laugardagur, 29. október 2005

ekkert klukk en...

fékk þetta sent og svara að sjálfsögðu samviskusamlega.

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Aldrei fyrr en klukkan níu. Nema á þriðjudögum.

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Madonna.

3. GULL EÐA SILFUR?
Gull

4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Born in Brothels.

5. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn
24.

6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Kaffi.

7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Bíddu er ég ekki orðin stór? Allaveganna reyni ég að forðast að gera hluti sem mér finnst leiðinlegir.

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei, en ef ég ýti nefinu niður með puttanum þá get ég það.

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Náttúran og fólk sem er sjálfu sér samkvæmt.

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Katrín.

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Sveitasæla við strönd þar sem er stutt til borgarinnar.

12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar og stundum vetur.

13. UPPÁHALDS ÍS?
Bragðarefur með jarðaberjum, snickersi og smartísi.

14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Salt.

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Blár.

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Alls ekki hvítir bílar, en annars gamlir Landrover jeppar.

17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Ost. smjör. salt. Æi bara alls konar.

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Reykjavíkur á Airwaves, en til útlanda þá var það til Cape Breton í Kanada.

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Kann sjaldan við sjálflægt fólk en annars nenni ég ekki að spá í það...

20. UPPÁHALDSBLÓM?
Fífill.

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR
EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Held ég myndi bara vinda mér í það, kalla saman fund og svona. Semsagt strax.

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Venjulegt.

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Soldið pastelblátt.

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Átta. Nei, níu með hjólalásnum.

25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Veit ekki hvort ég fari í ellina. Held ég verði bara að vinna í því að vera ánægð og sátt við umhverfið.

26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Það fer eftir ýmsu... get jögglað mörgum símtölum í einu á skiptiborðinu ásamt því að vera að gera og tala og hugsa þúsund hluti, annars get ég jögglað 3 boltum í algjöru slomo

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur. Nei, stundum geta bara allir verið uppáhalds.

28. Rauðvín eða Hvítvín
Hvítvín á sumrin og rauðvín á veturna.

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Ok. í fyrsta lagi hef ég farið að gleyma því æ oftar þegar ég er spurð hvað ég er gömul... alzheimer? Ruglast alltaf á 26 - 27 - 28 - 29 Hvað þá að ég muni eftir síðasta afmælisdegi. Einn afmælisdagur var surprise-partý. Annar var kaffi og kaka með 2 öðrum. Annar var ...

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Þessari spurningu kýs ég að svara þannig að mér væri alveg sama. Þykir jafn mikið til kynjanna (kyngervanna félagsmótuðu) koma og tel líffræðilegan mun á kynjum ekki vera til staðar (fyrir utan útlit á kynfærum og brjóstkassa og hárvöxt í andliti og á bringu). Er ég veruleikafirrt?

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Hvaða gír? Kynlífsgír, djammgír, hjólagír? Einu sinni var ég lítil að hjóla á fullorðinshjóli og reiddi 5 ára gamlan frænda minn. Allt í einu var orðið rosa stíft að hjóla en þá hafði fóturinn á honum festststst inn í hjólteinunum. Annars held ég að lykillinn að gírnum mínum sé gott fólk, gleði og friður.

33. ERTU FEMINSTI?
Já.

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Kynfærin að sjálfsögðu þar sem ég hef ekki svoleiðið dót.

35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já. Held ég sé líka mjög léleg í því að hata.

35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:
Hildur verður ábyggilega mjög góð í mömmuhlutverkinu síðan hefur hún líka falleg augu.

36. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA
n/a
37. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA?
n/a

föstudagur, 28. október 2005

bilar

föstudagsreggíið að síga inn, ekki þó inn um gluggana því þá hef ég lokaða fyrir snjónum. Upplifði æsispennandi atvik seinnipartinn þegar ég var að keyra á sumarhjólbörðum og útvarpsþulurinn sagði fólki að sleppa því að keyra á þeim og taka frekar strætó eða leigubíl. Sem ég gerði ekki og komst heim heil á höldnu.
Bretar eiga orkuforða í 11 vetrardaga, en síðasta ár voru 55 vetrardagar hjá þeim. Hvað verða þeir margir hér?

Er ekki frá því að ég sé aftur dottin inn í það að búa ein. Jei. Það getur líka verið gaman og gott. Allaveganna var kveðjustundin í gær ekki eins erfið og síðast, þ.e.a.s. ég mundi eftir að hafa keyrt heim frá Keflavík, ólíkt áður þegar ég rankaði alltíeinu við mér, komin heim... ekki mjög traustvekjandi.

Fór á uppskeruhátíð félagsvísinda í dag. Hlustaði á spennó dót. M.a. gaur sem er að skoða tæknina og samhengi. Samhengið og staðsetningin eru mjög breytt með tilkomu t.d. msn, gsm. Hvað er staðbundið og hvað er hnattrænt?
Sá svart á hvítu að forsíðumyndir t.d. Fréttablaðsins eru mun mun mun mun mun oftar af karlmönnum heldur en konum. Það svipar einmitt til efnis sem ég er að fara að skrifa um í einni ritgerð þar sem ég ætla að skoða birtingu kvenna í rokk-tónlist í fjölmiðlum hér.

Jamm. grjónagrauturinn var góður. Vinnuhelgi framundan. Böns af krökkum frá útlandi að koma að leika í einhverju hcandersen dóti. Krakkar eru líka fólk.

miðvikudagur, 26. október 2005

sumt samt sumt samt sumt samt

eitthvað eirðarlaus inní mér í dag. kannski af því að kæri er að fara aftur út á morgun og að næst sjáumst við um jólin... veit ekki. anda djúpt. vera jákvæð. fara út og hugleiða. með sígó í öðru. farið að síga á seinni hlutann í skólanum, of mikið að gera. kannski samt ekki. veit ekki neitt. veit samt sumt. eirðarleysi hvað?

mánudagur, 24. október 2005

sjaumst

á skólavörðuholtinu klukkan þrjú, Ingólfstorgi klukkan fjögur.
Hlakka til.

sjaumst

á skólavörðuholtinu klukkan þrjú, Ingólfstorgi klukkan fjögur.
Hlakka til.

laugardagur, 22. október 2005

la la la la la laaa

tyrkneskir tónar í útvarpinu, hljómsveitin oriental moods frá Danmörku. Fór í hádegisverð til ma+pa í hádeginu, voða fansí og gaman. Annars bara heima, búin að stúta mogganum. Sudoku gleði. Og krossgátuleikur á laugardagslesbókinni.

Upplifði tóna í gær. Einar Örn benti eins pent og hann getur á það þegar hann og hljómsveit hans voru á sviði að það sé fáranlegt að bjóða listamönnum að gera þessa sjálfboðavinnu á sviðinu með ónýtt hljóðkerfi. heyr heyr. Sá semsagt Dáðadrengi, Kimono, Ghostigital, The Mitchell Brothers og Fiery Furnaces í óviðunandi hljóðkerfi, sem er allt annað en það sem boðið er upp á í Hafnarhúsinu t.d., en þetta var á Gauknum. Það var ganam. Maðurinn sem býr á jarðhæðinni hér spilar einmitt á bassa með Dáðadrengjum en sagan segir að þetta hafi verið þeirra síðustu tónleikar sem voru góðir.
Kimono var Kimono.
Ghostigital finnst mér alltaf spennandi og náttúrulega gaman að horfa á söngvarann og son hans.
The Mitchell Brothers voru 2 gaurar í úlpujökkum og með húfuhatta. Pólitískt old-school hiphop undir breskum götuáhrifum. Skemmtilegt að þeir höfðu leiknar kvikmyndir á skjá við hvert lag.
Fiery Furnaces spilaði allt ógeðslega hratt. Miklu pönkaðra heldur en á plötunum nokkurn tímann. Þannig að ég fíla tónlist þeirra betur lifandi en á plötu.
Ætlaði að sjá Forgotten lores en þurfti frá að hverfa með góðu fólki.

takk fyrir mig. Já. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara með konunum á vinnustaðnum á mánudaginn en þær ætla allar í jakkaföt. Er ekki nóg að fara í þeim fötum sem maður er í þann daginn? Þarf ég að hugsa um útlitið? Sprell from hell.

föstudagur, 21. október 2005

the magic

Galdurinn við loftbylgjurnar er að taka sér hlé inn á milli, borða og slappa af. Maður getur hvort sem er ekki séð allt.
Í gær stóðu Reykjavík mest uppúr, svo Skátar.
Nú er haldið áfram.
Gleði gleði ógeðslega gaman.

þriðjudagur, 18. október 2005

pill pill i badi

partýið fer að læðast inn íhuga mér sem í vændum er. Ákveðið löglegt frí. Er að kæla mig niður með því að lesa 1 grein í dag um það hvernig hnattvæðing getur haft áhrif valdastöðu kvenna. Þ.e. að hnattvæðing getur veitt evrópskum konum aukið vald en gerir það ekki þegar kemur að hefðbundnum hugmyndum um kyngervi.

Það er farið að kólna aftur svei mér þá.

sunnudagur, 16. október 2005

always better when we are together

ok get ekki beðið þarf að tjá mig netið eitthvað ógurlega hægt.

3xMúshí til Guggu. Og óska eftir stjörnukortadótinu Ágústa. Þetta voru kveðjur dagsins í dag en eins og lesendur hafa kannski kynnst þá eru þær í ýmsu formi.

Ok. Upplifði 2 popphljómsveitir í dag.
írafár á stöð 1 þar sem þetta er vinnuhelgi og sjaldan eins gott að nota tækifærið og glápa. Ég er greinilega svo langt leidd að ég horfi á hljómsveitir kvöldsins. En allavega þá er Írafár popphljómsveit sem nær til landans í gegnum tv. Fíla hana ekki baun en hef ekki hlustað mikið á hana.
Uppáhalds: B.Haukdal.

Þá fór ég á Jeff Who? eftir vinnu niðri í kjallara. Útgáfuteiti. ókeypis inn og var staðurinn fullur. Held að hljómborðsleikarinn hafi einhvern tímann verið í Írafári. En þá spila þeir vel tónlist saman og allir voða glaðir. Ekkert nýtt, sviðsframkomu söngvara ábótavant ef maður miðar við B.Haukdal. Hljómsveitin ekki enn í tv en á góðri leið þangað með því að eiga lag á topplista útvarps sem ég þekki ekki. áhorfendur á bilinu 19 - 32 ára og fullt af mömmum og pöbbum strákana í hljómsveitinni. Þekkt fólk úr bransanum slæddist inn á milli, en enginn sem myndi nokkurn tíma viðurkenna að hann fílaði Írafár.
Uppáhalds: þorri sem trommar með eina skálmina upp. Tobbi sem synthar og tónar sönginn voða fallega. Og náttúrulega maðurinn með nefið.

Þannig að hver er munurinn? Böndin spila bæði alveg rosalega líka tónlist ef maður spáir í því fyrir utan e-ð sem er ,,kúl" sem F.Ferdinand kom með. Og B.Haukdal er kona. Baddi gæti líka verið kona?

Ok ég er alveg að hlakka til að fara í margra daga tónlistarveislu Airvawes. Þar spilar Írafár örugglega ekki. En á eftir að kynna mér dagskrána í þaula. VOhó

Búin að vera í vinnunni frá hádegi en ég svaf heima hjá mömmu í nótt eftir góða stund með henni og 1 systur marineraðar í hvítvíni. Soldið spes en gaman.

Er að spennast upp því nú hef ég bráðum ekki pleisið ein fyrir mig frá mér til mín. Þ.e.a.s. frá og með mánudeginum n.k. Það verður ekkert slæmt að deila því með kæra. oooooh yeah.
í friði.

föstudagur, 14. október 2005

ljonið i þriðja auganu

jamm pílukast er kúl og ég verð baneitruð næst.

ok. í fyrsta lagi er ég mjög heppin. Fyrir það að geta rætt mjög áhugaverð málefni í vinnunni við ótrúlegt fólk. Þar að auki get ég lært fullt, en í kvöld las ég t.d. 3 blaðsíður í vinnunni, sem ég tel ekki mikið. Skamm stelpa. En að áhugaverðum málefnum sem komu upp í kvöld: draumráðningar á hafi og grasi. Massa samtal við þroskaðan tónlistargúru um konur og tónlist eða rokk og ról... nokkuð sem ég hef hug á að rannsaka og hann sagði að ég mætti alltaf tala við sig sem verður massa, fyrir utan það að hann er ekki kona. En hann gæti alveg verið kona. Já og síðan var líka rætt brjósklos, blind stefnumót, hugleiðsla og ljón. Ekkert um Halldór í Hollywood sem verður frumsýnt á morgun. Það er fínt. Stundum held ég að fólk fatti alveg hversu takmarkaður áhugi minn er á leikhúsinu sjálfu, en ég hef áhuga á fólkinu sem gerir leikhúsið. Er það ekki nóg? skiluru, ok, mest töff. Sá endann á S.Nótt og hún var náttlega gordiuss. Kann ekki að skrifa aðra stafsetningu en þá sem ég lærði frá 5 ára til 12 ára. Sem þýðir að ég kann ekki að skrifa lingó dagsins í dag. En leikhúslingóið er ég að detta inn í t.d. járnteppi, nótur og kantur.

ok. í öðru lagi er ég í fínu lagi og nenni ekki að skrifa meira og ætla að halda áfram að hlusta á cinematic orchestra sem er einkar þægileg tónlist svona seint á síðum kvöldum, tónlist í anda við portishead nema bara mun minni söngur.
Yours truel(ad)y

miðvikudagur, 12. október 2005

ooro

í gær fór ég út í óvissuna með samstarfsfólki mínu. Það var gaman. Við fengum að skoða Gutenberg prentsmiðjuna og nú veit ég hvað offset prentun þýðir. Við fengum líka snittur og drykki. Allt kvöldið. Enduðum á Classic Rock í Ármúlanum í fullu swingi, komst m.a. að því að ég er betri í blindandi pílukasti heldur en sjáandi. Þarna gafst gott tækifæri til að kynnast samstarfsfólkinu betur til 04:34. Já þó ég sé ekki í starfsmannafélaginu fékk ég að fara með. Rosalega félagslynd týpa á mánudagskvöldi.

Annars er ég komin heim til mín sem er mjög gott. Allt er gott nema það er svo kalt.

kveðjustund:
straumar til Möggu Stínu og fjölskyldu.

Góða nótt.

sunnudagur, 9. október 2005

ljufi laugardagur

fyrst ber mér að senda kveðju til Köben, til Hrefnu sem er svo dugleg alltaf að skrifa inn ábendingar eða hvað sem comment þýðir.
Ritstjóri þessarar síðu hefur tekið tvær ákvarðanir.
1. hér má senda kveðjur. Persónulegar. Og fullt af þeim. Ef þetta er ekki vettvangur til þess þá vitum við ekki hvað.
2. vegna fjölda ábendinga sem eru ekki frá neinum sem straumar þessarar síðu eru bendlaðir við, þá er ráð að fara í settings - comments - og þar finnur maður Show word verification for comments og hakar við YES. Þessar upplýsingar fengust á annari síðu sem þessari og er vonandi að það virki.

Sá Born in Brothels í dag með múttu. Dró hana í Tjarnarbíó og það var gaman. Myndin var alveg. Ekki mikið af líkamlegu ofbeldi, en nóg af því andlega. Gott að sjá börn vændiskvennanna sem virka gerendur í því að bæta heim sinn. Er maður að fróa einhverri þörf yfir því að hafa ánægju af að upplifa kvikmyndir og fleiri efni í fjölmiðlum sem draga upp það napurlega í heiminum?

Heimilislífið gengur vel. Er heppin yfir því að fá að vera tímabundin húsmóðir og hlakka til að fara heim. Hér hljómar gangsta rapp og það er stuð. Fór í húsmóðursbjór á barinn. Einn fyrir eitt. Mjög fínt. Vonast til að skrifa einhverja svona tónlist á þessu heimili, því það er staðreynd að það er erfitt að hafa efni á allri þeirri tónlist sem maður innbyrðir og því er um að gera að nota tæknina, kynnast nýju og kaupa ef hugurinn girnist það mikið, sérstaklega í ljósi þess ógurlega framboðs sem tröllríður landanum. Listamenn, Respect. Alltaf gaman að upplifa nýja tónlist. Og Airwaves í nánd. jólin jólin allsstaðar.

föstudagur, 7. október 2005

mamman

þar sem ég er í hlutverki móður eða fullorðins þessa dagana vil ég koma með eina ábendingu varðandi uppeldi og heimilisbrag. Nú á dögum er það staðreynd að sökum tímaleysis eru fjölskyldur minna saman en áður. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar náið en þær eru margar og flóknar. Hagkerfi, atvinnumarkaður, skólinn, tómstundir o.s.frv. Sjónvarpið er hluti af menningu okkar. Það er mikið framboð af ýmis konar sjónvarpsefni. Oft eru nokkur sjónvarpstæki á heimili. Stundum eru sjónvarpstæki inni í herbergjum barnanna. Allir á heimilinu geta horft á það sem þeir vilja. Ég held að með því að börn og unglingar hafi sjónvarpstæki inni í herbergjum sínum minnka samverustundir fjölskyldunnar. Hver og einn getur tekið upp ef eitthvað annað svo nauðsynlegt er í boði í sjónvarpinu á sama tíma. Með því að hafa aðeins 1 sjónvarpstæki myndi fjöldi samverustunda fjölskyldna aukast og foreldrar gætu ,,mónitorað" og sigtað út meira af ruglinu, þó þær eyddu tíma saman yfir sjónvarpinu sem er kannski ekki ákjósanlegast að mínu mati. En það er önnur saga.

Annað kvöld verður þetta í kvöldmat, en ég þarf að elda um hádegið því ég er að fara að sjá Born in Brothels á hátíðinni í Tjarnarbíói. Jibbí.

Pastasalat.
1/2 pakki þrílitt pasta (slaufur eða skrúfur)
3 paprikur - 3 litir
1/2 Iceberg salathaus
1 dós Feta ostur
1 mexíkó ostur
1 piparostur
Ostarnir smátt brytjaðir
Blá og græn vínber, steinlaus eða steinhreinsuð
1 pakki Nacho Tortillas flögur

Pastað soðið og kælt. Blandað saman við smátt skornar paprikur, osta og vínber. Rétt áður en salatið er borið fram er iceberg salatinu blandað saman við og flögurnar brotnar yfir.

Sósa sem er nauðsynleg með.
1/2 dós sýrður rjómi (10%)
1/2 lítil dós létt mæjónes
1/2 dl matarolía
Safi úr 1/2 sítrónu
Smátt skorinn hvítlaukur (eftir smekk)
Smátt skorið engifer (eftir smekk)
1/2 til 1 tsk karrý
Hunang.

Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi uppskrift sæti stöðlum manneldisráðs en þetta er mjög gott.
síðan sendi ég speskveðju til bróðurs besta í boston.

mánudagur, 3. október 2005

lakkrisdraumur

dreymdi mjög skrítinn draum síðastliðna nótt þar sem ég þurfti m.a. að hringja í 112 og þá kom hópur ungra kvenna að bjarga mér sem voru ekki í einkennisbúningum... maðurinn sem var að ógna mér var ber að ofan. Legg enga túlkun í þennan draum.

Er að fara í útlegð á morgun. Útlegð á heimili systur minnar sem er allt morandi í unglingum og ungu fólki. Útivistartími bókaður, 1 má fara í eitt partý, 1 kemur frá Danmörku og sefur o.s.frv. Ætli ég verði beðin um að kaupa áfengi? Mjög spennandi og held að þetta verði ofurgaman. Búið að redda máltíðum á Múlakaffi fyrir hersinguna sem mér finnst alveg kostulegt. Ekki við hæfi að unga fólkið borði bara skyndibita þegar foreldrarnir eru ekki heima.

Annars er ég með hor.

laugardagur, 1. október 2005

andinn og efnið

Var við jarðarför í gær. Minningarorð prestsins voru falleg, en samt var ég að hlusta á þau með eyrnatækjum kynjanna og fannst það soldið skrítið. Ofuráhersla á heimilisstörf viðkomandi. Með fullri virðingu fyrir þeirri látnu sem var yndisleg kona.

hér á landi er ofuráhersla á vísindin. Líklega er það í mörgum öðrum vesturlöndum þar sem andinn er ekki tengdur efninu. Þá er ég að tala um þann andlega stuðning sem fólk þarf við áföll sem dynja á í daglega lífinu, eins og svo sem missi fjölskyldumeðlima, bílslys o.s.frv. Veit ég mýmörg dæmi þess að fólki finnst ekki komið fram við þau af jafnræði, né þeim sýndur skilningur inn á þeim stofnunum sem sinna svona löguðu, eins og sjúkrahúsum, lögreglustöðvum o.s.frv. Að sjálfsögðu eru til góðir læknar og góðar löggur, en það telst frekar til undantekninga. Ég gæti endalaust talað um samband anda og efnis sem ég tel mikið koma til en það verður að bíða betri tíma.

Fór í agalega gott rauðvín í gær með góðum konum. Það var ekki heilsuspillandi, heldur mjög huggulegt og hægt að ræða lífsins gagn og nauðsynjar. Lítið fór fyrir pólitíkinni, og þá spyr ég, skiptir hún máli þegar á hólminn er komið?
Er að fara að skunda í vinnu, 12 tímar í dag, aðrir 12 á morgun. Samtals 1 sólarhringur. Jamm og jú. Þá verður heimspekingurinn (og margt fleira) Foucault tæklaður í tölvunni og endalaust hellt upp á kaffi. Bæ