.l. auðvelt að skoða sig um. Í Rostock var Spa í boði. Í fyrsta sinn á ævi minni fór ég í heilsulind (Bláa Lónið fyrir norðan og sunnan ekki tekið með). Það var gott. Kannski of gott. 3 mismunandi tegundir gufubaða þar sem typpi og píkur gengu um og slöppuðu af án textíls... skiltin segja að hér sé svæði án textíl-efna.... nudd og andlitsbað og allskonar böð.

Jostein Gardner (höfundur Veröld Soffíu) segir Ísrael hafa falsað tilverurétt sinn, stundi ethnic cleansing og myrði börn. Jú, náði Ísrael ekki 70 börnum einu sinni með einni sprengju? Gardner þurfti síðan að biðjast afsökunar á ummælum sínum sem hann gerði með hálfum hug.

Komin með miða á Calexico, Broken Social Scene og Nada Surf á þriðjudag.

Kveðjustund: til allra þeirra sem skrifa komment því mér þykir vænt um það og til brósa og tánna hans tengdó (hann gerði grín að þessu og sagði hann hafa verið að merkja sér stað í kirkjugarðinum...)

sunnudagur, 13. ágúst 2006

es regnet

úti rignir og rignir og rignir.
Þótt flestir gluggar séu hálf lokaðir, þá heyrist alltaf tónlist úr öðrum íbúðum. Red Hot Chilli Peppers er einhver að spila núna, síðasta sunnudag var það Frank Sinatra. Í staðinn býð ég Mikah 9 velkominn í hljóðheim minn með rappi/hipphoppi (ekki nýjustu plötuna þó). ,, so strong is the whole universe........"

Það þýska fólk sem ég hef umgengist að undaförnu er allt frábært. Hér er gott að vera. Allir mjög stundvísir sem mér líkar mjög vel. En Daniel (frá Hamborg) var einmitt að klára skólann og skoðaði hvernig (staðlaðar) hugmyndir um menningu eru kynntar á vettvangi viðskipta og almannatengsla. Notaðist við Gramsci og kenningar hans um Hegemóníu (e.hegemony), sem ég kann illa að þýða. Samt var þetta ekki djók með stundvísina. En þar sem ég er ég, vil ég ekki gleypa það að allir Þjóðverjar séu stundvísir frekar en þeir séu allir nískir. T.d. hef ég ekki hitt neinn nískan. Kannski með því að vera að skrifa um þetta hér er ég að viðhalda þessari hugmynd um að Þjóðverjar séu stundvísir, eða bara að gera grín af henni, eða kannski skiptir það sem ég skrifa ákkúrat engu máli. Ekki misskilja, ég er ekki að væla hérna. Ég er að tala um í víðara samhengi...

á morgun fer ég í þriggja daga ferðalag. Rómans í Rostock.
Sá bókina Rummungur Ræningi á þýsku, sama koverið og heima. Man bara ekki hvernig þetta útleggst á þýsku. En bókin var góð, allaveganna í minningunni.
hvað eru mörg err í því?

laugardagur, 12. ágúst 2006

veislubruðkaup

Hef mikinn áhuga á að vita hvernig hægt sé að gera svona falleg listaverk sem má borða og njóta, og tók því myndir til þess að varðveita lúkkið... Enginn þorði að byrja á hjartakökunni.
IMG_2952
IMG_2950
IMG_2948
Og ein af hinum nýgiftu í lokin að dansa. Þetta var frábær veisla sem endaði í heljarinnar rokkabillý dansorgíu.
IMG_2959

Fengum annars leiðinlegar fréttir um hádegisbil, tengdó-Wilfred missti 4 tær af hægri löpp (allar nema litlutá) í sláttuvélaslysi. Held að ekki hafi verið hægt að bjarga tánum sem lágu dreifðar á vígðu landi (hann var að hjálpa til við að hreinsa til í kringum kirkjuna í þorpinu). Voðalega á fóturinn á honum eftir að líta skringilega út. Kannski væri bara betra að taka litlutá líka af... svona fyrir lúkkið... Og hvað með jafnvægið? Kannski verður hann með staf það sem eftir er? Getur maður ekki alveg labbað með 6 tær? Að öllu gríni slepptu sendi ég strauma yfir hafið og vona að hann jafni sig fljótt, en hann var enn í aðgerð áðan.

þriðjudagur, 8. ágúst 2006

das Maedchen + das Fraulein = die Frau?

Ný umfjöllun um Ladyfest í mannfræðilandinu mínu.

Að lesa ýkt spennó rannsókn um pönkara(stelpur). Segi frá því síðar.
Annars bara ást og friður.

laugardagur, 5. ágúst 2006

diediedender

dagarnir líða hratt. Áttaði mig á því að það væri kominn laugardagur í Verslunarmannahelgi. Sendi stuðning til verslunarfólks. En er ekki allt opið hvort sem er á mánudaginn?

Ég er glöð og þakklát í vindinum og regndropunum sem slæðast með. Hef alltaf verið hrifin af því sem Ry Cooder gerir og er núna að hlusta á Chavez Ravine. Upprunalega var það tónlistin við kvikmyndina Paris, Texas sem kom honum á kortið hjá mér. Núna er hann voða mikið í því að spila tónlist með hópum fólks víðsvegar í veröldinni og gefa út til að leyfa hinum kapítalíska/oríentalíska heimi að upplifa. Annars var uppáhaldshljómsveitin mín í gær Spaceman 3 (phsychadelískt rokk) og síðan spilar Gonzales frá Kanada undurfallega fyrir mig á píanó (solo piano heitir diskurinn) en ég veit ekki alveg hvað hann er að gera með því að spila bara einn á píanó. Hvar eru mörkin? Hversu langt má poppmenningartónlistarmaður fara inn á klassísku brautina til þess að það virki?

Mental memo nr. 1: Já, ég hlakka ennþá til að hætta að reykja.

Fór á markaðinn í morgun og verslaði kræsingar svo ekki sé meira sagt. Allskonar dæmi til að borða með brauði. Voða mikið úrval af allskonar heilsusamlegum ídýfum fyrir brauð. Umm, lecker. Ferskt grænmeti og brakandi ávextir. Ferskt pasta og pylsur. Það er gaman.

Ég gæti faðmað allan heiminn...

þriðjudagur, 1. ágúst 2006

das Bild

IMG_2872IMG_2881

Það getur verið mjög hressandi eins og varð raunin nú síðastliðna helgi að fá sér tónlistarlega fullnægingu. Þá á ég við að upplifa lifandi tónlist á einbeittan, náinn og opinskáan hátt. Berlínarfestivalið var uppi í sveit, haldið við kjöraðstæður. Það féllu meira að segja nokkrir dropar, hægt og rólega, til að kæla fólkið niður. Á vettvangnum mátti m.a. finna risastórt hesthús, svín og ýmis konar fugla í búrum. Line-uppið var ekkert spes fyrir mína parta, en þar báru af Stereo Total, Powers og já, The Ravonettes... og þá hlýtur að vera fokið í flest skjól. Stereo Total áttu mig algjörlega og ég tapaði mér í dansi sem hristir einmitt vel upp í þessari sumarorku sem stundum vill allt hægt og hljótt sökum hita. Fyrir partýtryllt franskt/þýskt popp gat maður ekki annað en hrist skankanna, sem þurfti þó að gerast á mjög nettan og krúttlegan hátt sökum þess hversu hipp og kúl tónlistin virkilega er. Powers var hrátt og gott (international líka, Berlín/NY/?) og The Ravonettes spiluðu einstaklega þétt og vel....b leaaaaaa þau voru einfaldlega bara of kúl á sviði, en tónlistina myndi ég aldrei kaupa mér.

IMG_2883

Náttúruna má líka finna í stórborginni. Og gleðst ég yfir því að geta hjólað í heilan dag án þess að þurfa að fara sömu götuna tvisvar. Einnig finnst mér gott að eiga athvarf í görðum borgarinnar þar sem maður getur fengið sér pínu grasorku í gegnum tærnar sem vanalega eru skítugar af mengun gatnanna. En naglalakkið bregst ekki og felur sorgarrendurnar.
IMG_2856
IMG_2878

Eftir tuttuguogfjóra daga hætti ég að reykja og hlakka til. Þá verð ég búin að reykja í næstum því nákvæmlega 10 ár sem þykir gott hér á bæ. Ég á einfaldlega betra skilið. Á morgun er spáð þrjátíuogátta stiga hita.

Hugur minn er líka í Líbanon, Lancaster og hjá manninum sem festist í lyftu um daginn. Jú og hjá þeim fjóru nýgiftu einstaklingum sem ég þekki og brátt vera þeir sex þegar ég fer í brúðkaup hér hjá Gero og Önnu. Megi sambönd ykkar dafna.
Ást og friður.

laugardagur, 29. júlí 2006

festivöl i fleirtölu

í þessum töluðu bíð ég eftir ökumanninum sem ákvað að gefa okkur far á B erlínarfestivalið sem byrjar í dag. Tónlist tónlist tónlist. Hlakka til. Er búin að pakka niður epli. Og myndavél.

1 epli á dag kemur skapinu í lag. Og gefur manni fullt af vítamínum.

Annars er líka ladyfest hér í byrjun ágúst. Tónlist, list og kvikmyndalist og alls konar list og verknaðir meðal þess fólks sem púar á tvíhyggjuna í kyngervum mannanna. Þ.e.a.s. gender-benders, transgender o.fl. svona orð... Meika stundum ekki flokkunina hjá fólki, af hverju þarf fólk alltaf að vera að flokka allt?
Hvernig væri að lifa í óflokkuðum heimi? Eða allaveganna með óflokkuðu fólki? Fólki með hjarta.

Ok. bæ.
(p.s. er sérlega glöð þar sem ég var úti í góðum rigningarskúr í morgun og er viss um að gróðurinn sé líka mjög glaður)

þriðjudagur, 25. júlí 2006

feinkost

vellystingar og vingjarnlegheit.
Úr stofunni hljómar tilbrigði við lesnar auglýsingar á Rúv með útlenskum hreim, soldið eins og biluð plata... en náin sambúðin gengur vel. Það mætti næstum segja of vel. Kona eins og ég sem leitar eftir árekstrum í mínu persónulega lífi en reynir að leysa úr þeim hjá öðrum. Þá má næstum segja að mánudagskvöld séu orðin karókí kvöld. Reyndi við Ice Ice Baby (með Vanilla Ice), en gekk ekki nógu vel. Billie Holiday, Aretha Franklin og Queen runnu aftur á móti út úr barka mínum eins og bráðið smér. Ótrúlega er gaman í karókí. Ég elska það. En bara í litlum klefum. Meika illa sviðið. Allavega eins og er. Var að ljúka við ævisögu Chet Baker, þ.e. punkta sem hann skrifaði sjálfur niður. Ekki einhver ævisögurritari/fan sem einblíndi á dópið og ruglið. Þó Chet minn hafi verið á kafi oft á tímum. Hann lýsir semsagt dvöl sinni í hernum, hvernig hann varð tónlistarmaður og hvernig hann hitti fólk o.þ.h. á sinn hátt, í stuttum köflum á mjög ljóðrænan og einfaldan hátt.
drrrriiinnggg.... hallo, wer ist es? Es is den Max
Nú eru gestirnir komnir, en þar sem við búum á 5. hæð tekur það alltaf smá tíma að fólkið komi inn, mjög hentugt.
Góðar stundir.

föstudagur, 21. júlí 2006

das Neon.

Svitinn sem sprettur út alls staðar, sérstaklega á höndunum, gerir þær sleipar á lyklaborðinu. Kannski tölvast fólk í heitu löndunum með hanska. Púðurhanska.

Hér skiptast dagarnir mínir svona:
Fyrri hluti dags. Til klukkan sex.
Seinni hluti dags. Eftir klukkan sex.
Nótt.

Mér finnst best að vinna við tölvuna seinni hluta dags. Smá menningarflæði byrjað.
Stundum er mjög heitt á nóttunni. Í gær fékk ég þær fréttir að það væri hitabylgja á Íslandi. Allt bara crazy. Hér er allt ekki crazy, bara frekar hægt og sveitt og skemmtilegt og þægilegt og fallegt og grænt og blóm og fiðrildi og rómans og ís.

Juliane fræddi mig á því að þessi vera (sjá mynd) sem kom í heimsókn í gær sé karlkyns moskítóflugan. Bítur ekki eins og konurnar sem eru miklu minni og ekki neon-grænar. Hvernig þær gera það, ekki spurja mig að því, sagði Juliane að lokum.
IMG_2853
Í fyrrakvöld blés ég neon-lituðum sápukúlum sem voru misheppnað listaverk (að sögn listamannsins) á opnun hér í borg. Þær áttu að vera UV-næmar. Gjörningar, innstallasjónir og nútímalist, beint í æð. Hópur listafólks héðan og þaðan úr heiminum, þ.á.m. ein frænkan í Kanada. Cultural capital hvað? Er einmitt voða forvitin um hvernig fólk aflar sér menningar-inneign í nútímasamfélagi a la Bourdieu í dag. Er til há- og lágmenning?

þriðjudagur, 18. júlí 2006

Spinne - köngulo

orðaforðinn eykst daglega en í dag var mjög hægur dagur, ólíkt gærkvöldinu þegar hittingur á mánudagseftirmiðdegi varði þangað til seint um nótt. Hressandi. Þess vegna fór ég í dag út í búð að versla inn. Það tók 1 og hálfan tíma. Ég skil ekki hvernig það gerðist og ég gat ómögulega fundið venjulegt vatn í stórum flöskum í þessum stórmarkaði. Kannski varð ferðin svona löng af því að ég þurfti að lesa á allar vatnsflöskurnar sem eru af mjög mörgum gerðum.
Síðan veit ég hvernig ávaxtasnafs með heilum ávexti innan í flöskunni er búinn til. Flaskan (tóm) er hengd á hvolf í tréð, yfir peruna. sem er ungri og agnarsmárri troðið inn um gatið og síðan vex hún bara og vex upp inní flöskuna. En þó líklega töluvert hægar en samferðafélagar hennar sem allir vaxa niður (þyngdarlögmálið) og þ.a.l. verður hún (peran sem vex inni í flöskunni) ekki eins stór.

Lítið hefur borið á berum konum á þakinu hér fyrir utan gluggan síðan seinast.

föstudagur, 14. júlí 2006

aber sehr gut

schöne Wochenende sagði konan við mig í bakaríinu í morgun og ég fattaði ekki baun að það væri föstudagur og bastilludagurinn í þokkabót.

Helstu fréttir eru þær að sushi-pizzan var æði. Ég myndi setja inn mynd ef ég ætti hana. Kannski þarf ég bara að fá mér svoleiðis aftur til þess að geta tekið mynd. Í gær var ég á fullri ferð yfir stór gatnamót með umferðinni á hjólinu. Þá heyrði ég kallað nafnið mitt... og tilviljanirnar láta á sér krauma jafnt hér sem annars staðar. Ég gat ekki stoppað né litið við enda að vanda mig að hjóla úti á götu. Loksins gat ég snúið við almennilega og þurfti alveg að hjóla langt tilbaka til að komast að því hver væri að kalla nafnið mitt úti á götu í stórborg. Var það þá ekki hún Maríanna í glæsilegasta sumarkjól úti á miðri götu. Ekki hafði ég hugmynd um að hún væri hér að spóka sig í vikutíma en skemmtilegt, ef ekki nokkuð kvikmyndalegt. Það væri þá líklega bara fyrir kjólinn.

Vinur nr.2 - konan á kaffihúsinu í röndótta bolnum.

Annars tók ég Foucault einmitt eins og ég vildi taka hann í dag. Nokkuð svöl átök þar á ferð. Áttaði mig á því að hann er snillingur og sýruhaus. Sjá nánar fyrir áhugasama á Mannfræðilandinu. Nú þarf ég ekki að hugsa meira um hann í bili.

Það er fullt af fuglum hér sem ég sé ekki en heyri og þekki ekki. Spurði meira að segja ein Berliner hvort það væru nokkuð uglur hér á ferð í skóglendunum því ég gat alveg hreint ímyndað mér að ég hafði heyrt ugluhljóð. Hann spurði hvort það hefði nokkuð verið dimmrödduð dúfa.

Ein Unterricht. Jetz muss ich viele Worter schreiben weil ich will aber gerne gut Deutsch kennenlernen. Bei Alexanderplatz haben Sie alles umgetauscht. Da gibt es viel Kaos und viele Katerpillars. Immer, wenn ich dort gehe, bist die Platz im keinen Ordnung aber immer viele Leute. Vielleicht wird es besser. Man weisst es nicht. Dann, gestern war es ein Madchen ohne Kleidung auf dem Dach draussen die ich durch der Fenster sehen könnte. Seine Busen war nicht grosse. Sie war leider nicht sehr sexy. Sonnenbade ist vielleicht nicht die korrekte Wort, aber sie ist am Dach gewesen fur lange Zeit, ohne Kleidung, in die Sonne. Sie hat nicht getanzt. Ruf-mich-an.... schnell ... ich komme ...

Síðan eru einmitt mjög skrítnar sjónvarpsauglýsingar hér. Klam kklám klám k´kllllám selur þvottaefni?

miðvikudagur, 12. júlí 2006

slow - motion - langsam

held jafnvel að líkami minn sé farinn að venjast pínulítið hitanum. Ekki þó svitanum. Fórstu út að vitanum?
Ég ætla að fá mér sushi-pizzu í kvöld.

eða þýðir langsam kannski leiðinlegt? locker er kannski orðið sem ég er að leita að... bíðum nú við, athugum

hægur: leicht, bequem, langsam; og ofar á sömu síðu:
hægðir : Stuhlgang, tregar hægðir: Verstopfung.

Friður og ást í hjarta

mánudagur, 10. júlí 2006

immer gut

staðan: Hverju hvíslaði gaurinn í eyra Zidane, sem fékk hann til að skalla hann í brjóstkassann? Upp komu hugmyndir á borð við: mamma þín er hóra, ég fór upp á konuna þína sem er fínasta pía o.s.frv. Allt tengt konum... En ég hélt með Frakklandi. Í dag hef ég heyrt White Stripes-stefið margsinnis sungið af oftast karlmönnum sem eru líklega að fagna sigri Ítala.

Úti er niðamyrkur einhverjar pöddur láta heyra í sér í skóginum hérna fyrir utan (sem telur kannski 4 5 hæða há tré umlukin af 6 hæða húsum). Buxunum hef ég rennt upp á hné sökum hita. 34 stig á morgun.
Í spilaranum spilast Final Fantasy. Mjög mikið drama og það er borg í Grikklandi sem heitir Drama.
Foucault hafnar Fyrirbærafræði. Mér finnst bæði flott, Foucault og Fyrirbærafræði.

eins zwei drei vier. Heute hab´ich viel gemacht. Wenn ich bin aufgestanden habe ich yoga gemacht. Dann trank ich 2 portioner Kaffee und ass ein bisschen yogurt und ein apfel. Foucault war bei mich die ganzen Tage, in meinem kopf, weil jext lese ich The Order of Things. Nachmittags bin ich zu Mitte gegangen mit mein liebling und das war sehr schön. Wir waren auch in einem restaurant und trank rot wein. Es war wunderbar.

ahoy hoy = var sú kveðja sem Graham Bell vildi hafa þegar fólk tæki upp símtólið.

hello = það sem Edison stakk upp á.

föstudagur, 7. júlí 2006

leben im Donner

Donner=þrumur
og eldingar og gífurleg læti útifyrir. Sko í þrumunum. Ekki í Þjóðverjunum. Búin að horfa á einn og hálfan fótboltaleik í lífinu mínu og það á mjög skömmum tíma. Mér fannst seinni leikurinn mun betri. Ekkert væl og hraður bolti. Jamm, hugtökin... Eftir að Þjóðverjar töpuðu sá ég marga fallast í faðma og gráta. Það var spes. Engin læti og löggurnar sem voru búnar að koma sér fyrir á hverju horni til að róa trylltan lýðinn eftir að Þýskaland ynni voru bara að chilla á hjólunum eða inni í bíl og ábyggilega hlusta á leikinn í talstöðvunum sínum.

Í gær voru 34 stig af hita. Þá svitnar maður og hitnar.

Hitti mann frá Sóvakíu í dag og hann gaf mér blað. Vinur nr. 1
En annars búin að hitta fullt af fallegu fólki og fara þar sögur helst af Carli sem heillar mann upp úr skónum á ensku og þýsku, 2ja ára gamall. Foreldrar hans eru sosem ágætir líka... ha ha ha þau eru útlensk og myndu aldrei skilja þessi skrif. En maður ætti kannski aldrei að segja aldrei. Ég stefni nefnilega að því að rifja þýskukunnáttu mína upp hér á strætum Berlínar og er strax byrjuð. Það er gaman og gengur vel. Takk fyrir kveðjurnar konur.

Einu sinni var ég hluti af hóp sem kallaðist La petite famille. Nú er einn búinn að bransa út og orðinn pabbi. Held maður bransi út þegar önnur kynslóð birtist. Veit ekki hvort hópurinn sé til enn í dag, en ef La petite famille á einhvern tímann eftir að hittast án nokkurs annars, t.d. inni á baði, þá veit ég að tekin verður mynd. Hamingjuóskir til litlu fjölskyldunnar.

mánudagur, 3. júlí 2006

crazy jane is back in my mind...

og nick drake syngur og spilar fyrir mig í þessum töluðu. Eftir annasama helgi er ég núna fyrst að róast niður enda alveg að verða tilbúin að fara. Búin að pakka fötunum, á eftir snyrtidót og dót til að leika sér með sem inniheldur 5bækur tölvu myndavél 1 stk tímarit og E621. Í fréttablaðinu í dag var frétt þess efnis að áætlaður fjöldi í miðborg Berlínar á morgun er 900,000. Krakkar, þið þurfið ekkert að taka svona vel á móti mér.

Velti því fyrir mér hvort ég eigi eftir að eignast nýja vini á 2 mánuðum. Hvað tekur það langan tíma að eignast nýjan vin? Hvenær kallar maður fólk kunningja og hvenær kallar maður fólk vini?

Þá var skellt í óvænta síðbúna afmælisveislu fyrir föður minn, sjötugan. Sækir vatn í mæjónesfötu niður í fjöru (semsagt sjó) og baðar psoriasis hendurnar sínar í því, ætlar að ná sér heilum á viku... það er markmiðið allaveganna í bili. Ráðist var í gerð heimildarmyndbands um þessa samkomu, þar sem hver og einn fékk m.a. að senda kveðju. Aðeins einum af 21 datt í hug að syngja afmælissönginn.

Blómin komin í pössun þar sem þeim líður strax vel.
Ég að fara í pössun til stórborgar og ég er sannfærð um að mér eigi strax eftir að líða vel.

laugardagur, 1. júlí 2006

faeinar stadreyndir

ég er ástfangin

ég er að fara að hlusta á djass með mömmu

ég á góða vini og fékk 2 góðar gjafir í gær

Þriðja gjöfin var 1. og 2. sería af Dallas þáttaröðinni. Veit ekki hvernig kvenhlutverkin eiga eftir að fara í mig... það kemur í ljós enda ekki byrjuð að horfa þó ég sé með stefið á heilanum.

Gengið frá og lokað í sumarfríi kl.14:36

fimmtudagur, 29. júní 2006

changes

bowie að syngja fyrir mig og síðan ætlar fullt af öðru fólki að syngja fyrir mig í kvöld því af nægum tónleikum er að taka.

Þær breytingar sem hafa orðið í mínu lífi eru lítilsháttar, en sumarfríið eins og gefur að skilja er ein breytan. Önnur breyta á eftir að koma upp n.k. þriðjudag þegar ég fer til Berlinar auðvitað til að horfa á hm. En eins og gefur að skilja keypti ég ekki miða á úrslitaleikinn fyrir 400000 krónur á svörtum markaði, heldur ætla að vera í öruggu umhverfi bjórgarðs... eða missa af öllu saman... hvað gerist... endilega fylgist með

Klippimaðurinn klippti hárið mitt í dag og talaði mikið, en samt ekki um of. Stundum svaraði ég þó bara já eða nei án þess að bjóða upp á frekari samræður. Nú má segja að hárið mitt sé með ,,sand" effect samkvæmt hártísku-lingóinu. Mjög lekkert. Og það er miklu léttara einhvern veginn...

Já á döfinni er: hlusta á tónlist, (greiða)vinna, endurheimta sambýling, fá sér í tána með útlenskum guide og sérmenntuðum ævintýraguide, samfagna í viku-eftirá útskrift, halda surprise-grillveislu, pakka niður, þvo, koma blómum í fóstur (nú nægir sturtubotninn ekki) og stinga af í nýtt sumarfrí á nýjum stað.

sunnudagur, 25. júní 2006

gæsahuð

breiddist um líkama minn í vinnunni í dag. Ekki þó vegna drauganna sem eru pottþétt orðnir vinir mínir því ég tala alltaf við þá. Gæsahúðin stafaði aftur á móti af leik-dans-tónlistarhóp frá Okinawa. Ævaforn list þeirrar eyju soðin saman í eitt 70 mínútna stykki sem var magnað. Tónlistin klikkuð. Orðanotkun mjög rytmísk og átti í danis við ásláttarhljóðfærin og skrítnu þriggja-strengja gítarana. Síðan flautuðu sumir og slefuðu ógurlega. Hreyfingarnar ómótstæðilegar. Og í lokinn í uppklappinu braut karate-maðurinn 2 spýtur með fætinum. Boðskapurinn var stundum mjög fallegur, hreinn og beinn og minnti mann m.a. á það að við erum það sem við erum, komin af foreldrum okkar og það verður að virða langt afturábak. Vera hreinskiptin og heiðarleg. Karlar eiga að styðja konurnar sínar. Aðstæður til áhorfs voru slæmar. Horfði á þetta í gömlu Samsung sjónvarpi sem sýnir sviðið, en hljóðið tók ég af og hlustaði frekar á innanhússkerfið sem er nokkuð gott. Vanalega hlusta ég ekki á innanhússkerfið þar sem maður fær þá öll boð sýningarstjóra sem vanalega hljóma sem svo: kjú 54 .... innn yfir þann hljóm sem berst frá sviðinu, oft fá kjaftasögur að fljúga inn á milli í grafalvarlegum atriðum þar sem áhorfendur standa á öndinni. En Japanarnir komu með sín eigin tæki og tól þar sem sýningarstjórinn þeirra stjórnaði þessu öllu á japönsku að sjálfsögðu. Nú kann ég 4 orð á japönsku.

kónitsjúa= góðan daginn, halló
sayonara = formlegt bless
matanei = vinalegt bless
arigató = takk

Rússnesku orðin voru... daaaaaaaaaa man ekki.
Heppilegur vinnustaður enn og aftur. Já, einmitt, þá hafði kokkurinn hrefnukjöt í brúnni sósu í hádegismatinn í gær. Vildi láta fólkinu líða eins og heima hjá sér. Hrefnukjötshvalur í ríkisstofnun. Fékk mér ekki. Man bara eftir því að hafa verið úti í sveit með fjölskyldunni þegar ég var lítil og mamma steikti hvalkótilettur. Djöfull seigt og vibbalegt. Matarminningar maður minn. En heppilegur vinnustaður að því leyti að núna er yfirvofandi sumarfrí, fæ ekki nóg af því að tala um það, á morgun takk fyrir, og allir eru rosa glaðir.

Svitabaðið var sveitt. Ekki svo heitt. Gæti verið að fólk upplifi hitann eftir því hvernig andlega stemningin er? Hefur farið upp í 100 gráður á celsíusi í loftinu á svona tjöldum. Magnað alveg hreint. Að fá að svitna og hugleiða og hreinsast og vera uppgefinn og vera glaður og vera þakklátur og sjá sýnir (sumir) og kyrja. Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir þetta og í morgun klukkan 08:25 hafði ég enga líkamlega löngun til þess að fara í gufu sem ég geri vanalega í Vesturbæjarlauginni.

Núna singur Nina Simone fyrir mig og ég er ein heima í nokkra daga sem er frábært. Smá fallegt andrými. En ég hlakka óneitanlega mikið til að fá að hitta kæra aftur, bara svo enginn misskilningur geti átt sér stað því þetta er nú einu sinni ritað mál.

Gengið frá og lokað kl.00:12

föstudagur, 23. júní 2006

tesopasol

Með tónlist í eyrunum naut ég sólarinnar og horfði á mávana frekjast á tjörninni. Endur og gæsir og dúfur þurfa að hverfa frá yfirganginum sem er sorglegt. Ein dauð önd vaggaði með magann upp. Amerískir krakkar að fríka út yfir henni. Og ég í raun líka. Og það var ekki vegna H5N1 hræðsluáróðurnum sem var boraður inn í alla fyrir nokkrum mánuðum. Kannski frekar vegna þess að mávarnir mega frekar eiga heima við sjóinn þannig að endur og gæsir geti verið áfram í friði á tjörninni og skitið út gangstéttina þannig að maður renni í grænum skítnum, sem hefur þó snarlega minnkað.

Nú stefnir allt í sveita- og svitaferð. Því ég ætla í svitabað með góðu fólki. Hlakka ógurlega til. Hlakka minna til að vera lokuð inni um helgina við vinnu. En sumarfríið byrjar á þriðjudaginn. Jibbý jei.

Gleðilega Jónsmessu.

þriðjudagur, 20. júní 2006

i'm rap rap rapping

fjárfesti í Big Apple Rappin´ sem er svo sannarlega 1999 króna virði (með special price for you my friend og 2 cd) og ég leyfi mér að vitna í umslagið: the early days of hip-hop culture in New York City 1979 - 1982.

Var að hjóla heim eftir vinnu og stoppaði til að kaupa kóko(g)mjólk.
Hnyttni og hrekkjabrögð.
Samt telst ég ekki svo fyndin, allaveganna ekki af sambýlingnum... Það verður að segjast að það er erfitt að vera fyndinn á útlensku. Og þar sem ég þýði oft míns menningarkima húmor beint yfir á útlensku, kemur það ekkert sérlega vel út. En ég hef gaman af orðum og gaman af scrabble. Útlendingurinn hefur meira að segja unnið mig í íslensku skrafli.

Amma hringdi í dag til að athuga hvort ég gæti skotist að kaupa dóp fyrir hana. Það gat ég ekki vegna bifreiðaskorts og vinnu. Hún á marga að sem hafa aðgang að bifreiðum. Ertu búin að hringja í alla hina? (sem margir eru karlkyns). Nei ansaði hún og sagði þá alla vera að vinna... Hvað er málið? Má frekar biðja konur um greiða heldur en karla? Eru þær betur til þess fallnar að snúast og snattast? Er vinna þeirra ekki eins mikilvæg? Því trúi ég ekki, en verð að gefa ömmu minni það að hún er kona síns tíma sem klæddist ekki í bleikt í gær.

Á morgun eru sumarsólstöður. Njótið dagsins.

sunnudagur, 18. júní 2006

kokokokokokoko lo

IMG_2785
IMG_2795
IMG_2790
IMG_2784
IMG_2791

Hössi og Björg fengu ekki myndatöku við verslunariðju sína á aðalbásnum þessa helgina. Áeggjan kærrar konu hafði áhrif á þá reglu að smella mynd af öllum þeim sem ég þekkti sem versluðu. Niðurstaða að öllum kostnaði frádregnum = 23.130. Allir aðrir hlutir sem ekki gengu í endurnýjun lífdaga þessa helgina dúsa nú í gámum Rauða Krossins og eiga spennandi framtíð framundan.

Gangverðið var 100 - 200 krónur. Að selja föt á 500 er dýrt. Margir misáhugaverðir stöldruðu við. Maður með grátt skegg spurði eftir leikjum í gömlu playstation. Hann var búinn að spila svo mikið kung-fu leikinn að hann vildi fá sér nýjan. En tók það jafnframt fram að eftir að hafa komist í gegnum öll borðin í leiknum hafði gítarleikur hann snarbatnað. Jesús er í hjartanu á þér, sagði annar eftir að hafa spurt mig af hverjum ákveðin mynd var. Starfsmenn á Aþenu, skemmtiferðaskipinu sem lá í Reykjavíkurhöfn kunnu verslunartæknina. Prútt. Prútt. Tjútt. Þetta var bæði gaman og erfitt. En tók skjótt af. Var fljót að bursta af sölutæknihæfileikum mínum og koma þeim í gagnið. Gomma af trikkum og pólitík í gangi hjá sölufólkinu í koló.

Ekki spillti að í gærkvöldi var haldið á vit ævintýranna úti í Garði. Maður minn, hvað ég er þakklát fyrir að þekkja svona fallegt fólk. Þar var sannkallað humarsumar. Bjargaði alveg deginum í dag þegar sólin titraði á hafinu í augnablik og mig langaði ekki að vera stundinni lengur í koló. Nú er þjóðhátíðarhelgin að kvöldi komin. Ein vika þangað til sumarfríið byrjar...

föstudagur, 16. júní 2006

kodd i kolo a þjoðo

hæ allir saman nú,
við skötuhjú munum selja ýmsa dýrgripi á mjög góðu verði í kolaportinu um helgina (bæði lau&sunn).
Þar verður að finna safn ritvéla, bóka, klæðnaðar, skarts og e.t.v. laumast nokkrir geisladiskar með. Komið inn úr hátíðarhöldunum í rigningunni og hlýið ykkur í kolaportinu - þar er alltaf friður, alltaf fjör. Hlakka til að sjá ykkur.

IMG_2776 hm í rvk

IMG_2759
allir stara út í óvissuna í óvissuferð

miðvikudagur, 14. júní 2006

hm spenna

mér líður eins og ég get ímyndað mér að fótboltaáhugamönnum líður um þessar stundir. ég er nefnilega að fara í óvissuferð á morgun með vinnunni. og síðan æsir bara svo margt annað mig í lífinu... þarf ég að réttlæta það að ég horfi ekki á fótbolta? fótboltafélagið á íslandi gat ekki einu sinni sent yfirlýsingu til útlanda og sagt að þeir digguðu ekki innflutning á konum í kynlífsiðnaðinn/vændi í stórum stíl... 60.000 konur áætluð tala. Íþróttir/karlmennska og bjór og kynlíf. Hvaða fyrirmyndir eru það? Enginn vill taka ábyrgð og bendir á hinn.

en kvöldið hér er sérlega blautt, enda rignir og rignir og rignir. hlakka til að fá að njóta sólar. MIg þyrstir í vítamínin hennar. Sendi góða orku yfir hafið til þess fólks sem þarf á henni að halda í Sydney.
Gengið frá og lokað 23:36

sunnudagur, 11. júní 2006

óvænti aukadagurinn

þannig er mál með vexti að í dag á ég vakt, en er ekki í vinnunni. Ekkert að gera, engin nauðsyn fyrir viðveru mína. Sem er sér i lagi undursamlegt. Það gerði þ að að verkum að í gær eftir vinnu fór ég á stjá í partý. Einblíndi á jákvæða orku á meðan ég gæddi mér á vodkalegnum ávöxtum. Það gekk vel og var gaman. Á gönguferðinni heim mætti ég svö mörgu fólki (engum sem ég þekki) að ég gat varla orða bundist. Mannfjöldinn var gífurlegur. Klukkan 03:30 var slökkt á ljósastaurunum.

Ég hef áhyggjur af uppsprettu og ræktunarskilyrðum bænda hér á landi. Hvar er sólin? Bráðum fer h ún að snúa á braut. Og sumarið rétt í startholunum. Hvers vegna að lifa á þessum stað í heiminum? Ég held ég verði bóndi einhvern tímann. Ríkisstjórnina og lýðræðið í þessu landi skil ég ekki og er hætt að botna í hvernig þetta viðgengst. Hvar er mafían þegar maður þarfnast hennar?

það er gaman að eiga aukadag í lífinu. Þá má maður gera allt það sem maður myndi annars ekki gera... pakka inn afmælisgjöfum vel og vandlega og búa til kort (ég þekki svo rosalega marga tvíbura sem mér þykir vænt um og vill gleðja í tilefni fæðingarafmæla), búa til túnfisksalad, vaska upp, setja í þvottavél, reykja sígó og horfa út um gluggann, hlusta á tónlist, fara í bað, undrast yfir regninu sem ætlar aldrei að linna og síðast en ekki síst er á planinu að spila Diplomacy. Þannig er nú það.

Gengið frá og lokað kl.16:19

föstudagur, 9. júní 2006

1919

ein góð vinkona mín er fædd árið 1919. Hún er þýsk og ólst upp í Vestur-Berlín. Foreldrar hennar voru kristnir, en pabbi hennar lést rétt fyrir stríð (seinni heimsstyrjöldina). Í gegnum tíðina hef ég reynt að tala við hana um stríðstímann í Þýskalandi og í dag fékk ég mestu upplýsingarnar hingað til. Þannig er mál með vexti að eldri kynslóð Þjóðverja á oft erfitt með að tala um þennan tíma, kannski vegna tilfinninga á borð við skömm, niðurlæging, depurð og fleira í þeim dúr. Yngri kynslóðir Þjóðverja eru líklega smám saman að sætta sig við þetta og yngstu kynslóðir Þjóðverja tala glaðir um þetta (en kannski líka vegna þess að þeir upplifðu ekki hryllinginn). En hvað veit ég svosem?

Í 6 mánuði vann hún hjá Flokknum. Til þess að fá skólastyrk og bara það að fá að fara í skóla þurfti hún að vinna fyrir Flokkinn. Þar skrifaði hún utan á umslög sem send voru til fólks með áróðri Flokksins. Eftir þessa 6 mánuði fékk hún að fara í skólann/halda náminu áfram. Þess má geta að hún er lærður flugmaður, skurðlæknir og nálastungulæknir. Til þess að læra til læknis var hún m.a. í starfsnámi á spítala rétt fyrir norðan Berlín. Þangað tók hún lestina á hverjum morgni. Það eina sem hún tók með sér var skartgripir og skammbyssa. Hún vissi aldrei hvort hún myndi koma aftur eða hvaða ástand myndi bíða hennar við heimkomu. Hryllilegustu minningar hennar eru þegar sírenurnar fóru í gang þegar verið var að sprengja Berlín, en móðirin og systurnar 2 höfðu ekki aðgang að neinum kjallara/neðanjarðarbyrgi og bjuggu á 3.hæð. Og hún segist bara hafa verið heppin.

Nóg í bili. Vildi bara koma þessu út úr hausnum á mér.
Sendi bara gleðilega og fallega strauma til ykkar heppna fólk.
Njótið dagsins.

þriðjudagur, 6. júní 2006

stjörnuspa II

Laugardagstónleikarnir sem ég upplifði einkenndust af konum. Fyrst má nefna Berglindi í Skakkamanage, og síðan stórhljómsveitirnar, alla leið frá útlöndum, ESG og Sleater-Kinney. Hressandi að sjá kvennabönd, tvö í röð. Þegar kvennabönd stíga á svið er nokkuð augljóst að þær eru undir meiri pressu frá áhorfendum, þ.e.a.s. þær þurfa að sanna sig betur fyrir áhorfendum heldur en karlabönd. Oftar en ekki er litið á kvennabönd fyrst sem konur og síðan tónlistarkonur.

ESG stóðu fyrir magnaðri tjútt-stemningu, enda mikil orka í gangi og nærri ómögulegt að vera kjurr undir þessum kringumstæðum. Þær voru ófeimnar við að taka gamla slagara og lýðurinn trylltist...
Sleater-Kinney voru með öðruvísi orku, 2 gítarar og trommur. Ekki beint minn punkrokk- tebolli, en gaman að upplifa.

sunnudagur, 4. júní 2006

Stjörnuspa

sannkölluð tónlistarveisla í eyrum mér, afmælisveisla í maga mér og gleði, eintóm í hjarta. Þetta er allt eins og stjörnuspáin boðar, sporðdrekinn er félagslyndur í meira lagi þessa dagana. Fékk vöfflu að norskum hætti í afmælinu, búin að sjá góða og skemmtilega skáta, Apparat, The foghorns sem höfðu sérstakan mann til að spila á þríhorn undir heldur leiðinlegri tónlist, Jeff Who voru í feiknastuði og spiluðu a.m.k. 1 nýtt lag með synthana í fínum fíling. Kimono þéttir að vanda. Ég ródaði í fyrsta sinn á ævinni í gær. Það var gaman. Notaði vöðvana. Leaves leiðinlegir en með góð vídeó og Supergrass ekkert spes. En ég skemmti mér ógeðslega vel. Sjaldan tek ég svona til orða en læt bara allt flakka ógeðslega ógeðslega mikið. Hitti ógó mikið af fólki. Gaman gaman.

Nú er stefnan tekin inn á Nasa. Póli-tíkin leyfir ekki að halda útisamkomutónleika á heilögum degi, what´s up with that? Ábyggilega soldið önnur stemning. En stemning engu að síður. Skakkamanage verður fyrsta upplifun mín af lifandi tónlist á eftir... hvað svo veit ég ekki.

Gengið frá og lokað klukkan 19:37.

þriðjudagur, 30. maí 2006

eftirMiðdagssamsæti

(búin að laga rafmengunarkrækjuna) rækjuna?

Nei engar voru rækjurnar á borðum, en í boði var

drykkur Shirley Temple:
ísklakar, 2 lítrar Ginger Ale, 1 lítri Appelsínusafi og skvetta af grenadíni. Blandað saman og borið fram í könnu.

og

Þistilhjartamauk:

1 dós niðursoðin Þistilhjörtu (artichokes)
1 dolla mæjónnes (250 ml)
1 poki rifinn ostur
safi úr hálfri sítrónu
paprikukrydd
Laukduft
Salt
Pipar
= þistilhjörtun saxar maður smátt (eða notar töfrasprotaI, blandar öllu saman og látið í ósmurt eldfast mót og bakið við 180 gráður í svona 18 mínútur. Að þessu sinni henti ég lúkum tveim af fersku spínati undir töfrasprotann, þannig að úr varð dýrindis geimverugræn ídýfa. Borin fram með t.d. baguette, ritz-kexi eða TownHouse-kexi eða.....

Ein frænkan í Kanada stakk upp á því í dag í tölvupósti að við myndum fara í verslunarferð til Parísar eða London. Aha. Skil ekki hvernig henni datt það í hug því seinast þegar við hittumst (fyrir viku eða svo) þá vorum við báðar í samfagnaðarglasi að ræða mun alvarlegri mál af hjartans einlægni og tíska eða verslun komu ekki við sögu. Þar að auki hitti ég hana í fyrsta skiptið núna í brúðkaupsveisluferðinni. En ég held ég verði bara að vera soldið brosmild þegar svona bréf berast, en ætli hún ætli að borga allt fyrir mig? er það ekki þannig sem kaupin á eyrinni gerast? ha ? just a gigoloog.

mánudagur, 29. maí 2006

rafmengun

Þessi tengill er fyrir þá sem hafa áhuga á rafmengun og hvort rafbylgjur hversdagsins hafi áhrif á okkur, íslensk heimasíða með gommu af greinum sem ég hef sjálf ekki lesið...

rafmengun

mánudagur, 22. maí 2006

pick me

3 daga brudkaup ad baki. Thad er aldeilis. Gerist thad bara i utlondum? Brudarmaerin hellti kaffi a brudina thannig ad kjollinn vard enn fallegri, presturinn kom i eina veisluna og spiladi skosk log a fidlu, allir donsudu, allir skemmtu ser vel i 3 daga. Gomma af godu folki og endalaust flaedi af drykkjum og gledi. Nu er semsagt rolegheit i sveitinni thar sem fullt af flugum vilja hitta mig, og fullt af froskum ad vilja elskast a nottunni sem gefa fra ser hljod sem hljoda eins og pick-me pick-me pick-me, enda eru their i makaleit. Folkid herna i sveitinni er otrulega vinalegt. Sidan var Cora Rose skird og tha var lika onnur veisla. Alltaf veisla, alltaf eldur, alltaf gledi.

thad er gott ad sofna vid snarkid i eldinum

sunnudagur, 14. maí 2006

- - - - -

IMG_1348

þarna verð ég á miðvikudaginn... get ekki beðið og hlakka mikið til.
Þetta er brúðkaupsferð í þeim skilningi að ég verð við brúðkaup að samgleðjast með fallegu fólki og ógeðslega skemmtilegu og sumum skrítnum... En þarna hitti ég líkan nýja fjölskyldumeðlimi í fyrsta sinn, 3 vikna gamla stúlku og tíkina Ginger.

En, þá er þessi helgi í húsinu búin að vera skrítin. Nóg að gera í vinnunni, en málið er bara að ég hafði ekkert að læra í gær sem voru viðbrigði þannig að í dag tók ég með mér Cultural Theory and Popular Culture þar sem ég las 1 kafla, semsagt að trappa mig niður eftir veturinn. Horfði líka á snillingsdómsgáfubbcþættina Look Around You sem eru í formi kennsluvídeóa frá sjöunda áratuginum og taka fyrir efni eins og music, water, sulphur og fleiri efni úr lotukerfinu...

Já, ég held ég hafi farið í mitt fyrsta þrítugsafmæli í gær. Þar dansaði afmælisstúlkan orminn og marðist líklega í brjóstunum. En hún gerði það af dirfsku og áræðni, án þess að dæma um fagurfræðilegt gildi break-dans. Það var gaman. Og við erum hreyfingar okkar. Hreyfingar okkar erum við.

Oní bað með þig stelpa og þvoðu á þér eyrun, hlustaðu. Byrjuð að láta renna í...

föstudagur, 12. maí 2006

ja ja ja ja

heyrðu, það er gleðidagur í dag en klukkan 9:48 sendi ég inn seinasta verkefnið mitt á þessu skólaári. Ha. Nú tekur við dagur víns og rósa. Ætla að bregða mér í garðinn og njóta, held ég kveiki ekki í sinu til að fagna, en sólin sér mér fyrir fögnuði. Sá einmitt generalprufu á leikritinu Fagnaður eftir Harold Pinter. Massa massa leikmynd. Frábær og einstaklega minimal lýsing. Marylin Monroe kjóllinn endurnýttur á sviðinu og kom vel út með tilvísun í lauslæti karakterins. Þjónarnir góðir. Ágætt leikrit í heildina. Sú spurning vaknaði þó eftir sýninguna, hvað segir þetta leikverk?
En í ljósi þess að höfundurinn hefur skrifað heila gommu af leikritum mætti maður ætla að þetta væri síð-pómó dæmi, úthugsað og útpælt. Veit ekki samt. Hann vann nóbelsverðlaunin í bókmenntum um daginn. Veit ekki.

Mæli samt með Umbreytingu á litla sviðinu, án þess að hafa séð það. Brúðuleikhús fyrir fullorðna eftir magnaðan brúðugerðarlistamann. Hlakka til að sjá það.

Njótið dagsins góða fólk. Sendi ykkur sól í hjartað.

miðvikudagur, 10. maí 2006

hippa-fingurinn

Á leiðinni heim úr yoga gat ég ekki annað en hægt á mér og hlegið innilega innan í mér.
Aldraður maður var að fara yfir götuna með göngugrind og fór því hægt. Með honum í för var hvíthærð lítil kona. 2 bílar biðu og annar þeirra flautaði tvisvar. Konan gaf bílstjórunum fingurinn.

Stáltromma er efst á óskalistanum mínum eftir að ég prófaði eina í vinnunni í kvöld eftir lokun. Sú var æðifalleg með unaðslegum hljóm, en stálið var beygt og sveigt þannig að mismunandi nótur gullu frá henni.

Almenningsarðurinn er góður staður á sumardögum, verst að þar sé ekki internettenging því þá gæti ég lært þar. Auðvitaður er maður soldið lamaður að vera að læra og þurfa tölvu og internet. Þyrfti kannski bara að notast við ólæstar tengingar í húsunum í kring en það myndi kannski líta svolítið skringilega út þegar flötin myndi fyllast af ný-hippum með tölvur í garðinum. En þar sem þrír dagar í lærdómi leynast í nánustu framtíð þá svitna ég nú ekki mikið yfir þessu.

Kveðjustund. Til Lilju sem er farin úr þessum lífheimi um stundarsakir. Hver veit nema við hittumst aftur þar sem við áttum eina góða stund saman og hittumst einu sinni óvænt á torginu á Akureyri á sólríkum degi. Önnur kveðja til bróður míns annars staðar á hnettinum sem gæti mögulega frætt mig um stáltrommur og eiginleika þeirra en hann hefur kallað mig hippa.

Kveð í friði og spekt eftir fíniríis dag með heimasmíðaða gítartóna og söng í bakgrunninn.

laugardagur, 6. maí 2006

Astarbref

elsku dagur.
Ég kalla þig dag, þó ég sé ekki að meina piltinn dag heldur daginn í dag.
Skellti mér í laugina í sólarblíðunni. Á útskriftarsýningu LHÍ í hafnarhúsinu var múgur og margmenni. Sviti og hiti. Sumt flott. Sumt ekki. Fannst t.d. gaman að sjá inní tilbúinn ofurvaxinn endaþarm. Kom við í garðinum og drakk einn bjór á meðan 3 flugvélar flugu lágt yfir og skýin hrönnuðust upp. Núna stefnir allt í grill hér í kvöld, þannig að ef þú vilt grilla dagur komdu þá við með eitthvað til að skella á kolin. Kæri dagur. Þú ert fallegur. Langar á hestbak og að veiða og hjóla. Þú ert líka margfaldur afmælisdagur í dag.
Þín Anna Katrín.

p.s. yngri afgreiðslumaðurinn í tóbaksbúðinni sagði að spáin væri rosa góð. Sól, 17 stiga hiti og læti.

miðvikudagur, 3. maí 2006

útreikningur

á meðan ég skrifaði ritgerðina sem ég var að enda við að skila gerði ég smá tilraun.
Tímatilraun sem fólst í þeirri spurningu: hvað er ég lengi að skrifa ca 3000 orða ritgerð, u.þ.b.10 bls.?

Það verður að taka nokkra þætti til greina áður en ég kem með niðurstöðurnar:
1. mér fannst ég skilja efnið nokkuð vel áður en ég byrjaði að vinna ritgerðina, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætlaði að setja það fram.
2. ég vann eitthvað yfirleitt á hverjum degi, stundum bara í 1 klukkutíma, stundum marga.
3. í hvert skipti sem ég settist niður til að vinna gagngert í ritgerðinni skráði ég tímann, byrjunartíma og lokatíma þegar ég stóð upp.
4. í örfá skipti, voru kaffihellingar inni í tímanum, ófáar sígaretturnar og stundum spjall (sérstaklega í vinnunni).
5. Allt er talið með í tímanum, yfirlestur, upprifjun ákveðinna bóka, skrif og endurskrif, hugmyndapár o.s.frv.
6. þannig fékk ég þessa útkomu: 24 klukkustundir.

Bið fólk að varast það að gera ritgerð í einum rykk, heldur frekar lítið á hverjum degi, því meltingin er nauðsynleg ásamt því að eiga sér líf.

(Þess má geta að í gær horfði ég á 19. þátt, 5. seríu þáttarins 24. Hvernig ætli þetta verði í þrjú ár í viðbót?)

þriðjudagur, 2. maí 2006

allt i goðu

já já maður sér fyrir endann á þessu sem er líka bara mjög notalegt. Tveimur þriðju hlutum lokavinnu fyrir önnina er lokið. Bara 10 dagar eftir. Ekkert mál fyrir jón pál sem tók mörg tonn í bekkpressu hér um árið þegar þessi fleyga setning varð til samkvæmt heimildum fréttablaðsins fyrr á þessu ári.

Nú er maður aftur orðinn aftur kominn á sambýli. Það er nokkuð ögrandi verkefni en mjög skemmtilegt. Það má allaveganna kyssast á hverjum degi.

Fannst mér ég eiga rétt á orðuveitingu fyrir góða frammistöðu í actionary. Liðið mitt vann feitt. En ekki í teikniútgáfunni. Ótrúlega samstillt í leiknum aftur á móti. Það veitti mér gleði og ég fann örla á keppnisskapi sem ég gat ekki ímyndað mér að byggi í mínu hjarta.

Umfjöllun um útskriftartónleika úr lhí sem ég var viðstödd í gærkvöldi má sjá á mannfræðilandinu.
Lifið heil og góðar stundir.

fimmtudagur, 27. apríl 2006

sol sol sol

ótrúlegt hvað hugurinn getur maður.
Fór í sólargeislaslökun í yoganu í dag. Magnað alveg hreint.
Ritgerðin gengur vel. Vil þó helst vera að flikka upp á hjólið mitt, taka til, henda úr skápum og eyða tíma í að plokka hár. Held að hvítvínsglas væri við hæfi í sólinni. Á síðan stefnumót við fræðikonur á barnum sem verður eflaust fútt fyrir hugann. Og andann að sjálfsögðu. Kveð með rússneska lounge tónlist í bakgrunnin.

miðvikudagur, 26. apríl 2006

á leiðinni

Sílikon eiturgufur gerðu það að verkum að ég fann lyktina af djassi úr kjallaranum.
Upplýstur afturendi Ingólfs
lýsti mér leiðina heim
stilla í lofti
Lifandi neonandlit í glugganum í 1011.
Köttur á bekk undir tré.

Eins og lesendur sjá glögglega kemur ofanritað ekki til með að leiða til neins. En trúi því að hugskeyti megi senda á milli fólks. Hver hefur ekki lent í því að síminn hringi og ,,ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig". Hugsanir má líka færa í orð og þannig verða þær kannski raunverulegri, haldbærari. Fékk líka góða sumargjöf í dag. Kannski fæ ég aðra á föstudaginn.

þriðjudagur, 25. apríl 2006

viðburðir

hér má sjá afritun af miðanum sem ég skrifaði fyrir daginn í dag:

sturta - læra - yoga - tannlæknir 13:45 - vinna.

Svona er maður orðinn sjúskaður í hausnum, verður að skrifa miða til að muna. Kannski eru þessir miðar mínir líka til þess að halda mér við efnið. Sem er ritgerðarsmíð um vettvanginn í mannfræði. 2 blaðsíður af 10 komnar á blað.

Hjá tannsa, reyndi ég að anda djúpt og slaka á í stólnum. Sem gengur bara ekki svo vel þegar hljóðið inni í hausnum á manni er að æra mann. Hljóð borsins að sjálfsögðu. Enda er ég ekki með sterkustu tennurnar. Upplifi mig sem hetju í hvert sinn þegar þessu er aflokið, kúreka sem hefur verið kýldur hressilega utanundir, enda var ég dofin í langan tíma eftirá. Klinkan talaði um andvökunótt sína, og daginn eftir komst hún að því að 3 aðrar konur í Árbænum hefðu verið andvaka sömu nótt. Tannlæknirinn hélt að geimskip hefði verið fyrir ofan Árbæinn sem hélt fyrir þeim vöku (var ekki alveg í aðstöðu til þess að meta hvort hann hafi verið að reyna að vera fyndinn), en klinkan var sannfærð um að þetta hefði eitthvað að gera með þrýstinginn. Ég reyndi hvað ég gat, en án árangurs að benda á að þegar djúp lægð væri yfir borginni hefði skrifstofa skólastjórans alltaf verið full af gemlingum og öll börnin í pati. En þeir dagar eru liðnir. Ég er ekki lengur kennari. Kannski verð ég kennari aftur seinnameir. Eða flugmaður. Helst þó uppfinningamaður. En ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir.

laugardagur, 22. apríl 2006

i stuttu mali

þá er internetið horfið heiman frá mér. heimasíminn líka. það er pottþétt draugur í símanum, eða í símalínunni. Þegar ég tek upp tólið heyrist tómt hljóð, eins og einhver á hinum endanum hafi gleymt að leggja á og enginn er sónninn. Símafyrirtækið vodafone segir að tæknideildin sé að vinnna í þessu, síðan í gærmorgun. Afleit þjónusta á háhraðatíma með tengingum út um allt og rafmagnsstraumum. zzinng ztinng.

núna er ég því staðsett á bar. en búin að vera í berlín þar sem sumarið var að koma og ég hjólaði út um allt með umferðina iðandi hliðina á mér, soldið óhagstætt ef maður var búinn að fá sér í tána. Fór á tónleika og í garðinn og út að borða og á berlínarbiennale þar sem málverkið er dautt og vídeóið er orðin nýja myndlistin. Átti yndislegt frí og hlakka til að fara aftur. Nú reality check one two three og skólavinna framundan. Síðan kann ég ekki við það að ríkisstjórnin hafi logið að mér um væntanlegt góðæri byggt á stóriðjustefnu og öðru eins. Hvar er góðærið? skammtíma skammtíma shit. Kreppan vofir yfir og verðbólgudraugurinn snýr kannski aftur í næsta áramótaskaupi, en ég man einmitt þegar hann kom fyrir áður á níunda áratuginum og skildi ekki neitt í honum.

Kirsuberjatómataplantan var búin að stækka töluvert í sturtubotninum.

miðvikudagur, 12. apríl 2006

aðs vif

ég sver það það er að líða yfir mig af spenningi. Eftir veðurspánni að dæma býst ég við að meðaltali 10 stiga hita, sól og ský og kannski vorrigningu. Vona að ég sjái fuglaunga. Og vorblóm. Blómin mín aftur á móti, þ.m.t. unga kirsuberjatómataplantan eru komin inn í sturtu. Þar ætla ég þeim að dafna á meðan ég er í burtu. Sólskinið og evran á svona 93 krónur. Flugvöllur, fólk, flugvélar, flugfreyjur og þjónar. Vorstraumarnir eru á leiðinni.

Verð að róa mig með kaffi og sígó. Ást og friður.
p.s. keisaramörgæsamyndin er æði, sem og bbc þættirnir á rúv á mánudögum, Planet Earth.

þriðjudagur, 11. apríl 2006

á ferðalagi

Ferðalag 1 hófst 23. mars síðastliðinn sjá nánar hér
.

Ferðalag 2 hefst líklega á morgun, allaveganna í huganum. En á fimmtudag fer ég í páskafrí til Berlínar.

Góðar stundir.

föstudagur, 7. apríl 2006

afsökun

í dag var afsökunin ,, af því að hún er svo fátæk" notuð af viðmælanda mínum.
Þetta verður að teljast til tíðinda hér á landi þar sem allir eru á yfirdrætti og í djúpri skuldasúpu og fáir beinlínis ríkir. Athuga ber þó að í þessu samhengi er átt við efnislegan auð. Ekki andlegan. Þá vil ég ekki gera lítið úr þeim sem eru raunverulega fátækir og þurfa að svelta, ganga í sömu fötunum í mörg ár, sofa á dýnu, eiga bara 1 sokk og hallærislega úlpu... (í boði silvíu, en hún tekur sig vel út í auglýsingunum frá Japan)

Vinkona viðmælandans kom semsagt í heimsókn, þunn og ósofin uppúr hádegi í dag. Báðum fannst greinilega við hæfi að það sé eðlilegt að sofa heima hjá vinkonu sinni um miðjan dag þegar aðrir heimilismeðlimir eru að sinna sínum störfum, líka inni á heimilinu. Ég innti eftir því hvers vegna vinkonan gæti ekki bara sofið úr sér heima hjá sér og svörin voru þessi: fátæklingur, sem býr í 44 fermetra íbúð með móður og systur, það er bara þægilegra að sofa hér... og fyrir utan var bíll vinkonunnar, nýr upp úr kassanum. Er þetta meðaumkun ríka fólksins? Að leyfa fátæka fólkinu að sofa úr sér heima hjá sér? Eða meikaði vinkonan bara ekki að vera heima hjá sér og fá yfirheyrsluna frá mömmunni?

Síðan var stutt lexía í boði fyrir unglingana varðandi bremsuför í klósettum. Unglingarnir telja sig fullorðna á mörgum sviðum, en ætlast samt til að einhver skrúbbi skítinn. Einhver annar en þeir.

Vandamálið er bara, var ég svona? Ég er búin að vera að reyna að muna hvers konar unglingur ég var, því núna tel ég mig vera rosa fullorðins eftir miklar pælingar, þó ég sé stundum spurð um skilríki. Verð þó að minnast einnar sögu úr íslenskutíma í gaggó þar sem kennarinn spurði nemanda um heimaverkefni þar sem svörin voru í alvörunni ,,ég var í baði og verkefnið datt ofan í baðkarið"

Úthverfamóðirin kveður að sinni því eftir hádegi á morgun verður hún ekki lengur til.

miðvikudagur, 5. apríl 2006

fermdur fullorðinn?

Strákur fagnaði 3 mánaða sambandi við stúlku í gær til klukkan 24:38. 38 mínútum síðar en útivistartíma lýkur.
Er með teina. Og teygjur. Ein teygjan á framtönnunum. Tekur hana bara úr þegar hann þarf að fara í sleik. Byrjaður að þvo af sér sjálfur. Kannski lógíst þegar blautir draumar eru komnir á stjá og maður vill ekkert að mamman (sú sem þvær mestan þvottinn) fari út í þau efni. Spilar póker, handbolta og fótbolta.

Það er fínt að búa annars staðar (sofa og vera með) annars staðar og koma síðan heim til sín að læra. Og fá sér te.
2 bls. eftir í fyrri ritgerðinni. Nú er það líkömnun sem ég er að fara að skoða, eða embodiment. Holdtekja var líka ein þýðing sem og holdgerving. Friðarte í kuldanum hér. Í fyrsta sinn fannst mér húsið eitthvað óþétt vegna vinda.

laugardagur, 1. apríl 2006

hlutverk

var kennari á milli 13 - 15 í dag þegar krakkar komu í leikprufur. 2 börn voru ekki sótt á tilsettum tíma. 1 strákur og 1 stelpa. Ein móðirin var að keppa í borðtennismóti og hin hafði verið að versla í bréfpokabúð á laugaveginum. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa lesið krakkaopnuna í morgunblaðinu um hádegi og dró hana fram fyrir börnin sem gerðu þrautir og dulmálslykil þar sem útkoman var: æfingin skapar meistarann.

Ungt fólk eru samfélagshópur sem ég er einmitt að fara að kafa soldið dýpra í en í gærkvöldi fattaði ég hvað margir af minni kynslóð eiga og eru að eignast börn. Og þá er um að gera að umfaðma það tímabil. Kannski verð ég líka mamma einhvern tímann. Maður spyr sig. En fyrst þarf nú á getnaði að halda og enginn er möguleikinn á því í augnablikinu sökum landfræðilegrar fjarlægðar. Datt líka í hug að reyna að eignast barn með hugarorkunni einni saman, en fattaði svo að það kemur kannski til með að líta út svolítið sækó.

Næstu vikuna verð ég unglingamóðir í úthverfi.

föstudagur, 31. mars 2006

lsd

hreint út sagt væri það við hæfi að taka einn skammt af sýru ákkúrat núna. Og þá yrði það líka í fyrsta skiptið fyrir mig, í þágu vísindanna að sjálfsögðu. Nú í dag, þegar sólin skín og ég vil vera úti er ég búin að vera að melta skynjun. Skynjun í fyrirbærafræðilegu ljósi. Þess vegna kom sýruhugsunin upp. Hvað er betra en að upplifa á eigin skinni takmörk og víðáttur skynjunarinnar og skrifa síðan um það fræðilega ritgerð?

Að veraldlegum pirring: prentarinn vill ekki prenta, segir blek vera búið en það er ekki búið og ég nenni þessu ekki. Anda djúpt kona. Því nenni ég bara ekki því ég vil komast í sund eftir lær-dag, vil upplifa lista-gjörning og komast í partý. Núna. Og fá einn skammt af sýru til þess að ritgerðin verði fullkomin.

í þessum töluðu orðum er ég að reyna að gabba prentarann... góða helgi