þriðjudagur, 30. ágúst 2005

Ferðasögubutar og Kiefer



Það verður ekki hjá því komist að stikla á stóru um þá yndislegu ferð sem ég er nýkomin úr.

17.8. Kef - Bos
Misstum af vélinni frá boston til Halifax og því fengum við inni á hilton. Ekkert stress í gangi, enda bara gott og gaman að fá að fara á hótel í útlöndum.

18.8 Bos - YHZ
Flugum til Hali. Heimsóttum fólk. Sóttum Heather & Zach út á flugvöll á bílaleigubílnum og keyrðum til eyjunnar Cape Breton.

Eftir þetta renna dagarnir í eitt númer. Gleði. Virðing. Skemmtilegheit. Góður matur. Gott fólk. Skemmtilegt fólk. Náttúra o.fl. Dæmi: synti næstum því daglega í vatninu. Náði í baunir og baunir (beans & peas) af baunatrjánum í matinn. Líka kirsuberjatómata, salat, kartöflur, gulrætur o.fl. úr garðinum (þeir eru 4). Rakaði steina og hjálpaði við að undirbúa jarðveginn fyrir heimatilbúinn golfvöll. Sigldi oft á skútu. Sól, sviti, raki, massa flugubit. Hellti prestinum te í sunnudagsmatarboðinu. Fór á gaelískt skemmtikvöld og sá fólk vera að halda í gamla menningu með dansi, söngvum o.s.frv. Spilaði bingó og Balderdash. Vann plastpennaveski með blýanti, strokleðri og reglustiku í (allt í stíl með gula smiley-andlitinu). Drakk mikið vín. Las Harry Potter og er enn að. Las líka Yogabók. Spilaði strandblak. Klóraði hundinum Captain. Sá sköllóttan örn (bald headed eagle) og humming bird. Keyrði yfir íkorna. (á ekki að hafa áhyggjur af því þar sem staða þeirra er svipuð músum og rottum í raunveruleikanum, annað en hr Disney lætur mann halda). Hlustaði á tónlist. Var við marga varðelda. Söng. Fór aftur í einn dag til Hali. Fjárfesti í nokkrum bókum, haustjakka og sokkum. Fjárfesti líka í smokkum sem bera heitið Kimono. Hitti enn meira fólk. Gott fólk. Það var gaman.

Þannig er það nú kæra fólk.
Nú er það 24 sem kallar, hitti einmitt Kiefer á veitingastað í Sidney (Borg á Cape Breton, Nova Scotia, Kanada):

miðvikudagur, 17. ágúst 2005

Eyrnakonfektið

Sonic Youth voru frábær. Ekki bara frábær, heldur gorgeous. Djii. Kim Gordon, ætli hún sé ekki langt komin á fertugsaldurinn (jafnvel fimmtugs), í massa stuttum kjól og nærbuxum í stíl. Oh. Rokkgyðjan. Og allir bara að fríka út. Held að SY séu vanalega soldið köld á sviði, en í gærkvöldi voru þau mjög intimate við áhorfendur og crowdsurf og gítartilraunir og endalaust margir mismunandi stilltir gítarar voru notaðir. Magnaður skítur. Uppáhaldshljómsveitin er... síðan komum við heim og fengum skilaboð um það að vinur okkar væri í bjór á Nelly´s með Jim O´Rourke. (ha ha ég kann ekki að skrifa nafnið hans). En við horfðum bara á 24 í staðinn... hversu langt er maður leiddur?

Er að fara í flug. Best að drekka mikið vatn eins og fyrirsæturnar. Lifið heil.

þriðjudagur, 16. ágúst 2005

jæja

baugsmálið, grauturinn í textanum, er alveg að fara með mig. Hver stendur keikur? Kannski bara bónusgrísinn?

Flýg á Sonic Youth í kvöld. Síðustu stórtónleikar sumarsins. Nema að ég detti á einhverja slíka í Kanada. Ó já, þangað skal ég fljúga á morgun.

mánudagur, 15. ágúst 2005

helgin i myndum


Allt í stíl. Liturinn á stofunni, holdið og þið getið ímyndað ykkur lyktina.


Við störf á krútthátíðinni í rvk.


Dansi dansi dúkkan mín. Farið að síga á seinni hlutann. Það var gaman.

föstudagur, 12. ágúst 2005

Fallegur fimmtudagur



Ber ber ber. Var á bar með vini mínum sem beraði sig. Semsagt fór úr að ofan. Allir aðrir tilbúnir að gera tattú sem góðfúslegt leyfi fékkst fyrir. Búin að hlusta á þátt um ber í dægurmálaútvarpi rásar tvö tvisvar í dag. Endursýning á samtengdum rásum næturútvarpsins. Andoxunarefni og læti. Mikið af vítamínum í berjum og lítil fita. Ekki frysta þau með sykri. Frysta frekar minna magn í fleiri einingum.

hér að ofan má sjá álfavagínu. Op á álfakirkjunni í Dimmuborgum. Svolítið í takt við fæðinguna sem átti sér stað í dag (vinkona mín fyrir 28 árum) en í dag fæddist önnur plata kimono. Tveggja mánaða fæðing og óralangur getnaður. Dauðaskip Ballarhafsins. Artic Death Ship. hip hip húrra.

Það er orðið kolniðadimmt útifyrir og klukkan er hálf eitt. Þrátt fyrir gleði í hjarta hef ég litla von fyrir meira alvöru sumri hér þar sem maður situr í garðinum og svitnar á ökklunum við fótpokaleik og brosir í sólina. Nú fer haustsólin að láta skína í sig. Hvernig væri það ef 4 sólir væru í gangi, ein fyrir hverja árstíð?

Fór í sjoppuna á horninu (fyrrum Bússa) og þar leigja þeir út myndbönd fyrir 250 kr á sólarhringinn. Hef hugsað mér að gerast leigutaki í vetur. Hef ekki enn farið í nýju nornabúðina á vesturgötu. En kannski fjárfestir maður í galdri í framtíðinni, eða bara sendir galdur með hugarorkunni. Galdrar geta líka verið góðir. Góða nótt.

miðvikudagur, 10. ágúst 2005

ást

ég elska margt í lífinu. En mömmu mína elska ég líka mjög mikið því hún er svo frábær. Ég rausa í henni um raunir mínar og það sem hún gerir er að draga bara eitthvað spil sem gefur mér svarið. Pottþétt týpa. Skrifar það í kort og gefur mér. Svo ég muni helvítis svarið sem er svo fallegt og einfalt. Allaveganna.

Á laugardaginn verður húllumhæ í nýló. Endilega allir að koma. Um kvöldið. Opnun á skemmtilegri listasýningu og fullt af skemmtilegum hljómsveitum og bar. Sem ég vinn kannski smá á til að hjálpa til. Sameinumst hjálpum þeim... Eftirpartý Krútthátíðarinnar myndu sumir kalla þetta, aðrir kannski artý fartí dæmi, enn aðrir hámenningu o.s.frv. Það sakar allaveganna ekki að líta við. Nýló er fyrir ofan skífuna á laug. Gengið inn frá Grettisgötu hjá bílastæðinu stóra.

Lifðu og njóttu. Lax í kvöld. B&B í mat. Held ég fái mér hvítvínsdreitil.
Einfaldasta marineringin fyrir lax:
Hunang
Rifin Engiferrót
Smá Soya Sósa.
Ást og friður.

mánudagur, 8. ágúst 2005

krútti butti

komin heim af krúttinu. Undir hafnarfjalli varð ég vitni að veltu húsvagns sem var fastur við stóran amerískan jeppabíl og afturendi bílsins stóð upp í loftið þegar húsvagninn lá. Þetta gerðist mjög hægt. Síðan voru nokkrir bílar og húsvagnar og tjaldvagnar úti og suður á veginum. Þannig að maður keyrði bara ofurvarlega. Þetta var um hádegisbil þegar mestu lætin voru. Löggan komst varla út úr löggubílnum fyrir vindi. Svona er rokið. En rokkið á lýsuhóli var krúttlegt. Afar skemmtileg og mjög góð stemning og allir sælir og kátir. Á sunnudagsmorgun klukkan 8:34 vaknaði ég við það að fortjaldið lá samsíða jörðunni og eftir að ég komst út sá ég mörg tjöld sem einungis héldust niðri vegna fólksins sem svaf inni í þeim. Rosalegt rok. Fólk stóð fyrir utan tjöldin og baðaði höndum. Og baðaði sig í rigningunni, líklega ennþá undir áhrifum frá því fyrr um nóttina. Við tókum saman á mettíma og renndum í bæinn eftir góða hressandi útilegu.

Núna er kominn mánudagur. Ég byrjuð að vinna í nokkra daga áður en ég held til kanada þann seytjánda.

föstudagur, 5. ágúst 2005

critical dream

oh hvað ég elska sumarið. hlusta á danskar drykkjuvísur og bíð með sódavatn í hönd því ég er að fara í útilegu. Allt að gerast. ok. 2 tjöld. Engar dýnur. Kælibox sem á eftir að fylla því kæri er úti í búð. Hádegismatur hér heima áður en haldið verður í´ann. Búin að hlusta á útvarpssöguna með hálfu eyranu. Dótið mitt tilbúið á stigapallinum. Þjalaði neglurnar svo það komi ekki skítarandir eða hvað heitir aftur skíturinn sem ... aha sorgarbönd... er það ekki?

Sjiiiit er að fara í útilegu og má ekki týnast í þokunni. Dreymdi rosa skrítinn draum um mig labbandi í þoku (og fullt meir) og síðan hringdi ma í mig í morgun og sagði að vinkona sín hefði þurft að tala við sig og sagt: þú verður að taka Esjuna í sátt (bróðir ma sem var göngumaður lést þar í þoku og snjóblindu) og síðan kom rosa saga um manninn hennar sem hafði farið upp á Esjuna (vanur gaur), villst í þoku, fékk skurð og allt, komst heill heim (var fundinn af tveimur stelpum sem voru að keyra við veginn). Og vinkonan sagði einhvern hafa verið að passa manninn sinn í þokunni... B la bla bal ball. Kannski er ég bara að bulla og hausinn á mér að tengja skringilega, en á maður ekki að hlusta á svona dót, þ.e. innsæið og það sem er að gerast í kringum mann, hvort sem það er í undirmeðvitundinni eða ekki? Allaveganna ætla ég að vera meðvituð um það hvar ég stíg... svo ég rati aftur tilbaka eins og í draumnum, en ég gat það þar og ég trúi því að maður geti ráðið ferðinni í draumum sínum og ef maður er meðvitaður um það þá verða draumar manns ekki óþægilegir. En síðan er maður náttúrulega að fara á Snæfellsnes sem er uppfullt af góðri og magnaðri orku. ja svo. jasssso. sveiattan. fuss og svei.

Nokkur orð um útilegur: þær eru góðar.

Sendi strauma á gay pride.

dagskra

tha er thad krutt listahatidin a snaefellsnesi. Thar verd eg i godu geimi og hlakka til. Romantiskar naetur i tjaldi, tonleikar, myndlistarsyning, sundlaugarparty, grill, allir rosa krutt, abyggilega i krutt-flippudum filing o.s.v. Emotion. Juhu jibby jei.

miðvikudagur, 3. ágúst 2005

uti

er úti í garði að sanda - grunna - mála eldhúsborðið og stólana úr the good herdsman. Loksins eru komnir fjórir stólar í stíl inná heimilið. Líður eins og alvöru húsmóður, enda búin að vera í húsmóðursfílingnum undanfarna daga. Ligg líka yfir fyrstu seríunni af 24. Maður getur ekki hætt að horfa, í fyrstu hélt ég að maður yrði ekkert forfallinn glápari, en raunin er önnur. Pásan búin, aftur út.