Ættarmót, sumó og útskriftarveisla út í sveit að baki. Verst að þurfa að koma strax í bæinn aftur. Það er svo gott að vera í kyrrðinni og liggja úti í móa. Meiri sveit framundan. En næst á dagskrá er að skrifa meira Airwaves, fagna júlímánuði, fara í sund og taka á móti föðursysturinni og barni hennar frá Kanadia í eina viku. Það verður fjör hjá fjölskyldunni.
Annars bara allt alveg meinhægt og gott.
mánudagur, 30. júní 2008
þriðjudagur, 17. júní 2008
hæbbý jri
Á 72 ára afmælisdegi pabba í dag fórum við í bíltúr í Hveragerði. Apinn í búrinu segir nýja brandara, páfagaukar í búri og bananatréð. Lýsisflaskan á 700 krónur. Allt eins og það á að vera, ísbjörninn skotinn... Nýr bíll fyrir nýju öxlina hans sem dugar í 20 ár í viðbót ef hann heldur uppteknum hætti. Á myndinni má sjá bæði auk fatlans sem fylgir. Til hamingju elsku pabbi. Sá hluta úr ræði forsetisráðherra í sjónvarpinu þar sem skiltin í bakgrunninum fönguðu athylgi mína: Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi. Vér mótmælum allir. Það kom mér pínu á óvart að letur skiltanna hefði ekki verið máð af með nútíma kvikmyndatækni. Líklega er háttvirtur forsetisráðherra og Ríkissjónvarpið sammála. Nú hljómar tónlist úr miðbænum, greina má hiphop, popp og gamaldags. Óhollur bræðingur á meðan ég stóð út á svölunum og kíkti yfir húsin á hafið. hæ hó og jibbýjei
laugardagur, 14. júní 2008
bongóhlátur
Það fer ekki framhjá mér að sumarið er komið.
Það er gott og blessað og sólarvörnina verður að taka í gagnið.
Djass á Jómfrúnni og djass á hverfisgötunni í mjög metnaðarfullri garðveislu með heimasmíðuðu mini-golfi, búningsklefa fyrir 8 manna plastsundlaugina, sundlaugarpallur, bar með bárujárni á þakinu og barborð og stólar. Þá má ekki gleyma, skreytingunum og sundbúningaleigunni þar sem heimasaumuð gyllt sundföt voru einkennismerki og buxurnar voru með ásaumuðum píkuhárum í ýmsum litum, krulluðum úr hollenskum hárstofum fólks víðsvegar frá Afríku. Til að kóróna þetta allt var grillað hvalkjöt í sesam olíu með sósum og kartöflum í boði á barnum. Sannkallað listaverk, enda gjörningameistararnir listamenn. Eru allir listamenn?
Ég upplifði það að vera skapandi í yoga-tímanum í morgun. Skapandi í gegnum líkama minn og huga í því andartaki sem var hverju sinni með hjálp flæðisins í yogastöðunum. Mjög gaman, fullnægjandi og sveitt. Síðan hjólaði ég heim og gaf brjóst. Mér finnst ég soldið mikið í því þessa dagana og eiginlega er það búið að vera bæði hið ljúfa og hið erfiða í 5 mánuði. Ekki samt eins og fyrst, heldur einhvern veginn er brjóstagjöfin orðin markvissari ef svo má að orði komast. Ég upplifi brjóstagjöf ekki sem eitthvað sem gerist á náttúrulegan hátt án æfingar, heldur er hún lært ferli beggja aðila sem getur gengið misvel og misilla. Hver gjöf tekur skemmri tíma núna, mjólkurþeginn veit hvað hún vill og hvað hún fær, forvitin um umhverfið, farin að snúa sér kröftuglega af baki á maga. Vantar að komast aftur tilbaka eins og er, en annars bara vanalega í stuði. Mér þykir vænt um að það er stutt í hláturinn. Ég hef miklar mætur á hlátri.
Ég óska Garðbúum til hamingju með 100 ára afmælið og vona að forsetinn hafi aldrei þurft að vera einn í heimsókninni. Mér finnst við hæfi að enda á þessari kveðju: Gleðilegt sumar.
Það er gott og blessað og sólarvörnina verður að taka í gagnið.
Djass á Jómfrúnni og djass á hverfisgötunni í mjög metnaðarfullri garðveislu með heimasmíðuðu mini-golfi, búningsklefa fyrir 8 manna plastsundlaugina, sundlaugarpallur, bar með bárujárni á þakinu og barborð og stólar. Þá má ekki gleyma, skreytingunum og sundbúningaleigunni þar sem heimasaumuð gyllt sundföt voru einkennismerki og buxurnar voru með ásaumuðum píkuhárum í ýmsum litum, krulluðum úr hollenskum hárstofum fólks víðsvegar frá Afríku. Til að kóróna þetta allt var grillað hvalkjöt í sesam olíu með sósum og kartöflum í boði á barnum. Sannkallað listaverk, enda gjörningameistararnir listamenn. Eru allir listamenn?
Ég upplifði það að vera skapandi í yoga-tímanum í morgun. Skapandi í gegnum líkama minn og huga í því andartaki sem var hverju sinni með hjálp flæðisins í yogastöðunum. Mjög gaman, fullnægjandi og sveitt. Síðan hjólaði ég heim og gaf brjóst. Mér finnst ég soldið mikið í því þessa dagana og eiginlega er það búið að vera bæði hið ljúfa og hið erfiða í 5 mánuði. Ekki samt eins og fyrst, heldur einhvern veginn er brjóstagjöfin orðin markvissari ef svo má að orði komast. Ég upplifi brjóstagjöf ekki sem eitthvað sem gerist á náttúrulegan hátt án æfingar, heldur er hún lært ferli beggja aðila sem getur gengið misvel og misilla. Hver gjöf tekur skemmri tíma núna, mjólkurþeginn veit hvað hún vill og hvað hún fær, forvitin um umhverfið, farin að snúa sér kröftuglega af baki á maga. Vantar að komast aftur tilbaka eins og er, en annars bara vanalega í stuði. Mér þykir vænt um að það er stutt í hláturinn. Ég hef miklar mætur á hlátri.
Ég óska Garðbúum til hamingju með 100 ára afmælið og vona að forsetinn hafi aldrei þurft að vera einn í heimsókninni. Mér finnst við hæfi að enda á þessari kveðju: Gleðilegt sumar.
miðvikudagur, 4. júní 2008
Aðgerðir
Þá er The Red Thunder komin á sjúkrahús. Hún æsti sig eitthvað á Strandgötunni í Hafnarfirði þegar ég var að litast um hvar hægt væri að beygja og keyrði aftan á jeppa. Til allrar hamingju meiddist enginn annar en hún og jeppinn. Einungis ég og önnur kona vorum í bílunum. Vinstra framhornið, ljós og bæði innra og ytra bretti í maski, hurðin óopnanleg og nokkrar beyglur. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins kom fyrstur á vettvang úr Firðinum þar sem unglingar höfðu verið að safnast saman og hugsaði vel um okkur. Tryggingarfélagið keyrði mig heim eftir að ökumennirnir höfðu gefið rafræna skýrslu í þjónustubílnum. Það er víst svo mikið að gera hjá löggunni að hún er í minna mæli að sinna svona atburðum ef ekki þarf að kalla til sjúkrabíls. Ég fékk pínu sjokk í magann sem leið hjá seinna um kvöldið. Satt best að segja fékk ég tár í augun og þakklætið streymdi fram í huga mér fyrir það að ekki fór verr. Nú jæja, lexíurnar sem myndgerðust þarna voru t.d. þær að flýta sér hægt, horfa á veginn og umferðina fyrir framan og þakka fyrir kaskó. Og fara með blóm og konfekt á sjúkrahúsið.
Aðgerðir á þakinu hafa gengið vel og koma vonandi í veg fyrir leka á loftinu í hvassri suðvestanátt. Þakið glansandi fínt en svalirnar fengu sinn skerf af grænu þakmálningunni. Spurningin er hvort það sé charmant að hafa sletturnar eða ekki. Ilmur terpentínunnar er að gera út af við mig í svona miklu magni auk þess sem vírbursti dugar skammt. Vanalega finnst mér þó terpentína á olíumálunarpensli afar seiðandi.
Spenningur fyrir sumrinu og helgarplön af ýmsu tagi láta kræla á sér. Brúðkaup, ættarmót, sumó, heimsókn frá Kanadia, útskriftarveisla og svo veit maður aldrei nema litli bærinn Ribiers í Suður-Frakklandi fái að njóta nærveru okkar í ágúst. Það er í spilunum þó óákveðin enn, hús í boði og frábært fólk. Best að fara að skoða flugmöguleika og æfa frönskuna. Mais oui, bien sur. Las nýlega í The Economist um hvernig ritmál frönskunnar er að breytast með tilkomu rafrænna samskiptamáta, þannig er t.d. á morgun eða demain orðið að 2m1. Semsagt, sams konar áhyggjur í France eins og hjá hreinræktunarsinnum íslenskunnar sem líta á tungumálið m.a. sem hluta af þjóðarímyndinni en síður sem lifandi miðil. Sumarið er tími aðgerða.
Aðgerðir á þakinu hafa gengið vel og koma vonandi í veg fyrir leka á loftinu í hvassri suðvestanátt. Þakið glansandi fínt en svalirnar fengu sinn skerf af grænu þakmálningunni. Spurningin er hvort það sé charmant að hafa sletturnar eða ekki. Ilmur terpentínunnar er að gera út af við mig í svona miklu magni auk þess sem vírbursti dugar skammt. Vanalega finnst mér þó terpentína á olíumálunarpensli afar seiðandi.
Spenningur fyrir sumrinu og helgarplön af ýmsu tagi láta kræla á sér. Brúðkaup, ættarmót, sumó, heimsókn frá Kanadia, útskriftarveisla og svo veit maður aldrei nema litli bærinn Ribiers í Suður-Frakklandi fái að njóta nærveru okkar í ágúst. Það er í spilunum þó óákveðin enn, hús í boði og frábært fólk. Best að fara að skoða flugmöguleika og æfa frönskuna. Mais oui, bien sur. Las nýlega í The Economist um hvernig ritmál frönskunnar er að breytast með tilkomu rafrænna samskiptamáta, þannig er t.d. á morgun eða demain orðið að 2m1. Semsagt, sams konar áhyggjur í France eins og hjá hreinræktunarsinnum íslenskunnar sem líta á tungumálið m.a. sem hluta af þjóðarímyndinni en síður sem lifandi miðil. Sumarið er tími aðgerða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)