mánudagur, 30. janúar 2006

Frönsk rulla i kvöld

Elaborate uppskrift tileinkuð Do sem er allur að láta sér batna.

3 bollar heilhveiti (eða speltmjöl)
1 bolli Olía
pínu salt
Volgt vatn eftir þörfum.

hræra öllu saman, gera deig úr þessu og fletja það út, hálfan cm að þykkt.

Fyllingin:
laukur skorinn
hálft hvítkálshöfuð skorið í ræmur
salt
2 tsk karrý
hálfur bolli sweet chili sauce
Ferskt basil
Ferskt kóríander (bæði saxað)
Krukka af feta

Laukur og hvítkál steikt á pönnu við lágan hita. (það er einmitt að gerast í þessum töluðu, best að tékka...aha lítur vel út, spurning um að hækka hitann í 3?)
Salt, karrý og chilli sósa út í. Og síðan ferska kryddið.

Fyllingin oná rúlludeigið í miðjunni, fetaosturinn oná fyllingu og rúllað upp.
Bakað till golden.

Basil tómatsósa með: (eða hægt t.d. að hafa Guacamole)
1 laukur lítill saxaður,
salt,
2 tsk karrý
Steikt fyrst í potti og svo:
2 dósir af góðri tómatsósu
fullt fullt ferskt saxað basil
dash af soya sósu.

Þessi uppskrift er í boði Buck 65 sem ég fíla í ræmur á meðan eldað er.

Pálínuboðið tókst með ágætum til þess að halda sig á matarsviðinu. Það bárust réttir hvaðan af í veröldinni, aðallega úr Rvk. Og fólk borðaði mikið og vel en skemmtilegast var að hittast. Já há mjög fullorðins. Ostakaka og hlauphringur, bárust sem eftirréttir. Fullkomið.

laugardagur, 28. janúar 2006

skjoni

held að gráminn sé eitthvað létta á sér, í gær fannst mér sem það væri vor.

Hér er semsagt laugardagur. Í gær í staðinn fyrir fyrradag vegna flugvesens birtist sambýlingur minn hinn ástkæri. Massen.
Ég sá á eftir seinasta fólkinu úr húsinu í gær en missti af því þegar maður einn kom inn og sat því í forstofunni. Ég opnaði lúguna, vitandi að ég væri ein í húsinu og kannaðist ekki við náungann sem var í vinnufötum, merktu ákveðnu pípulagningarfyrirtæki, með 2 gamlar töskur sem lágu við fætur hans.
,, Er ég næstur?"
spurði hann og fljótt komst ég að því að hann var kominn til að hitta Garðar, lækninn sinn. Hann vildi ekki trúa því að þetta væri ekki biðstofa lækna og að enginn Garðar ynni í húsinu, því vinur hans hafði keyrt hann. Ég gekk meira að segja svo langt að segja að Garðar væri ábyggilega farinn heim. Hann spurði hvaða dagur væri og hvað klukkan væri. Hann spurði hvort ég ætti mann. Hann spurði og spurði. Að lokum, eftir svona 14 mínútur af spjalli og ég allan tímann með höndina nálægt símanum til í að stimpla 0 112, tók hann í höndina á mér, kyssti hana og kvaddi. Eins og sannur herramaður. Hann bað mig afsökunar á misskilningnum sem hann sagði vera vegna þess að hann væri búinn að fá sér aðeins í tána, en augu hans voru fljótandi og mjög rauðsprengd. Ég beið í nokkrar mínútur eftir að hurðin lokaðist á hæla hans áður en ég hljóp og setti hana í lás. Til allrar hamingju labbaði kæri sem kom einmitt að sækja mig útihringinn, en söguhetjan ætlaði að fara út á Hverfisgötu. Semsagt allskonar fólk í vinnunni minni.

Í kvöld hitti ég líka allsskonar fólk, sem ég vona að fari ekki að kyssa á mér höndina en borði í staðinn gómsæta matinn sem það kemur sjálft með. Potluck partý og ég búin að fjárfesta í pappadiskum, plastglösum og servíettum. Klassen.
Næst er sósugerð á dagskrá.
Það er æði að hanga heima þegar einhver er að hanga með manni. I´m in love.

miðvikudagur, 25. janúar 2006

tiskulögga

aha hef 10 mínútur til stefnu. Er á leið í stand up, bjór og pizzu á kringlukránni með pörupiltum and the sawing club. Búin að velta lengi fyrir mér í hverju ég á að fara og komst að þeirri niðursuðudós að auðvitað færi ég í sömu fötunum og ég er búin að vera í dag. En bætti við rauðu naglalakki og rauðu armbandi og rauðri kápu til að fullkomna lúkkið. Var mjög blá í dag og með þessu rauða fæ ég ákveðinn contrast í dæmið.

Brósi er í boston á sjúkrahúsi. Hann getur pantað mat úr mötuneytinu af matseðli. Ef hann hringir bjöllunni við rúm sitt kemur rödd og spyr hvað hann vanti. Seinna kemur manneskja til að sinna erindinu. Þannig má t.d. spara. Þannig þarf starfsmaðurinn ekki að fara nema eina ferð vegna bjölluhringingarinnar. Hann er einn í herbergi. Í einangrun. Með undursamlegt útsýni. Vona að hann verði ekki þarna lengi.

Í öðrum fréttum er það að á morgun kemur fjarbúðarsambýlingur minn hingað heim og þá taka við dásamlegir dagar ...
kveð að sinni.

sunnudagur, 22. janúar 2006

flæðið i kvöld i boði hussins og scrabble hf.

Var að hugsa um fjöllin. Allaveganna. Jökulhetta ört minnkandi fer í Afríku. Og ekki bara þar. Global Warming. A friend or a foe? Þessari spurningu verður ekki svarað hér og nú.
En ég get líka verið fjall, t.d. í yhoga. Ég elska yoga. youga nouga.t.
Sakna þess að spila Scrabble. Ég elska scrabble.
Með ma og pa sem taka einn leik á kvöldi.
Eða úti á Hobrechtstrasse.

Upplifði Túskildingsóperuna frá sjónarhóli áhorfenda í gær. Þar voru allar senurnar í boði einhvers stórfyrirtækis. Aðalskilaboðin skv. 1 leikara í endann: kapítalismi sökkar feitt. Hvað verður um litla manninn? Þess á milli stórbrotin tónlist og góður leikur. Leikmynd og búningar la la. Förðun og hár flott. Verðugt að tala um söng og tónlist, því það var massa. Hljómsveitin kannski ekki í sínu besta formi í gærkvöldi, en leikarar sungu kröftuglega og vel. Djöfulsins raddir. .... he he nú heldur þú kannski að að ég heyri raddir... en raddir nokkurra þeirra sem tóku þátt í undankeppni evróvisjón í kvöld visnuðu gjörsamlega við hliðina á söngnum í óperunni. Helvítis ópera. Ég get ekki borið þessa óperu Kurt´s Weil saman við Töfraflautu Mozarts sem ég sá nýlega og var af allt öðrum meiði, gerð á öðrum tíma. En mér fannst hún í gær þaulhugsuð og flókinn andskoti. Hreyfingarnar vel hannaðar og seiðandi. Túskildingsóperan fær góð meðmæli héðan í kvöld.

Aksjón. Byrjuð að glugga í bækurnar fyrir þessa önn. Langar á 3 myndir í bíó. Memoirs of a Geishha, Brokebac k mt. og síðan man ég ekki, jú Jarhead. Geishubókin var - góð - ar stundir . bæ.

fimmtudagur, 19. janúar 2006

þyrlan

er núna að hlusta á Boards of Canada. Gott.

Eftir fyrsta tímann minn í skólanum í dag, datt mér í hug að kannski þyrfti ég bara að stofna hljómsveit í krafti vísindanna, eða koma fram sem tónlistarkona til þess að hafa meiri tilfinningu fyrir rannsókninni....

hef m.a. komið fram sem ljóðskáld og lesið mín ljóð. Hef leikið bílljós í leikriti og hippa. Verið í jólaballetsýningu o.s.frv. Þannig að þetta ætti kannski bara að vera liður í þróun minni að koma fram. Myndi vilja spila á trommur helst, en síðan finnst mér líka tölvudótið svo forvitnilegt. En það sé ég ekki sem vandamál, lausnin er bara að læra + tími.

Góða nótt kæra dagbók.

þriðjudagur, 17. janúar 2006

posturinn pall

frá olnboga fram að þumli hægri framhandleggs er ég aum.
Minna vinstra megin.
Er rétthent.
Álagsmeiðsli skv. Jesus G.
Ánægð með að vera búin með geymslu.
Nú tekur skólahausinn við. Byrja í alvörunni í skólanum á miðvikudaginn.
Af hverju vaxa grýlukerti bara á sumum húsum?

sunnudagur, 15. janúar 2006

andleg fullnæging?

hef fjarlægt allt úr geymslunni. Þ.á.m. tekið niður einu hilluna sem kæri smíðaði þegar við fluttum inn en við bjuggumst ekki við að sanka að okkur dóti... sem við höfum gert. Því er úr að flokka eftir nauðsynjum. Fékk hillur í skúrnum hjá pabba sem ég lét upp eftir að ég málaði gólfið klósettblátt. Nú er það sortering dauðans sem er í gangi. Uppúr kössum, ferköntuðum. Þyrfti að koma mörgu hverju í endurnýjun lífdaga og er að spá í koló bráðum. Pabbi vildi frekar fara einn í sorpu með allt ruslið og mér leið eins og prinsessu. Myndlistarmaður kom og náði í 2 poka og 1 kassa af málningu, innanhúss, sem enn er í góðu lagi. Vonandi verður hún honum ljúf. Býst síðan að sjálfsögðu eftir að koma til með að þekkja litina í verkum viðkomandi.

Þýðir allt þetta að ég er að fara í gegnum andlega hreinsun?

laugardagur, 14. janúar 2006

fullnæging

jahá. Svona er það bara.

Átti nefnilega yndislegar stundir í 1 sólarhring á milli Hellu og Hvolsvallar nú í vikunni. Fór í sveitaferð með góðum bílstjóra og gisti í svokölluðum sumarbústað, sem ég veit ekki hvort sé réttnefni, því nógur var snjórinn og kuldinn. En mótvægið var hitinn í hjörtum fólksins. Morguninn eftir var næstum allur snjórinn farinn. Hef þó staðfesta ábendingu um það að snjórinn hafi komið strax aftur. Það verður nefnilega bjartara með snjónum. Sá Krumma, 3 hvítar rjúpur og heyrði í einhverjum öðrum. Annað var þar ekki af líkamnaðri náttúru. En spurningin er hvort við séum afbrigði náttúrunnar. Ég veit það hreinlega ekki, sérstaklega í ljósi allra þeirra gerviefna sem við neytum sem og mæður okkar gerðu líklega. Síðan eru konur oft tengdar við nátúrunna, þ.e. sem meira tengdar henni en karlarnir. Það tel ég vera argasta bull. Ef ekki klám. Ég þekki margar karlkyns verur sem tengja sig náttúrunni í daglegu lífi. Auðvitað hefur þessi röksemd með tíðahringinn að gera og möguleikann á að bera börn. Er það eitthvað meira náttúrulegra en að geta framleitt sæðisfrumur í mismiklu og misgóðu magni? Nú skal ekki segja... en það þarf tvo til ef ætlunin er að fara að stunda kynlíf með möguleikanum á getnaði. Og það er svo náttúran. Ef... við erum náttúrubörn? Án þess að sleppa mér alveg, vil ég benda á möguleikann á að tengjast náttúrunni, þar sem manni líður oftast mjög vel eftir þannig gjörninga. Í þannig transi getur maður gert svo mikið, losað sig við óþægindi, tæmt hugann, fyllt sig af orku... o.s.frv. Þegar það gerist held ég að mannveran tengist náttúrunni og finni ákveðinn frið og samhljóm sem mannvera. Það er yfirleitt gott. T.d. þess vegna ætti ekki að fara í stóriðjuframkvæmdir í Náttúru Íslands. Til þess að mannveran sé virkur, sáttur, heill einstaklingur í samfélagi sem er í jafnvægi þarf náttúruna því hvar annars staðar ætlar hann að ná sér í orku?

Menningin.
Ef við getum verið hluti af náttúru, getum við alveg verið hluti af menningu. Talið er að mannfólkið skapi menninguna. Oftar en ekki er talið að karlar skapi menninguna. Það hlýtur að fara að breytast. Fólk hreinlega hlýtur að fara að átta sig á því að það þarf a.m.k. tvö til. Um leið og mannfólkið skapar menninguna hefur það áhrif á annað fólk. Því fólk lifir sem menningarverur. Mér sjálfri finnst það nú ekki alltaf augljóst, en það er annað mál. Einnig er vert að velta því fyrir sér hvað menning er: culture is the "set of distinctive spiritual, material, intellectual and emotional features of society or a social group, and that it encompasses, in addition to art and literature, lifestyles, ways of living together, value systems, traditions and beliefs" Unesco 2002. En eðlilega hefur spurningin um hvað sé menning verið lengi á pallborðinu hjá fólki og margar mismunandi skýringar komið fram. Menning spenninga peninga...

Þannig að í sveitinni var þetta bæði, náttúra og menning. Tvíhyggjuskrattinn sjálfur in action. Tekið skal fram að ég tel báða ofangreinda þætti syngja saman, og hafa áhrif í báðar áttir. Ef við erum menningarverur þá erum það við sem erum að skilgreina náttúruna... Af hverju hlustum við ekki á náttúruna í okkur, á náttúruna í kringum okkur og þann anda sem henni fylgir? Af hverju er menningin og menningarverurnar búnar að útiloka svo margt, setja allt í flokka til að það sé auðveldara að hugsa, ákveða hvað er rétt hugsun og hvað er röng? Það er allt í lagi að endurskoða afstöðu sína, maður má breytast, maður má breyta skoðunum sínum.
Nenni ekki meir að sinni.
Kvöldkveðjan fer til brósa í NYC þar sem jazzráðstefna er nú í gangi.
Nú eru komnir tveir einstaklingar undir þakið hér heima sem er gott, einn sefur á loftinu á meðan hinn sefur inni í svefnherbergi. Jesus G. er kominn í heimsókn.

þriðjudagur, 10. janúar 2006

tiundi januar

er í dag og vinur minn hann joey úr pixies á afmæli. já já ég hef hinn hann tvisvar, í reykjavík og á hróarskeldu. ógeðslega vön týpa sko. Held að orðið vanur þurfi að fara að komast í endurnýtingu. Nota orðaforðann. Undir áhrifum scrabble sem ég er mikið búin að spila undanfarnar þrjár vikur. En einnig hef ég líka mjög gaman af krossgátum.

Talaði soldið við mig upphátt þegar ég var að sjóða hrísgrjónin, það var gott. Held ég fari að tala meira upphátt við sjálfa mig... Nýársheit númer eitt.
Númer tvö er að drekka vatn á meðan ég elda en ekki á meðan ég borða.
Eins og lesendur sjá var ég rétt í þessu að skjóta fram heitum og loforðum um ákveðna hegðun sem ég ætla að tileinka mér á þessu ári. Ha ha ha hef aldrei gert áramótaheit, allaveganna ekki svo ég muni. Framtakssemin alveg að drepa mann.

Var lofað kvæði eftir einhvern úr Grjótaþorpinu, held bakara fyrir mína tíð... hlakka til að fá það. Held kvæði um trú ábyggilega. En hann tók skýrt fram: ég kem kvæðinu til þín.

Margt að gerast í mínu lífi sem er gott. Er í skólapásu til 17. janúar. Hlakka samt til að byrja, sérstaklega fyrir þær sakir að 5 einingar munu teljast til leskúrs sem er algerlega eftir mínu eigin höfði, en að sjálfsögðu í takt við það sem ég mun koma til með að rannsaka. Mjög spennó, er þegar byrjuð að lesa sagn/mann/menningar -fræðilegu bókina Girls rock!. Já að læra getur bara verið skemmtilegt skal ég segja ykkur.

Þarf að taka til í geymslunni.

mánudagur, 9. janúar 2006

lucky star

ég er svo heppin að þekkja svona fallegt fólk.
er að greiða á mér hárið, síðan til draumalandsins eftir mikla viðveru í húsinu.
góða nótt.

fimmtudagur, 5. janúar 2006