fimmtudagur, 31. mars 2005


Frábær ferð.
Maður ættleiddur.
Lautarferðir.
Flateyri.
Bolungarvík.
Tónleikar.
Heimamannapartý.
Skemmtilegheit.
Enginn matur á páskadag.
Ekkert mál að rúnta Vestur.
Veruleikinn tekinn við.

fimmtudagur, 24. mars 2005

checking

sólgleraugu
vín
myndavél
sundföt
nesti
tónlist
sting af stað til ísafjarðar snemma á morgun
rórra yfir mér núna þar sem ég er búin að bæta svolitlu við farangurinn eins og vasaljósi, vegahandbókinni, kodda og köku.
hædí hó.

mánudagur, 21. mars 2005

alvöru draugur?

(móð & másandi) ... hvað er eiginlega í gangi? Afhverju eru draugarnir að stríða mér? var að loka húsinu í kvöld, allir pottþétt farnir. Veit ekki hvernig ég á að byrja að lýsa þessu, en hafði einhverja skrítna tilfinningu og var ekkert að spá í það. Byrjaði kannski þegar ég var annars staðar í húsinu en þar sem sagan fjallar um og heyrði nokkra tóna, og hugsaði að nú væri loftræstingin bara eitthvað að fokka í hausnum á mér og að vindurinn væri bara að gera svona alvörulega tóna, en hér kemur fúttið. Inni í einu rýminu af sviðinu eru tvær hurðir. Ein leiðir inn á svið, hin fram á gang. Ég er semsagt inni í þessu herbergi að slökkva og tékka á gluggunum og heyri eitthvað skrítið hljóð sem erfitt er að lýsa, en það var frekar hávært þó það væri ekki skerandi, frekar ýlfrandi vindhljóð. Ég veit ekki hvaðan það kemur enda hef ég ekki heyrt það áður, en það byrjaði þegar ég var búin að slökkva allt í rýminu. Þá ákveð ég að tékka inn á svið og sjá hvort eitthvað væri þar í gangi, sem var ekki en hljóðið hélt áfram. Lokaði hurðinni inn á svið og hljóðið söng enn. Tók þá í hurðarhúninn sem leiðir fram á gang og þá slökknaði á neyðarlýsingaljósinu sem er fyrir ofan hurðina ( svona grænt dæmi sem vísar veginn í neyð). Þessi ljós eru til þess hönnuð að ekki slökkni á þeim við neyðaraðstæður. Það á bara ekki að geta slökknað á þeim. Um leið og ég sleppti hurðarhúninum við þá undrun að það slökknaði á ljósinu þá kveiknaði það aftur. Hljóðið var ennþá. Ég tók aftur í húninn og ljósið slökknaði. Um leið og ég sleppti húninum kveiknaði það aftur. Orðin svolítið hvekkt hraðaði ég mér fram á gang, þar sem birtist mér...
ekki neitt annað en gangurinn en hljóðið var ennþá. Skundaði heim á leið eftir að hafa klárað vinnuna með skrítna tilfinningu í maganum og undrandi á því hversu sterk áhrif handtak mitt á hurðarhún getur haft og undrandi á því að ýmis konar skringileg hljóð myndist. Eða kannski ekkert svo mikið undrandi. Og hvað var nú þetta? Erum við að tala um hina vænissjúku mig sem ímyndar sér hljóð í hausnum eða Droplaugu Draug? Ég sver það, ég var ekki rass að ímynda mér þetta. úff, hver eru skil hins raunverulega og hins óraunverulega? ha ha ha.

laugardagur, 19. mars 2005

farðu skrimsli, farðu burt.

er núna búin að vera alvöru skrímsli með alvöru hor í nokkra sólarhringa. Tönnin farin en horið ekki. Annars helst lítið að gerast nema það að allt lítur út fyrir spennandi páskaferð vestur þar sem frændi eins ferðalanganna er fórnfús og vill lána kjallaraherbergi. Það er sko ekki amalegt. Sá Sideways í kvöld. Afhverju ætli henni hafið verið gefið það nafn? kannski vegna þess að vínflöskur eru alltaf geymdar á hliðinni... sideways... eða af því að aðalpersónan var alltaf svolítið á skjön? dularfullar pælingar fyrir komandi helgi sem eytt verður í búrinu að sjálfsögðu, en samt er ennið mitt heitt og er maður þá ekki lasinn? Búin að skipuleggja hvað skal lesast um helgina sem verður tileinkuð ethnomusicology. Byrja að kanna það fyrir ritgerð í Afríkukúrsinum. Þá verður kannski skundað eftir vinnu á laugardag á grandrokkið til að skoða skonrokkið - Skakkamanage & Kimono. Þannig að lífið er ekki sem verst. Kæri og mamma búin að vera súpergóð við sjúklinginn og koma alltaf færandi höndum og með eitthvað í pokahorninu eins og gleði í hjörtum, tímarit, ís, blóm, útlensk páskaegg sem má borða strax fyrir þá sem eru með allar tennurnar og sitthvað fleira sniðugt. Niðurstaða = það er bara búið að vera fínt að vera sjúlli og ég vona að horið fari með þegar ég dusta af mér rykið á morgun. Sorrý skrímsli.

þriðjudagur, 15. mars 2005

Skrimslið

glært horið rennur og rennur. Nota vasaklúta sem mörgum býður við, en ég hef mínar ástæður. Umhverfisvænt, betra fyrir húðina undir nefinu og síðast en ekki síst þá hef ég mínar efasemdir um endurunninn klósettpappír. Hvað er eiginlega í honum? Kannski einhverjar plast- glertrefjar sem eru ekki góðar fyrir op líkamans? Hmm. Hitti í dag mann sem vill ólmur fjarlægja eitt stykki tönn úr mér (Tanntaka = 7490 kr.). Og hvað með það? fyrstu viðbrögðin einkenndust af fyrirframgefnum söknuði yfir því að missa eitthvað úr líkamanum. Síðan var ákveðið að yfirgefa þá hugmynd og taka tanntökuhugmyndinni fagnandi. Til allrar hamingju er þetta ekki framtönn heldur tönn númer tvö vinstra megin frá jaxli. Soldið fullorðins þar sem ég tengdi tannvesen alltaf við fullorðna. Kannski þarf ég bara að taka tannhirðu mína til endurskoðunar, en hefur tannhirða áhrif á rætur tannanna? Ræturnar eru nú lengst uppi í dæminu... En enn er ég með tönnina og hún fer ekkert fyrr en tanntökumaðurinn hringir. Ætla að hrista hausinn endalaust þannig að horið hristist út og þá verð ég slímug í framan eins og skrímsli.

sunnudagur, 13. mars 2005

verndum fræga folkið?

það kom mér heldur betur á óvart þegar dyravörðurinn kom til mín og tilkynnti mér að bannað væri að taka myndir. Það var liðið svolítið á kvöldið og allt í einu fann ég myndavélina í veskinu og fannst alveg sjálfsagt mál að smella nokkrum af á barnum, en einungis af fólki sem ég þekki sem tók vel í það að vera fyrirsætur. Dyravörðurinn gaf engar frekari skýringar á banninu. Litlu seinna var ég bitin af konu í vinstra lærið, mitt á milli hnés og nára sem kom mér mjög á óvart. Tveimur kvöldum síðar er ég enn með marblett og tannaför. Þá fékk ég marblett sem er fjólublár í dag á vinstri framhandlegginn þegar ég gekk of hratt á brík járnhurðarinnar í vinnunni og sneri mig á hægri ökkla við það að reka leikkonur út. Held það sé komið nóg af óförunum og sný ég nú vörn í sókn...

miðvikudagur, 9. mars 2005

88II88II888III888III8888IIII

eftir að hafa séð umfjöllun í einhverju dagblaðanna þar sem stóð að maður yrði að hitta vini sína kom Garðgyðjan í heimsókn í gær. Það var gaman. Ég átti eftir að klára ritgerðina sem ég á að skila á morgun og hugsaði, klára hana bara á morgun. Sem ég er búin að afreka. EN lenti í massafýlu út í sjálfa mig eftir að hafa hangi í 2 heilar klukkustundir á Þjóðarbókhlöðunni við heimildaleit. Fýluna lét ég þó engan finna nema mömmu í gegnum símtól, sem er svo góð að fyrirgefa mér allar fýlur. Síðan kom ég heim og massaði ritgerðina á nótæm. Róleg í slanguryrðin. Semsagt búin að fara í fýlu í dag.

Upplifði Katkusmjólk í Klink og Bank áðan. Samsuða á ensku úr textum ýmissa höfunda. Leikkonurnar 2 stóðu sig með prýði, en það tók smátíma að komast inn í enskuna þeirra. Mjög einföld uppsetning. Vantaði þó aðeins meira samhengi þó skiptingarnar gengu vel upp. Kannski skil ég bara ekki ensku og lifi í óraunveruleika. Talandi ensku á hverjum degi. Who´s the real me? nei djók, ég er ekkert í þannig pælingum þessa dagana. Mér finnst bara fyndið að söngkona, jafnaldra mín, hafi gefið út plötu fyrir nokkrum árum titluð The real me.

Allaveganna. Ekki lengur í fýlu. Hún stóð einmitt óvenju stutt því ég reyndi alveg að hugsa jákvætt þegar ég fann hana hellast yfir mig og að lokum sigruðu jákvæðu hugsanirnar, en þó ekki fyrr en ég var búin að ákveða að borða (nauðsynlegur faktor þegar maður er svangur, hef t.d. fundið það út að ég verð miklu fljótari fúl ef ég er svöng). Yoga á morgun sem er magnað, svona í mars.

laugardagur, 5. mars 2005

Leader of the Pack

12 tóna kerfið útskýrt hér á teikniblokkinni. alltaf lærir maður eitthvað nýtt. horfði á byrjunina í Idol. Hef aldrei séð það áður. Sá semsagt Heiðu og hálfan Davíð. Hvar var hljómsveitin? Er þetta keppni í karíókí? Fékk mér í glas og varð tipsý fyrir kvöldmat. Við mamma áttum góðan hálftíma. Sammála um það að hlustandinn ræður hvað hann tekur. Eldri systir mín gleymdi ljósunum á bílnum sem var á Reykjavíkurflugvelli. Við vorum ekki með startkapal. Hún stungin af til Ítalíu. Fólk hér heima. Skemmtilegt fólk. Fólk sem er farið á tónleika í miðbæ Reykjavíkur. Ég aftur á móti er til í að chilla með Shangri La´s því vinnuhelgi bíður mín með gleði og kaffi og lærdómi en lítið verður um táfýlu þar sem ég verð í sandölum.

fimmtudagur, 3. mars 2005

skorður

allt að detta í skorðurnar. Þriðji íbúinn búinn ... að finna sér íbúð. Það var gaman að vera þrjú í kotinu. Skóli og vinna komin aftur inn í líf mitt. Skorða þangað til stefnt verður í páskaferð til Ísafjarðar og síðan aftur smá skorða og síðan bara miami here i come. Jú, fékk líka boð á stefnumót frá samstarfsfélaga í dag. Maður er ekkert endilega að auglýsa alla sína persónulegu hagi til fólks sem kemur inn í búrið. Það verður að dvelja þar um tíma með mér til að fá að vita svona dót. Búin að leysa það mál. Það var gaman og mjög fyndið. Arrested development coming up

Festival til fyrirmyndar

illinn ég. kaupi alltaf einn skringilegan disk á útsölu í stórum plötubúðum. Í þetta skiptið varð fyrir valinu AFTER HOURS 3- more northern soul masters. En ég viðurkenni það að ég fíla þetta. Síðan bætti ég nú aðeins við á festivalinu sjálfu þar sem ég keypti diska með Need New Body, Hot Chip (þó þeir væru ekki að spila), jú og líka Sage Francis í búðinni. Festivalið var til fyrirmyndar í alla staði. Það vantaði bara að öll fjölskyldan mín væri þarna og að við værum að halda t.d. upp á jólin. Ég skemmti mér konunglega.

Var það vegna spilasalarins?
Þó hann hafi verið massívur með ógrynnin öll af mis-skemmtilegum tækjum til að láta pening í, þá var ég undir lokin byrjuð að upplifa mig mjög skringilega að hafa reynt ýmsa leiki og spil aftur og aftur. M.a. eyddum við Alex dágóðri stund í að reyna að vinna Care Bear lyklakippu. Ég vildi sko fá þennan appelsínugula með blóminu framan á eins og ég átti í bangsaformi frá Ameríku. Það gekk ekki. Fór í öll levelin í bílaleik, þar sem ég varð alltaf í öðru sæti. Í sumum spilum vann maður miða sem hægt var að skipta inn fyrir dót úr ákveðinni búð sem var aldrei opin. Leonardo da Vinci teiknaði mynd af okkur fyrir lítinn pening í kassa sem hann var ábyggilega orðinn mjög þreyttur á að húka innaní, en ég sá hann aldrei. Hvur þremillinn.

Var það vegna fólksins?
Ja, hvað skal segja. Sannarlega var fólkið forvitnilegt. Ábyggilega helmingur tónleikarhátíðargesta var stöðugt undir áhrifum mislöglegra lyfja, en aldrei sá ég neinn æla né berja annan. Ég elska fólk, þó ég hafi fundið til ákveðinnar löngunar um það að vera bara ein að chilla. Mér finnst það gott. En ég átti ekki í erfiðleikum með að höndla fólkið sem ég umgekkst því það var svo yndislegt og staðráðið í því að halda uppi fallegu andrúmslofti.

Var það vegna tónlistarinnar?
Púff. Magnað. Maður á bara fá orð yfir þá list sem var fyrir eyru borin. Uppúr stóðu: Deerhof, Need New Body, Mogwai, og Matmos. Nóg um það.

Var það vegna Staremaster?
Já, það hafði líklega áhrif að horfa á störukeppni milli einstaklinga úr hljómsveitunum í lok kvölds sitja á móti hvor öðrum uppi á sviði undir tónlist og andlitum þeirra varpað upp á skjái. Mjög skemmtileg skemmtun. Ég held að dómararnir hafi verið soldið ósamkvæmir sjálfum sér en það er annað mál.

Var það vegna tómatsósunnar?
Ja, ég fékk einu sinni fína tómatsósu í bréfi í mötuneytinu, en annars var eldaður matur í vistarverum okkar og argentínskt rauðvín með. En nokkur önnur bréf inni í annarri íbúð rötuðu upp á vegg í formi slagorða á borð við ,,go back to school". Það var fyndið. Og sérstaklega það að a plottaði þetta allt og lét aðra, b og c vinna vinnuna. D lenti síðan í því að hreinsa þetta af með tannbursta. En húsráðandi útvegaði tómatsósuna í bréfum úr farangri sínum.

Ég gæti spurt mig álíka spurninga endalaust en verð að minnast á strandferðina (hvítur sandur, goshvítvín, teppi og sól) og kraftleysi enskra sturtna. Atp er festival fyrir mig. Hver veit nema þangað rati ég aftur og aftur og aftur...