mánudagur, 28. nóvember 2005

bos

IMG_1548

í Boston var gaman. Mestum tíma var líklega eytt í verslunum. Þó fór ég aldrei í aðalverslunarmiðstöðina og prísa mig sæla. Mér líður ekki of vel inni í verslanamiðstöðvum og finnst mun betra að geta verið útivið og rölt á milli búða. Hér að ofan sjáið þið brósa í fíling með eyrnatappa ef vel að er gáð. En hann er klár drengurinn, og á bara eitt sett af eyrum.
Í Boston er hægt að gera margt. Í rökkri nætur keyrðum við til Cambridge og reyndum að sjá Harvard háskólann og MIT. Í dagsljósinu var ég í bíl og sá skautasvellið í garðinum. Annars var bara hreinlega gott að chilla með mömmu og skötuhjúunum á milli jólagjafakaupa. Ég keypti eina jólagjöf. Handa pabba. Annars fékk ég 8 skólabækur fyrir 11000 krónur. Það kalla ég gott.

Ég hef verið klístruð... fullt af 7 hlutum.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
vera glöð, muna að þakka, baka piparkökuhús, sofa í kastala, fara í loftbelg,
7 hlutir sem ég get gert:
hlustað, spilað á trommur, nuddað, prumpað upphátt in public, synt hratt, verið liðug.
7 hlutir sem ég get ekki gert:
hlaupið hratt, trúað að einstaklingar séu bara gerðir úr illu, verið lengi í leiðinlegum samkomum.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
tippi, pungur,
7 frægir kk sem heilla mig:
jay kay, Kiefer s., Thor Vilhjálms, Salman Rushdie, Steve Buscemi?,
7 orð sem ég segi oft:
ok, glætan spætan, fokk, sjitt,
7 manneskjur sem ég kitla:
Ragnhild, Ágústa, Ásdís, Petra, Gylfi.

ok ég veit að ég gerði ekki 7, en ég reyndi allaveganna, fullkomnunarárátta mín nær ekki lengra en þetta, hina kitla ég soldið. En annars held ég að allir sem ég þekki eru búnir að kitlast og því mega aðrir sem lesa þetta og vantar kitl endilega taka lausu plássin.

miðvikudagur, 23. nóvember 2005

32 graður a F

Um hádegisbil var boðið staðfest. Þ.e.a.s. boðið um það að fara til Boston á morgun fram á mánudagsmorgun. Ha ha ha. Og auðvitað segir maður ekki nei við svona gylliboðum. Hlakka til og mest til að fara á tónleika með lille-bror. Eins gott að ég er búin að vera dugleg í skólanum maður. Er að spá í að kaupa nikótín-tyggjó því í frjálsa fasista landinu má maður hvergi reykja. Ekki er ætlast til að fólk ráði yfir eigin líkama. Þá er lítið eftir, þ.e.a.s. til þess að ráða yfir. Vá hvað þetta verður góð tilbreyting. Elska mömmu fyrir að nenna að hafa mig með.

goggulugu

Morgunhaninn hérna megin með kaffi og kertaljós klukkan 8:50. Útvarpsmaðurinn getur ekki borið fram nafnið á laginu því það inniheldur klikk-tungumál. hann segir þetta sennilega vera Swahili-mál. Og Íslendingar alltaf að ætlast til að útlendingar tali fullkomna íslensku og missa þolinmæðina og skipta yfir í ensku þó að viðkomandi kunni ekki ensku... þessi pistill átti ekki að byrja svona. Ok. Það sem ég vildi sagt hafa er: vinsamlega látið ný batterí í reykskynjarana á heimilum ykkar reglulega, kannski einu sinni á ári. Þannig er mál með vexti að ég notaði slökkvitæki á alvöru eld í fyrsta sinn í gær. Undir öruggri leiðsögn Jóns Péturssonar slökkviliðsmanns í forvarna-& fræðsludeild Slökkviliðsins sem var með fræðslu á vinnustaðnum. Nauðsynleg fræðsla og praktík sem ég er mjög glöð yfir að fá að hafa tekið þátt í. Verð að fara þó kaffið sé ekki búið. Njótið dagsins.

mánudagur, 21. nóvember 2005

verðlagskönnun

Dagurinn í dag byrjaði á leti því ég mátti sofa út. Vatt síðan upp á sig og ég hitti nýlegan íbúa þessarar jarðar sem var ógurlega fallegur eins og öll ungabörn eru, samt skrítin. Mamma hans glóði eins og pera. Út í búð. Eina hverfisbúð þar sem kílóið af banönum kostar 196 krónur, í annarri 226 krónur og í Heilsuhúsinu (lífrænt ræktað 658 krónur á kílóið. Upp í vinnu þar sem mér var gefin handprjónuð peysa, hin glæsilegasta með silfurþráðum og er ég mjög glöð og þakklát fyrir. Hvað er málið með mig og prjónavörur þessa dagana? Lokaði sjoppunni snemma til að koma heim að chilla, því mánudagskvöld eiga það skilið. Litli frændi minn á líka afmæli og ég er ekki búin að ná á hann, fussum svei mínmegin. Nú borða ég franska osta í kvöldmat og er á leið að leggja lokahönd á ritgerðardruslu sem ég er búin að vera að hanna.

grayskull

var að enda við það að fá vísbendingu um að ég mætti alveg sleppa neikvæðum hugsunum. Það getur verið gott að vera minntur á svona hluti, því stundum er maður bara of upptekinn af því og gleymir því að maður getur ráðið.
i´ve got the power du du du dudu, ekki sko heman heldur teknólagið frá áttunda áratugnum.

laugardagur, 19. nóvember 2005

meira afmæli

nóvember er bara eitthvað crazy, rosa margir sem ég þekki eiga afmæli þá og í dag eru það 2 kærkomnar konur sem eiga afmæli.

Annars búin að vera soldið bissý týpa. Fyrirlestur í skólanum, ritgerðasmíð, rauðvín og keyra ömmu í sjúkraþjálfun og fleira fallegt. Eftir vinnu í gær skundaði ég til dúllu-parsins í innflutningspartý og hitti þar margt fallegt fólk þ.á.m. Bigga. Endaði í fjölleikahúsinu þar sem enn fleira skemmtilegt fólk var.
Kveðjustund til Bigga sem ætlar á nýársfögnuð og ég vona að hann fari með pípuhattinn. Konurnar í partýinu töluðu um verðug málefni, þ.á.m. mannréttindi, blæjuna, samskipti á vinnustað o.fl. Það var semsagt mjög gaman. Húsráðendur fengu útskorna kind úr stáli til að prýða heimili sitt frá listamanninum o.fl.

Á leiðinni heim hitti ég konu frá Ítalíu sem var að selja húfur og skartgripi. Stóð yfir fyrir hana á meðan hún skrapp á klóið inn á næsta bar. Að launum fékk ég þessa fallegu prjónahúfu. Góð skipti.

annars er það vinnuhelgi maður minn... og þá verður ritgerðast með skjálfta í hönd og hjarta sem vonandi verður horfinn seinni partinn.

miðvikudagur, 16. nóvember 2005

skitso

word has unexpectedly quit... do you want to send a report to microsoft? no you fucking shit fuck

ja það er pirrandi að hafa ekki alltaf vistað á 10 mín fresti þegar maður er að skrifa verkefni og síðan bara blúff...

fyrstu viðbrögð: massapirr.

Núna neiiii... það tekur því ekki, ég man svona sirka hvað ég var að skrifa sko... og síðan voru svo margir sem glöddu mitt 28 ára hjarta í gær sem skiptir mig svo miklu máli. Þúsund þakkir elsku fólk. mér líður eins og ég sé 80 að þakka þeim sem glöddu mig í mogganum. En þið gerðuð það í alvörunni. Og þó ég hafi ekki fengið grilljón pakka (en fékk samt nokkra mjög fallega, t.d. kaffi sem ég gleðst alltaf yfir) þá skipta þeir mig nefnilega ekki öllu máli heldur frekar comment sms hringingar heimsóknir tölvupóstur. Einum bróður mínum, líffræðilega yngri en ég, fannst að ég væri 15 þegar ég sagðist bara hafa fengið 1 pakka... he he he.
og í tilefni þess sendi ég kveðju í kveðjustund, til Ásdísar á sjúkrahúsinu. Sendi henni strauma á skurðbrettið.
og núna ætla ég að skrifa það sem eyddist út.
góðar stundir.

þriðjudagur, 15. nóvember 2005

það er svo gaman að eiga afmæli. þessi fallegi dagur. Ohh ég bráðna bara. Nú er ég t.d. að mála mynd sem kom til mín í fyrradag handa manneskju sem ég tengist á fyndinn en fallegan hátt. Og hlusta á Jack Johnson og The Bhundu Boys frá Zimbabwe. Og drekka netlute í tilefni dagsins. Ég er glöð.
hér átti að koma eitthvað rosa fínt dót um afmælisdaginn minn sem er í dag. En ég man að skv. því á júní að vera góður mánuður fyrir mig og jade góður litur fyrir mig... hmmm. Takk fyrir kveðjurnar en dagurinn er ekki úti enn og ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri eigi eftir að bætast við. Já, það er bara uppi á mér, typpið. En það má, því ég á afmæli. Jei.

sunnudagur, 13. nóvember 2005

wilco - im trying to break your heart

take off your band-aid, cause i don´t believe in touch downs...

einu sinni var fjölskylda sem bjó í tveggja hæða húsi. þarna bjuggu afinn og amman og mamman og pabbinn og börnin þrjú. Það var liðið að kveldi og fjölskyldan að búa sig til að snæða. En allt í einu var afann og ömmuna hvergi að finna, mamman fór að leita og svo pabbinn og sneru þau ekki aftur. Þá fór elsta barnið og það næstelsta og að lokum var yngsta barnið bara eitt eftir. Það leitaði inn í svefnherbergjunum, stofunni og alla hæðina. Þá ákvað það að klöngrast upp stigann. Það brakaði í viðnum og vanalega mátti barnið ekki fara eitt þarna upp. Þegar upp var komið sá það eina hurðina opna í hálfa gátt og heyrði í fólki fyrir innan. Loksins er ég búin að finna þau, hugsaði barnið og hélt í áttina að ljósinu. Inni í herberginu voru allir að borða vilkó súpu.

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

silki trans

ég lýg því ekki en húð mín er sem silki. Án þess að neitt krem hafi komið þar við sögu, en svitabaðið gerir undur. Ekki bara við húðina (sem er þó stærsta líffærið) heldur líka við andann og líkamsstarfssemina. Hvílíkur unaður, sem á stundum getur verið svolítið mikið erfiður, eins og þegar manni finnst maður ekki geta fengið neitt kalt súrefni....

Stóð semsagt í gærkvöldi úti í snjónum á tánum í sundbol svolitla stund og mér var bara ekkert kalt. Stjörnurnar uppí sveit eru bestar. Neontýpur og norðurljós. Ég held að mér sé ennþá hlýtt inni í skrokknum. En þetta var þriðja svitabaðið mitt, og einhverra hluta vegna var það það besta. Einhver indjáni hefur sagt að ef manni finnist svitaböð ekkert mál, þá eigi maður ekki erindi þangað, þurfi ekki að hreinsa sig, en þarmeð er ég ekki að segja að þetta hafi verið eitthvað pís of keik, heldur var upplifunin bara önnur.

Allaveganna. Þarf aðeins að leggja mig áður en ég skunda til vinnu en ætla að koma fyrst við í Heilsuhúsinu þar sem þar er afsláttardagur heilsubúanna þar í dag og kaupa mér te. Vetrarte.

Í gær voru með mér refurinn, gamli andinn úr norðrinu, vatnið (mini á indjánísku) og hesturinn. Já vinir geta komið úr öllum áttum. Hver ætli sé með mér í dag?

Ljóðlína:
silki trans
vetrardans
farðu út,
Óli skans.

mánudagur, 7. nóvember 2005

dalalif

nýttlíf að byrja hérnamegin enda að fara í svitabað á morgun með fyndnu fólki í frosti.

þessi vika heitir verkefnavika. Samkvæmt stundaskrá h.í. Að sjálfsögðu er ég búin að skrá hvað verður tekið fyrir á hverjum degi. En þó ekki eins analt og stundaskrá, heldur bara viðfangsefni. T.d. rita ég ritgerð í þrjá daga og aðra í tvo. Það að rita ritgerð þýðir líka að lesa. Það er gaman. Hef komist að því að undir nýaldartónlist les ég vel. Var einmitt í nýaldarviðtali í dag. Viðtali um viðhorf til miðla, nýaldardót og hugmyndir o.s.frv. Mjög gaman.

Kveðjustund. kveðjur til alls góða fólksins sem býr í Berlín. Eins og um stundarsakir þekki ég bara slatta af fólki þar. Þess vegna verður gaman 22.des þegar ég flýg á vit ævintýranna án jóla jóla jólasýrunnar.

Var búin að hugsa með mér að minnast ekki neitt á jólin á þessum vettvangi. Þeirri hugsun verður hérmeð leyft að líða hjá, eins og skýi.

Ferskleiki, nýstárni, nýstárlegheit, áramótaheit allskonar á þessum vettvangi.
Færslu lokið kl.00:07
(en mér fannst einmitt rafmagnsvekjaraklukkan hans pabba alltaf rosa töff þegar hún sýndi núll núll núll sjö)

laugardagur, 5. nóvember 2005

0123456789

IMG_1527
ein í skógarferðin í morgun

IMG_1525
ein 24. okt með gott útsýni

IMG_1515
ein í svaka stuði

fimmtudagur, 3. nóvember 2005

adam atti syni sjö

i love yoga.

sá brynhildi guðjónsdóttur ásamt hljómsveit á næsta bar í gærkvöld. Það var sko fínt, enda gaman að horfa á leikkonu koma fram, sérstaklega þegar hún hefur fallega rödd og skemmtilega hljómsveit (kontrabassi-trommur-harmoníkka). Myndi jafnvel kaupa diskinn. Líka soldið til að styðja þetta góða fólk... Fyrst það nennir að koma fram og gefa næstum allt hjartað sitt í þetta þá er það pottþétt virðingarvert, sama hvort manni líki eitthvað sérstaklega útkoman eður ei.

Búin að vera að hnerra endalaust í dag.
Farin í skulen og vonandi fæ ég að snæða með ma+pa á eftir.
aaaaatsjúúuuú adam.

miðvikudagur, 2. nóvember 2005

ljosritun i klukkutima

jibbí jei jimmy. fyrirlesturinn gekk vel.
fallegur dagur.

Að undanförnu hafa átt sér atburðir sem eiga sér engar vísindalegar skýringar sem ég þekki til.

1. klukkan 21:30 að staðartíma á mánudagskvöld er ég að hugsa rosa mikið um að hringja í bróður minn besta. Geri ekkert í því, einni og hálfri klukkustund síðar hringir hann og við tölum eins og við eigum lífið að leysa því það er svo gaman. Honum fannst þetta ekkert skrítið og ég furða mig á því hvort það taki 1 og hálfan tíma fyrir hugskeyti að ferðast yfir Atlantshafið.

2. Sama dag, fyrr um daginn. Þá hafði ég verið að hugsa rosa mikið um Ragnhild, geng síðan niður Skipholtið í rólegheitunum og hálkunni og þá er hún bara inni í bíl, lögðum beint í göngufærinu mínu. Það var gaman. Einhverra hluta vegna brosi ég endalaust þegar við hittumst.

3. Í dag, tala við stelpu sem ég hef aldrei hitt áður. Hún að gera ritgerð, vantar rosa eina bók sem ekki er til á bókó. Og ég á bókina sem ég var að enda við að lána henni. Hún sagði að einhvern veginn redduðust alltaf allir hlutir, var sannfærð um að eitthvað dæmi væri í gangi....

En hvað er þetta sem er í gangi?
Ákveð að enda þennan pistil á la Carrie Bradshaw og kveð á leið til vinnu.

þriðjudagur, 1. nóvember 2005

crepes

nett að krepera með fallegu tölvunni minni og nýaldartónlist, komin langt með fyrirlesturinn fyrir morgundaginn ekki alveg búin samt, það gerist í kvöld. Var einmitt með annan fyrirlestur í dag sem gekk bara vel.

Einbeiting hvar ertu? hvert ferðu alltaf?
muna mindfulness, athyglisskrefin.